Nýliðun fyrir hvern? Þórhallur Hjaltason skrifar 3. apríl 2012 06:00 Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komið með enn eitt sjávarútvegsfrumvarpið sem á að leysa allan ágreining um sjávarútvegskerfið. Nú á að ná sáttum við þjóðina – reyndar aðra hluta þjóðarinnar en sjómenn og fiskverkafólk, sem höfum þó af þessarri atvinnugrein lifibrauð. Einn af helstu útgangspunktum ríkisstjórnarinnar er að auka „nýliðun“ í kerfinu með stórauknum ríkispottum sem stjórnmálamenn deila eftir eigin reglum og hagsmunum heima í héraði. Þegar stjórnmálamenn tala um nýliðun í greininni sjá þeir fyrir sér syngjandi trillusjómenn haldandi til veiða. Þessi rómantíska sýn á sjávarútveg er eins og að sjá fyrir sér sveitir landsins fullar af fólki – bændur að heyja með ljá og Bjössi á mjólkurbílnum keyrir um á gömlum Ford T, sækir mjólkurbrúsana heim í hlað og flautar í áttina að heimasætunum. En allir vita að þannig er ekki íslenskur landbúnaður í dag og engum dytti í hug að koma með frumvarp þess efnis að hverfa aftur til þess tíma. Í mínum huga er nýliðun í sjávarútvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og haft öruggar og góðar tekjur af því að vinna í öruggu starfsumhverfi. Ég þekki þó nokkuð af mönnum sem skuldsettu sig til að kaupa trillu á 7 – 10 milljónir og treysta á að geta veitt frítt í boði ríkisins annaðhvort á strandveiðum eða byggðakvóta. Útgerð þessarra einstaklinga hefur gengið mjög illa og það sem hefur bjargað afkomu þessarra manna og heimila þeirra eru afleysingar á togurum og nótaskipum hér í Fjarðabyggð. Er þetta nýliðun byggð á öruggri afkomu í öruggu starfsumhverfi? Hins vegar vegnar þeim ágætlega sem fyrir áttu trillurnar, skuldlausar, með nokkra tugi milljóna inni á bók eftir kvótasölu. Þessir einstaklingar halda nú frítt til veiða í boði ríkisstjórnarinnar og mér segir svo hugur að þeir muni uppfylla rómantíska sýn Jóhönnu og Steingríms um syngjandi trillukarlana. Og hver veit, kannski ná þeir að selja sig síðan í annað eða þriðja skiptið út úr kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komið með enn eitt sjávarútvegsfrumvarpið sem á að leysa allan ágreining um sjávarútvegskerfið. Nú á að ná sáttum við þjóðina – reyndar aðra hluta þjóðarinnar en sjómenn og fiskverkafólk, sem höfum þó af þessarri atvinnugrein lifibrauð. Einn af helstu útgangspunktum ríkisstjórnarinnar er að auka „nýliðun“ í kerfinu með stórauknum ríkispottum sem stjórnmálamenn deila eftir eigin reglum og hagsmunum heima í héraði. Þegar stjórnmálamenn tala um nýliðun í greininni sjá þeir fyrir sér syngjandi trillusjómenn haldandi til veiða. Þessi rómantíska sýn á sjávarútveg er eins og að sjá fyrir sér sveitir landsins fullar af fólki – bændur að heyja með ljá og Bjössi á mjólkurbílnum keyrir um á gömlum Ford T, sækir mjólkurbrúsana heim í hlað og flautar í áttina að heimasætunum. En allir vita að þannig er ekki íslenskur landbúnaður í dag og engum dytti í hug að koma með frumvarp þess efnis að hverfa aftur til þess tíma. Í mínum huga er nýliðun í sjávarútvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og haft öruggar og góðar tekjur af því að vinna í öruggu starfsumhverfi. Ég þekki þó nokkuð af mönnum sem skuldsettu sig til að kaupa trillu á 7 – 10 milljónir og treysta á að geta veitt frítt í boði ríkisins annaðhvort á strandveiðum eða byggðakvóta. Útgerð þessarra einstaklinga hefur gengið mjög illa og það sem hefur bjargað afkomu þessarra manna og heimila þeirra eru afleysingar á togurum og nótaskipum hér í Fjarðabyggð. Er þetta nýliðun byggð á öruggri afkomu í öruggu starfsumhverfi? Hins vegar vegnar þeim ágætlega sem fyrir áttu trillurnar, skuldlausar, með nokkra tugi milljóna inni á bók eftir kvótasölu. Þessir einstaklingar halda nú frítt til veiða í boði ríkisstjórnarinnar og mér segir svo hugur að þeir muni uppfylla rómantíska sýn Jóhönnu og Steingríms um syngjandi trillukarlana. Og hver veit, kannski ná þeir að selja sig síðan í annað eða þriðja skiptið út úr kerfinu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar