Nokkur orð um rafbækurnar í fjarvíddunum og ólæsi drengja Guðmundur Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2012 06:00 Í Minnstafirði hafði ekki verið keypt ný bók á bókasafn barnaskólans síðan Þorpið sem svaf var keypt af Kvenfélaginu og gefin safninu við hátíðlega athöfn rétt eftir jólin 1965. Minntust elstu menn í þorpinu – ekki því sem segir frá í bókinni heldur Minnstafirði – þess enn tárvotir hvernig Sigurlaug Sigurðardóttir formaður hafði tekið bókina upp úr poka að sunnan og rétt Sigurlaugu Þórðardóttur skólastjóra og látið þess getið að þetta væri bara fyrsta bókin af mörgum sem Kvenfélagið hygðist færa safninu. Í aðdraganda þorrablótsins 1966 andaðist Sigurlaug Sigurðardóttir, af álagi við að smakka til súrmatinn, og af því að hún var – til viðbótar við það að vera venjulegur kvenfélagsformaður – það sem kallað er driffjöður varð ekkert meira úr áætluðum bókagjöfum til bókasafnsins og var Þorpið sem svaf nýjasta bókin á þeim bæ allt þar til símaskráin með hálfberum strák á forsíðunni rataði þangað inn fyrir misskilning síðasta vor. Þá er það á aðventukvöldi Lionsklúbbsins þann 12. desember í fyrra að Haukur Kristjánsson formaður (það má fljóta með að hann er systursonur Sigurlaugar heitinnar Sigurðardóttur, sonur Bínu sem sá alltaf um tjaldstæðið) tilkynnir að klúbburinn ætli að gefa skólanum hávísindalegan útbúnað svo börnin geti lesið rafbækur og þannig náð í skottið á framtíðinni sem sé alltaf á næstu grösum (hann orðaði þetta svona og vakti hrifningu). Og af því að Haukur hefur í sér þessa driffjöður sem er svo rík í þessu fólki þá lét hann ekki sitja við orðin tóm og vafði plastið utan af einu svona apparati og færði Sigurlaugu Indriðadóttur skólastjóra. Hún þakkaði fyrir hönd skólans og lét þess getið að nú þyrfti ekki framar að hafa áhyggjur af lestrarkunnáttu drengjanna í Minnstafirði, svona stórhugur myndi drífa þá upp úr öllum tölvuleikjum svo ekki væri nú minnst á reykingafikt og aðra ómennsku. Magna á dekkjaverkstæðinu var brugðið um stund því hann sá fyrir sér að allur drengjaskarinn yrði við þessa tækninýjung allt of menntaður og myndi í kjölfarið fúlsa við því að þiggja hjá honum vinnu á álagstímum – en sá ótti rjátlaðist af honum þegar hann mundi eftir Baldri fávita sem aldrei myndi geta lært að lesa af bók og þá ekkert frekar rafbók og sá í honum framtíðarstarfskraft þegar honum sjálfum (atvinnulífinu) myndi best henta. Að þessum hugleiðingum loknum lét Magni það eftir sér að klappa, með öðrum viðstöddum, fyrir gjöf Lionsklúbbsins. Nú, við nývaknaða Góu á því herrans ári 2012, hafa drengirnir í Minnstafirði tekið stórstígum framförum í lestri. Framfarirnar voru hægar í fyrstu en eftir að skólastjórinn Sigurlaug, Haukur formaður Lionsklúbbsins og Haukur (sami Haukur) Kristjánsson eigandi sprotafyrirtækisins Rafbók-Raflestur höfðu látið ljós sitt skína í staðarblaðinu (netútgáfunni) sem svo aftur leiddi til þess að allir stærstu miðlar landsins (netútgáfurnar) fjölluðu á nákvæmlega sama hátt um málið, fór fluglæsi að gera vart við sig meðal drengjanna í þorpinu og lásu þeir nú hverja rafbókina á fætur annarri – að því sagt er. En þar með er ekki öll sagan sögð því nú gerðist það bara í gær eða fyrradag að Baldur fáviti kom á bókasafnið og sótti sér bókina Þorpið sem svaf og lét þess getið í leiðinni að hann ætlaði að glugga í hana í dauða tímanum á dekkjaverkstæðinu. Kerlingarnar á bókasafninu, Ingibjörg eldri og Ingibjörg yngri, brostu góðlátlega í laumi því þær þóttust vita að Baldur væri ólæs en fyrirgáfu honum mannalætin af því að fávitum leyfast sem kunnugt er drýgindi umfram aðra menn. Síðan héldu þær áfram að metast um hvor þeirra væri með þrálátara líkþorn og lofuðu Guð fyrir rafbækurnar sem hvorki þyrfti að raða upp í hillur né heldur kaupa inn á safnið til að bæta safnkostinn, heldur væru þær bara til í fjarvíddunum og kenndu þaðan drengjum að lesa sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Minnstafirði hafði ekki verið keypt ný bók á bókasafn barnaskólans síðan Þorpið sem svaf var keypt af Kvenfélaginu og gefin safninu við hátíðlega athöfn rétt eftir jólin 1965. Minntust elstu menn í þorpinu – ekki því sem segir frá í bókinni heldur Minnstafirði – þess enn tárvotir hvernig Sigurlaug Sigurðardóttir formaður hafði tekið bókina upp úr poka að sunnan og rétt Sigurlaugu Þórðardóttur skólastjóra og látið þess getið að þetta væri bara fyrsta bókin af mörgum sem Kvenfélagið hygðist færa safninu. Í aðdraganda þorrablótsins 1966 andaðist Sigurlaug Sigurðardóttir, af álagi við að smakka til súrmatinn, og af því að hún var – til viðbótar við það að vera venjulegur kvenfélagsformaður – það sem kallað er driffjöður varð ekkert meira úr áætluðum bókagjöfum til bókasafnsins og var Þorpið sem svaf nýjasta bókin á þeim bæ allt þar til símaskráin með hálfberum strák á forsíðunni rataði þangað inn fyrir misskilning síðasta vor. Þá er það á aðventukvöldi Lionsklúbbsins þann 12. desember í fyrra að Haukur Kristjánsson formaður (það má fljóta með að hann er systursonur Sigurlaugar heitinnar Sigurðardóttur, sonur Bínu sem sá alltaf um tjaldstæðið) tilkynnir að klúbburinn ætli að gefa skólanum hávísindalegan útbúnað svo börnin geti lesið rafbækur og þannig náð í skottið á framtíðinni sem sé alltaf á næstu grösum (hann orðaði þetta svona og vakti hrifningu). Og af því að Haukur hefur í sér þessa driffjöður sem er svo rík í þessu fólki þá lét hann ekki sitja við orðin tóm og vafði plastið utan af einu svona apparati og færði Sigurlaugu Indriðadóttur skólastjóra. Hún þakkaði fyrir hönd skólans og lét þess getið að nú þyrfti ekki framar að hafa áhyggjur af lestrarkunnáttu drengjanna í Minnstafirði, svona stórhugur myndi drífa þá upp úr öllum tölvuleikjum svo ekki væri nú minnst á reykingafikt og aðra ómennsku. Magna á dekkjaverkstæðinu var brugðið um stund því hann sá fyrir sér að allur drengjaskarinn yrði við þessa tækninýjung allt of menntaður og myndi í kjölfarið fúlsa við því að þiggja hjá honum vinnu á álagstímum – en sá ótti rjátlaðist af honum þegar hann mundi eftir Baldri fávita sem aldrei myndi geta lært að lesa af bók og þá ekkert frekar rafbók og sá í honum framtíðarstarfskraft þegar honum sjálfum (atvinnulífinu) myndi best henta. Að þessum hugleiðingum loknum lét Magni það eftir sér að klappa, með öðrum viðstöddum, fyrir gjöf Lionsklúbbsins. Nú, við nývaknaða Góu á því herrans ári 2012, hafa drengirnir í Minnstafirði tekið stórstígum framförum í lestri. Framfarirnar voru hægar í fyrstu en eftir að skólastjórinn Sigurlaug, Haukur formaður Lionsklúbbsins og Haukur (sami Haukur) Kristjánsson eigandi sprotafyrirtækisins Rafbók-Raflestur höfðu látið ljós sitt skína í staðarblaðinu (netútgáfunni) sem svo aftur leiddi til þess að allir stærstu miðlar landsins (netútgáfurnar) fjölluðu á nákvæmlega sama hátt um málið, fór fluglæsi að gera vart við sig meðal drengjanna í þorpinu og lásu þeir nú hverja rafbókina á fætur annarri – að því sagt er. En þar með er ekki öll sagan sögð því nú gerðist það bara í gær eða fyrradag að Baldur fáviti kom á bókasafnið og sótti sér bókina Þorpið sem svaf og lét þess getið í leiðinni að hann ætlaði að glugga í hana í dauða tímanum á dekkjaverkstæðinu. Kerlingarnar á bókasafninu, Ingibjörg eldri og Ingibjörg yngri, brostu góðlátlega í laumi því þær þóttust vita að Baldur væri ólæs en fyrirgáfu honum mannalætin af því að fávitum leyfast sem kunnugt er drýgindi umfram aðra menn. Síðan héldu þær áfram að metast um hvor þeirra væri með þrálátara líkþorn og lofuðu Guð fyrir rafbækurnar sem hvorki þyrfti að raða upp í hillur né heldur kaupa inn á safnið til að bæta safnkostinn, heldur væru þær bara til í fjarvíddunum og kenndu þaðan drengjum að lesa sig.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar