Rafbækur í skólastarfi Óskar Þór Þráinsson skrifar 12. apríl 2012 15:00 Það gera fáir sér grein fyrir því hve mikið magn bóka fer í gegnum hendur hvers nemanda sem stundar nám í tólf til átján ár. Útlit þeirra og innihald er breytingum háð en í grunninn eru þetta allt bækur sem kenna okkur að nema, skilja heiminn í kringum okkur og undirbúa okkur undir lífið. Bækurnar breytast og tæknin með og nú er rafbókin, nýjasta form bóka, farin að láta á sér kræla í íslenska skólakerfinu. Rafbækur eru skrár á tölvutæku formi sem virka á hliðstæðan hátt og bækur. Þær eru til á ólíkum formum sem hægt er að lesa í mismunandi tækjum en byggja allar á sömu grundvallarreglu. Rafbækur eru tölvuskrár sem innihalda texta og myndir og eru framsettar á staðlaðan hátt. Ákveðnar tegundir rafbóka geta einnig komist lengra og innihaldið margmiðlunarefni svo sem hljóð, myndskeið, tengla á ítarefni og geta jafnvel verið gagnvirkar. Að hluta til eiga rafbækur meira sameiginlegt með vefsíðum heldur en prentuðum bókum enda byggir rafbókatæknin á sömu stöðlum og vefsíður. Rafbækur eru ólíkar bókum á Pdf formi að því leyti að staðsetning texta og mynda er ekki fast negld niður heldur er flæðandi og getur breyst. Helsti kostur rafbóka fram yfir prentuðu bókina er að lesandinn stjórnar lestrarupplifuninni. Lesandinn getur aðlagað rafbókina að sínum þörfum með því að stjórna stærð texta, leturgerð, lit texta og bakgrunns og getur oft stækkað og minnkað myndir. Þetta eru dýrmætir möguleikar sem veita ýmsum hópum svo sem lesblindum, sjóndöprum og blindum aukið aðgengi að bókum. Rafrænn texti eykur einnig möguleika á að leita í texta, finna viðeigandi upplýsingar fljótt og örugglega og býður upp á að glósa heilu málsgreinarnar án fyrirhafnar. Það er útbreiddur misskilningur að rafbækur þurfi að lesa í sérstökum lestækjum. Reyndin er að rafbækur er hægt að lesa í mörgum tækjum svo sem í hefðbundnum borð- og fartölvum, snjallsímum, lófatölvum, snjalltöflum eins og GalaxyTab eða iPad eða í sérhönnuðum lestöflum eins og Kindle eða Nook. Þessi tæki innihalda eða geta notað hugbúnað til þess að lesa ákveðnar tegundir rafbóka. Lestæki eru heldur ekki háð ákveðnum rafbókaveitum. Öll ofangreind tæki geta lesið rafbækur frá fjölda netverslana og rafbókaveitna. Rafbækur og lestæki eru því algjörlega aðskildir hlutir og óháð hvert öðru. Það er því mikilvægt að hafa í huga að rafbókavæðing náms- og lestrarbóka er ekki háð ákveðnum tækjum. Tölvukostur leik-, grunn-, framhalds- og háskóla er þegar reiðubúinn til þess að veita kennurum og nemendum aðgang að rafbókum án fjárfestinga í lestækjakosti. Gerð rafbóka lýtur að mestu leyti sömu lögmálum og gerð prentaðra bóka. Skrifa þarf texta, setja inn myndir, skipuleggja framsetningu efnis og vanda til frágangs og uppsetningar. Með vandaðri ritstjórn geta rafbækur verið í stöðugri þróun. Þar sem rafbækur eru í eðli sínu rafrænar er auðvelt að lagfæra villur, endurskoðun efnis getur átt sér stað reglulega og þróun námsefnis getur verið lifandi án þess að því fylgi kostnaður við prentun, endurprentun og dreifingu. Rafbókavæðing skólakerfisins snýr ekki eingöngu að námsbókum. Skólakerfið byggir einnig á lestri bókmennta. Um leið og nemendur og kennarar tileinka sér rafrænar námsbækur liggur beint við að nota almennar bækur á rafbókaformi. Nemendur geta tileinkað sér rafbækur í lestrarnámi og til afþreyingar. Skólabókasöfn geta þannig þróast í rafskólabókasöfn fyrir náms-, fræði- og afþreyingabækur og miðstöð þekkingar innan skólanna. Nemendur, kennarar og starfsfólk geta nálgast nýjar og gamlar bækur á bókasöfnum skólanna. Rafbækur bjóða upp á gífurlega marga möguleika í skólastarfi. Það er skylda okkar að vera opin fyrir nýjungum og leita leiða til framþróunar og endurbóta. Tökum fagnandi á móti nýrri tækni og tileinkum okkur hana skólakerfinu til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það gera fáir sér grein fyrir því hve mikið magn bóka fer í gegnum hendur hvers nemanda sem stundar nám í tólf til átján ár. Útlit þeirra og innihald er breytingum háð en í grunninn eru þetta allt bækur sem kenna okkur að nema, skilja heiminn í kringum okkur og undirbúa okkur undir lífið. Bækurnar breytast og tæknin með og nú er rafbókin, nýjasta form bóka, farin að láta á sér kræla í íslenska skólakerfinu. Rafbækur eru skrár á tölvutæku formi sem virka á hliðstæðan hátt og bækur. Þær eru til á ólíkum formum sem hægt er að lesa í mismunandi tækjum en byggja allar á sömu grundvallarreglu. Rafbækur eru tölvuskrár sem innihalda texta og myndir og eru framsettar á staðlaðan hátt. Ákveðnar tegundir rafbóka geta einnig komist lengra og innihaldið margmiðlunarefni svo sem hljóð, myndskeið, tengla á ítarefni og geta jafnvel verið gagnvirkar. Að hluta til eiga rafbækur meira sameiginlegt með vefsíðum heldur en prentuðum bókum enda byggir rafbókatæknin á sömu stöðlum og vefsíður. Rafbækur eru ólíkar bókum á Pdf formi að því leyti að staðsetning texta og mynda er ekki fast negld niður heldur er flæðandi og getur breyst. Helsti kostur rafbóka fram yfir prentuðu bókina er að lesandinn stjórnar lestrarupplifuninni. Lesandinn getur aðlagað rafbókina að sínum þörfum með því að stjórna stærð texta, leturgerð, lit texta og bakgrunns og getur oft stækkað og minnkað myndir. Þetta eru dýrmætir möguleikar sem veita ýmsum hópum svo sem lesblindum, sjóndöprum og blindum aukið aðgengi að bókum. Rafrænn texti eykur einnig möguleika á að leita í texta, finna viðeigandi upplýsingar fljótt og örugglega og býður upp á að glósa heilu málsgreinarnar án fyrirhafnar. Það er útbreiddur misskilningur að rafbækur þurfi að lesa í sérstökum lestækjum. Reyndin er að rafbækur er hægt að lesa í mörgum tækjum svo sem í hefðbundnum borð- og fartölvum, snjallsímum, lófatölvum, snjalltöflum eins og GalaxyTab eða iPad eða í sérhönnuðum lestöflum eins og Kindle eða Nook. Þessi tæki innihalda eða geta notað hugbúnað til þess að lesa ákveðnar tegundir rafbóka. Lestæki eru heldur ekki háð ákveðnum rafbókaveitum. Öll ofangreind tæki geta lesið rafbækur frá fjölda netverslana og rafbókaveitna. Rafbækur og lestæki eru því algjörlega aðskildir hlutir og óháð hvert öðru. Það er því mikilvægt að hafa í huga að rafbókavæðing náms- og lestrarbóka er ekki háð ákveðnum tækjum. Tölvukostur leik-, grunn-, framhalds- og háskóla er þegar reiðubúinn til þess að veita kennurum og nemendum aðgang að rafbókum án fjárfestinga í lestækjakosti. Gerð rafbóka lýtur að mestu leyti sömu lögmálum og gerð prentaðra bóka. Skrifa þarf texta, setja inn myndir, skipuleggja framsetningu efnis og vanda til frágangs og uppsetningar. Með vandaðri ritstjórn geta rafbækur verið í stöðugri þróun. Þar sem rafbækur eru í eðli sínu rafrænar er auðvelt að lagfæra villur, endurskoðun efnis getur átt sér stað reglulega og þróun námsefnis getur verið lifandi án þess að því fylgi kostnaður við prentun, endurprentun og dreifingu. Rafbókavæðing skólakerfisins snýr ekki eingöngu að námsbókum. Skólakerfið byggir einnig á lestri bókmennta. Um leið og nemendur og kennarar tileinka sér rafrænar námsbækur liggur beint við að nota almennar bækur á rafbókaformi. Nemendur geta tileinkað sér rafbækur í lestrarnámi og til afþreyingar. Skólabókasöfn geta þannig þróast í rafskólabókasöfn fyrir náms-, fræði- og afþreyingabækur og miðstöð þekkingar innan skólanna. Nemendur, kennarar og starfsfólk geta nálgast nýjar og gamlar bækur á bókasöfnum skólanna. Rafbækur bjóða upp á gífurlega marga möguleika í skólastarfi. Það er skylda okkar að vera opin fyrir nýjungum og leita leiða til framþróunar og endurbóta. Tökum fagnandi á móti nýrri tækni og tileinkum okkur hana skólakerfinu til framdráttar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun