Erlent

Lofa að draga herinn til baka

Enn er beðið eftir að Sýrlandsstjórn standi við loforðin.
Enn er beðið eftir að Sýrlandsstjórn standi við loforðin. Fréttablaðið/AP
Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, tilkynnti öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær að Sýrlandsstjórn hafi fallist á að draga herlið sitt frá íbúðahverfum fyrir 10. apríl.

Bashar Ja‘fari, sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum, staðfesti þetta og ítrekaði að Sýrlendingar styddu sex punkta friðaráætlun, sem Kofi Annan kynnti þeim nýverið.

Enn hafa þó engin merki sést um að sýrlensk stjórnvöld ætli að framkvæma það, sem krafist er af þeim í friðaráætluninni.

Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagðist enn full tortryggni gagnvart Sýrlandsstjórn.

„Við höfum séð að þau hafa skuldbundið sig til að binda enda á átökin og í kjölfarið hafa átökin magnast um helming,“ sagði hún. „Þannig að Bandaríkin, í það minnsta, myndu skoða þessi loforð og segja enn og aftur að staðfesting þeirra felst í athöfnum en ekki orðum.“- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×