Nokkur orð um rafbækurnar í fjarvíddunum og ólæsi drengja Guðmundur Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2012 06:00 Í Minnstafirði hafði ekki verið keypt ný bók á bókasafn barnaskólans síðan Þorpið sem svaf var keypt af Kvenfélaginu og gefin safninu við hátíðlega athöfn rétt eftir jólin 1965. Minntust elstu menn í þorpinu – ekki því sem segir frá í bókinni heldur Minnstafirði – þess enn tárvotir hvernig Sigurlaug Sigurðardóttir formaður hafði tekið bókina upp úr poka að sunnan og rétt Sigurlaugu Þórðardóttur skólastjóra og látið þess getið að þetta væri bara fyrsta bókin af mörgum sem Kvenfélagið hygðist færa safninu. Í aðdraganda þorrablótsins 1966 andaðist Sigurlaug Sigurðardóttir, af álagi við að smakka til súrmatinn, og af því að hún var – til viðbótar við það að vera venjulegur kvenfélagsformaður – það sem kallað er driffjöður varð ekkert meira úr áætluðum bókagjöfum til bókasafnsins og var Þorpið sem svaf nýjasta bókin á þeim bæ allt þar til símaskráin með hálfberum strák á forsíðunni rataði þangað inn fyrir misskilning síðasta vor. Þá er það á aðventukvöldi Lionsklúbbsins þann 12. desember í fyrra að Haukur Kristjánsson formaður (það má fljóta með að hann er systursonur Sigurlaugar heitinnar Sigurðardóttur, sonur Bínu sem sá alltaf um tjaldstæðið) tilkynnir að klúbburinn ætli að gefa skólanum hávísindalegan útbúnað svo börnin geti lesið rafbækur og þannig náð í skottið á framtíðinni sem sé alltaf á næstu grösum (hann orðaði þetta svona og vakti hrifningu). Og af því að Haukur hefur í sér þessa driffjöður sem er svo rík í þessu fólki þá lét hann ekki sitja við orðin tóm og vafði plastið utan af einu svona apparati og færði Sigurlaugu Indriðadóttur skólastjóra. Hún þakkaði fyrir hönd skólans og lét þess getið að nú þyrfti ekki framar að hafa áhyggjur af lestrarkunnáttu drengjanna í Minnstafirði, svona stórhugur myndi drífa þá upp úr öllum tölvuleikjum svo ekki væri nú minnst á reykingafikt og aðra ómennsku. Magna á dekkjaverkstæðinu var brugðið um stund því hann sá fyrir sér að allur drengjaskarinn yrði við þessa tækninýjung allt of menntaður og myndi í kjölfarið fúlsa við því að þiggja hjá honum vinnu á álagstímum – en sá ótti rjátlaðist af honum þegar hann mundi eftir Baldri fávita sem aldrei myndi geta lært að lesa af bók og þá ekkert frekar rafbók og sá í honum framtíðarstarfskraft þegar honum sjálfum (atvinnulífinu) myndi best henta. Að þessum hugleiðingum loknum lét Magni það eftir sér að klappa, með öðrum viðstöddum, fyrir gjöf Lionsklúbbsins. Nú, við nývaknaða Góu á því herrans ári 2012, hafa drengirnir í Minnstafirði tekið stórstígum framförum í lestri. Framfarirnar voru hægar í fyrstu en eftir að skólastjórinn Sigurlaug, Haukur formaður Lionsklúbbsins og Haukur (sami Haukur) Kristjánsson eigandi sprotafyrirtækisins Rafbók-Raflestur höfðu látið ljós sitt skína í staðarblaðinu (netútgáfunni) sem svo aftur leiddi til þess að allir stærstu miðlar landsins (netútgáfurnar) fjölluðu á nákvæmlega sama hátt um málið, fór fluglæsi að gera vart við sig meðal drengjanna í þorpinu og lásu þeir nú hverja rafbókina á fætur annarri – að því sagt er. En þar með er ekki öll sagan sögð því nú gerðist það bara í gær eða fyrradag að Baldur fáviti kom á bókasafnið og sótti sér bókina Þorpið sem svaf og lét þess getið í leiðinni að hann ætlaði að glugga í hana í dauða tímanum á dekkjaverkstæðinu. Kerlingarnar á bókasafninu, Ingibjörg eldri og Ingibjörg yngri, brostu góðlátlega í laumi því þær þóttust vita að Baldur væri ólæs en fyrirgáfu honum mannalætin af því að fávitum leyfast sem kunnugt er drýgindi umfram aðra menn. Síðan héldu þær áfram að metast um hvor þeirra væri með þrálátara líkþorn og lofuðu Guð fyrir rafbækurnar sem hvorki þyrfti að raða upp í hillur né heldur kaupa inn á safnið til að bæta safnkostinn, heldur væru þær bara til í fjarvíddunum og kenndu þaðan drengjum að lesa sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Minnstafirði hafði ekki verið keypt ný bók á bókasafn barnaskólans síðan Þorpið sem svaf var keypt af Kvenfélaginu og gefin safninu við hátíðlega athöfn rétt eftir jólin 1965. Minntust elstu menn í þorpinu – ekki því sem segir frá í bókinni heldur Minnstafirði – þess enn tárvotir hvernig Sigurlaug Sigurðardóttir formaður hafði tekið bókina upp úr poka að sunnan og rétt Sigurlaugu Þórðardóttur skólastjóra og látið þess getið að þetta væri bara fyrsta bókin af mörgum sem Kvenfélagið hygðist færa safninu. Í aðdraganda þorrablótsins 1966 andaðist Sigurlaug Sigurðardóttir, af álagi við að smakka til súrmatinn, og af því að hún var – til viðbótar við það að vera venjulegur kvenfélagsformaður – það sem kallað er driffjöður varð ekkert meira úr áætluðum bókagjöfum til bókasafnsins og var Þorpið sem svaf nýjasta bókin á þeim bæ allt þar til símaskráin með hálfberum strák á forsíðunni rataði þangað inn fyrir misskilning síðasta vor. Þá er það á aðventukvöldi Lionsklúbbsins þann 12. desember í fyrra að Haukur Kristjánsson formaður (það má fljóta með að hann er systursonur Sigurlaugar heitinnar Sigurðardóttur, sonur Bínu sem sá alltaf um tjaldstæðið) tilkynnir að klúbburinn ætli að gefa skólanum hávísindalegan útbúnað svo börnin geti lesið rafbækur og þannig náð í skottið á framtíðinni sem sé alltaf á næstu grösum (hann orðaði þetta svona og vakti hrifningu). Og af því að Haukur hefur í sér þessa driffjöður sem er svo rík í þessu fólki þá lét hann ekki sitja við orðin tóm og vafði plastið utan af einu svona apparati og færði Sigurlaugu Indriðadóttur skólastjóra. Hún þakkaði fyrir hönd skólans og lét þess getið að nú þyrfti ekki framar að hafa áhyggjur af lestrarkunnáttu drengjanna í Minnstafirði, svona stórhugur myndi drífa þá upp úr öllum tölvuleikjum svo ekki væri nú minnst á reykingafikt og aðra ómennsku. Magna á dekkjaverkstæðinu var brugðið um stund því hann sá fyrir sér að allur drengjaskarinn yrði við þessa tækninýjung allt of menntaður og myndi í kjölfarið fúlsa við því að þiggja hjá honum vinnu á álagstímum – en sá ótti rjátlaðist af honum þegar hann mundi eftir Baldri fávita sem aldrei myndi geta lært að lesa af bók og þá ekkert frekar rafbók og sá í honum framtíðarstarfskraft þegar honum sjálfum (atvinnulífinu) myndi best henta. Að þessum hugleiðingum loknum lét Magni það eftir sér að klappa, með öðrum viðstöddum, fyrir gjöf Lionsklúbbsins. Nú, við nývaknaða Góu á því herrans ári 2012, hafa drengirnir í Minnstafirði tekið stórstígum framförum í lestri. Framfarirnar voru hægar í fyrstu en eftir að skólastjórinn Sigurlaug, Haukur formaður Lionsklúbbsins og Haukur (sami Haukur) Kristjánsson eigandi sprotafyrirtækisins Rafbók-Raflestur höfðu látið ljós sitt skína í staðarblaðinu (netútgáfunni) sem svo aftur leiddi til þess að allir stærstu miðlar landsins (netútgáfurnar) fjölluðu á nákvæmlega sama hátt um málið, fór fluglæsi að gera vart við sig meðal drengjanna í þorpinu og lásu þeir nú hverja rafbókina á fætur annarri – að því sagt er. En þar með er ekki öll sagan sögð því nú gerðist það bara í gær eða fyrradag að Baldur fáviti kom á bókasafnið og sótti sér bókina Þorpið sem svaf og lét þess getið í leiðinni að hann ætlaði að glugga í hana í dauða tímanum á dekkjaverkstæðinu. Kerlingarnar á bókasafninu, Ingibjörg eldri og Ingibjörg yngri, brostu góðlátlega í laumi því þær þóttust vita að Baldur væri ólæs en fyrirgáfu honum mannalætin af því að fávitum leyfast sem kunnugt er drýgindi umfram aðra menn. Síðan héldu þær áfram að metast um hvor þeirra væri með þrálátara líkþorn og lofuðu Guð fyrir rafbækurnar sem hvorki þyrfti að raða upp í hillur né heldur kaupa inn á safnið til að bæta safnkostinn, heldur væru þær bara til í fjarvíddunum og kenndu þaðan drengjum að lesa sig.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun