Vatnajökulsþjóðgarður – stoltið okkar! Kristveig Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Framundan eru spennandi tímar við uppbyggingu stærsta þjóðgarðs í Evrópu og ég er sannfærð um að með samstilltri vinnu mun okkur takast það verkefni vel! Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður í júní árið 2008 og markmiðið með stofnun hans er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Flestir ættu að geta fallist á þessi markmið, enda Íslendingar í eðli sínu náttúruverndarfólk sem skilur mikilvægi náttúruverndar og hefur unun af ferðalögum í tignarlegri og óspilltri náttúru. Fyrir rétt rúmu ári, þann 28.febrúar, staðfesti Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fyrstu stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Áætlunin er verkfæri sem þjóðgarðurinn notar meðal annars til að skipuleggja uppbyggingu og þjónustu í garðinum. Í áætluninni er sett fram stefna og framtíðarsýn sem byggir á þremur meginstoðum; náttúruvernd, útivist og byggðaþróun. Mig langar að fara örstutt yfir þessi þrjú atriði og ástæður þess að þau eru rauði þráðurinn í áætluninni. Náttúruvernd, útivist og byggðaþróun Ef ég byrja á náttúruverndinni þá þekkjum við það öll að Vatnajökull og áhrifasvæði hans mynda náttúrufarslega heild sem einkennist af kraftmiklu samspili elds og íss og er alveg einstök, ekki bara á Íslandi heldur einnig á heimsvísu. Okkur ber að vernda þessa stórbrotnu náttúru. En markmiðið með þjóðgarðinum er ekki bara að vernda náttúruna því eins og stendur í lögum um þjóðgarðinn er markmiðið einnig að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem hægt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins. Stór hluti stjórnunar- og verndaráætlunarinnar snýst einmitt um þetta markmið því í henni er áætlun um uppbyggingu aðstöðu og fræðslustarfs í garðinum. Þar er áhersla til dæmis lögð á skipulagningu gönguleiða, reiðleiða og akstursleiða, á fræðslu og upplýsingar við áningarstaði, uppbyggingu göngubrúa og skála, gestastofur, tjaldsvæði og fleira sem þarf til að mæta þörfum útivistarfólks og til að auðvelda því að upplifa þá stórkostlegu náttúru sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Þriðja meginstoðin í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er byggðaþróun. Þjóðgarðurinn nær nú yfir um 13% af landinu og átta sveitarfélög eiga land í garðinum. Allt frá stofnun hefur verið lögð áhersla á að eitt af hlutverkum þjóðgarðsins sé að stuðla að jákvæðri byggðaþróun á grannsvæðum hans. Með því er ekki einungis verið að tala um bein störf við þjóðgarðinn sjálfan heldur ekki síður afleidd störf við ferðaþjónustu og samvinnu þjóðgarðs og einkaaðila um eflingu byggðar. Þjóðgarðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og laðar nú þegar til sín hundruð þúsunda ferðamanna á ári hverju. Með aukinni uppbyggingu og þjónustu mun fjöldi ferðamanna til svæðisins aukast enn frekar og það gerir það að verkum að markaður fyrir gistingu, veitingastaði, handverk og afþreyingu stækkar. Tækifærin eru því fjölmörg og þegar hafa einstaklingar og fyrirtæki í samvinnu við starfsmenn þjóðgarðsins tekið til við að þróa vörur og þjónustu til að efla grundvöll ferðaþjónustunnar. Ég get nefnt sem dæmi ferðaþjónustu sem tengist fuglaskoðun, fjallamennsku og ýmiss konar fræðslu. Lýðræðislegt stjórnkerfi Vatnajökulsþjóðgarður er samvinnuverkefni ríkisins, þeirra átta sveitarfélaga sem eiga land í honum, landeigenda og fjölda annarra hagsmunaaðila. Að stjórn hans og stefnumótun koma með beinum hætti tæplega þrjátíu manns. Þjóðgarðinum er skipt upp í fjögur svæði. Í hverju svæðisráði sitja þrír fulltrúar sveitarfélaga, fulltrúi umhverfissamtaka, fulltrúi útivistarsamtaka og fulltrúi ferðaþjónustunnar. Í stjórn eru, auk formanns og varaformanns, formenn svæðisráða (sem eru allir fulltrúar sinna sveitarfélaga), fulltrúi náttúruverndarsamtaka og áheyrnarfulltrúi útivistarsamtaka. Allir þessir aðilar, að ógleymdu starfsfólki garðsins, komu að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar og samráð var að auki haft við fjölda annarra m.a. sveitarstjórnarmenn, sérfræðinga, fulltrúa stofnana og hagsmunasamtaka. Góð samstaða um stjórnunar- og verndaráætlun Það er óhætt að segja að góð samstaða sé um langflesta þætti stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs, ef undan eru skilin örfá atriði, m.a. nokkur er varða annars vegar samgönguleiðir og hins vegar veiðar innan þjóðgarðsins. Síðasta vor ákvað stjórn garðsins því að setja af stað frekara samráðsferli um þessi tvö málefni. Tilgangurinn með því var að stjórnin gæti fengið bestu mögulegu yfirsýn yfir sjónarmið, rök og hagsmuni í málinu áður en hún tæki ákvörðun um framhaldið. Samráð er í sinni bestu mynd uppbyggileg umræða þar sem fram koma ólík sjónarmið og ræddar eru mismunandi lausnir þar til niðurstaða fæst sem flestir geta sætt sig við. Augljóst er að í flóknum málum eins og skipulagi stórs þjóðgarðs er nánast óhugsandi að allir verði alveg sáttir við alla þætti skipulagsins. Markmiðið er þó að komast eins nálægt því og hægt er. Í samgöngumálunum var sett upp nokkuð umfangsmikið ferli sem innihélt greiningu á hagsmunaaðilum, kynningarfund, fjölmennan opinn fund þar sem lögð voru drög að afmörkun umfjöllunarefna og að lokum yfirferð samráðshóps um málefnin. Samráðshópurinn skilaði metnaðarfullu starfi og sendi niðurstöður sínar til stjórnar í desember síðastliðnum. Stjórn hefur nú farið yfir hvert þeirra 25 mála sem samráðshópurinn tók sérstaklega til umfjöllunar í vinnu sinni. Stjórnin tók í meginatriðum undir ályktanir samráðshópsins í 23 tilvikum. Í einu tilviki til viðbótar, er varðar Vonarskarð, tók stjórn undir sameiginlega ályktun samráðshópsins um að frekari rannsókna væri þörf áður en ákvörðun yrði tekin um skipulag ferðaleiða um svæðið. Í málefninu er varðar leið norðan Dyngjufjalla skilaði samráðshópurinn tvístruðu áliti og svæðisráð Norðursvæðis var einnig klofið í sinni afstöðu. Í því tilviki ákvað stjórn að fara sömu leið og með Vonarskarð, að fara í nánari rannsóknir áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Af þessu má sjá að samráðið hefur skilað okkur vel á veg og niðurstaðan um næstu skref í góðum samhljómi við hagsmunaaðila. Flestar athugasemdir sem bárust í sambandi við stjórnunar- og verndaráætlun um veiðar eru bundnar við austursvæðið. Vegna þessa ákvað stjórnin að fela svæðisráði og þjóðgarðsverði á austursvæði að halda utan um þetta mál í umboði stjórnar með það fyrir augum að vita hvort ekki væri hægt að leiða það til lykta á austursvæðinu. Þegar síðasta vor var farið af stað með samráðsferli. Haldnir hafa verið nokkrir fundir í svæðisráðinu þar sem fengnir hafa verið góðir gestir, m.a. fulltrúar Skotvís, Skaust, Umhverfisstofnunar og hreindýraleiðsögumanna inn á fundi til að ræða mörg þeirra mála sem athugasemdir voru gerðar um. Þann 17. mars síðastliðinn var svo haldið opið málþing um málefnið og heppnaðist sá dagur mjög vel. Tilgangurinn með honum var fyrst og fremst að menn fengju tækifæri til að hittast, segja frá sínum sjónarmiðum, hlusta á önnur sjónarmið og fræðast um mismunandi málefni sem tengjast veiðum. Í framhaldinu mun svæðisráð vinna úr því efni sem safnast hefur og senda inn ályktun til stjórnar nú fyrir vorið. Það er trú mín að þessi tvö samráðsferli skili okkur góðri sátt og að við getum haldið áfram að vinna saman á jákvæðan og uppbyggilegan hátt að því að byggja þjóðgarðinn okkar upp. Ég hvet landsmenn alla til að snúa bökum saman og hlúa vel að þeirri dýrmætu þjóðargersemi sem Vatnajökulsþjóðgarður er og njóta hennar um leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Framundan eru spennandi tímar við uppbyggingu stærsta þjóðgarðs í Evrópu og ég er sannfærð um að með samstilltri vinnu mun okkur takast það verkefni vel! Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður í júní árið 2008 og markmiðið með stofnun hans er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Flestir ættu að geta fallist á þessi markmið, enda Íslendingar í eðli sínu náttúruverndarfólk sem skilur mikilvægi náttúruverndar og hefur unun af ferðalögum í tignarlegri og óspilltri náttúru. Fyrir rétt rúmu ári, þann 28.febrúar, staðfesti Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra fyrstu stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Áætlunin er verkfæri sem þjóðgarðurinn notar meðal annars til að skipuleggja uppbyggingu og þjónustu í garðinum. Í áætluninni er sett fram stefna og framtíðarsýn sem byggir á þremur meginstoðum; náttúruvernd, útivist og byggðaþróun. Mig langar að fara örstutt yfir þessi þrjú atriði og ástæður þess að þau eru rauði þráðurinn í áætluninni. Náttúruvernd, útivist og byggðaþróun Ef ég byrja á náttúruverndinni þá þekkjum við það öll að Vatnajökull og áhrifasvæði hans mynda náttúrufarslega heild sem einkennist af kraftmiklu samspili elds og íss og er alveg einstök, ekki bara á Íslandi heldur einnig á heimsvísu. Okkur ber að vernda þessa stórbrotnu náttúru. En markmiðið með þjóðgarðinum er ekki bara að vernda náttúruna því eins og stendur í lögum um þjóðgarðinn er markmiðið einnig að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem hægt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins. Stór hluti stjórnunar- og verndaráætlunarinnar snýst einmitt um þetta markmið því í henni er áætlun um uppbyggingu aðstöðu og fræðslustarfs í garðinum. Þar er áhersla til dæmis lögð á skipulagningu gönguleiða, reiðleiða og akstursleiða, á fræðslu og upplýsingar við áningarstaði, uppbyggingu göngubrúa og skála, gestastofur, tjaldsvæði og fleira sem þarf til að mæta þörfum útivistarfólks og til að auðvelda því að upplifa þá stórkostlegu náttúru sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Þriðja meginstoðin í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er byggðaþróun. Þjóðgarðurinn nær nú yfir um 13% af landinu og átta sveitarfélög eiga land í garðinum. Allt frá stofnun hefur verið lögð áhersla á að eitt af hlutverkum þjóðgarðsins sé að stuðla að jákvæðri byggðaþróun á grannsvæðum hans. Með því er ekki einungis verið að tala um bein störf við þjóðgarðinn sjálfan heldur ekki síður afleidd störf við ferðaþjónustu og samvinnu þjóðgarðs og einkaaðila um eflingu byggðar. Þjóðgarðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og laðar nú þegar til sín hundruð þúsunda ferðamanna á ári hverju. Með aukinni uppbyggingu og þjónustu mun fjöldi ferðamanna til svæðisins aukast enn frekar og það gerir það að verkum að markaður fyrir gistingu, veitingastaði, handverk og afþreyingu stækkar. Tækifærin eru því fjölmörg og þegar hafa einstaklingar og fyrirtæki í samvinnu við starfsmenn þjóðgarðsins tekið til við að þróa vörur og þjónustu til að efla grundvöll ferðaþjónustunnar. Ég get nefnt sem dæmi ferðaþjónustu sem tengist fuglaskoðun, fjallamennsku og ýmiss konar fræðslu. Lýðræðislegt stjórnkerfi Vatnajökulsþjóðgarður er samvinnuverkefni ríkisins, þeirra átta sveitarfélaga sem eiga land í honum, landeigenda og fjölda annarra hagsmunaaðila. Að stjórn hans og stefnumótun koma með beinum hætti tæplega þrjátíu manns. Þjóðgarðinum er skipt upp í fjögur svæði. Í hverju svæðisráði sitja þrír fulltrúar sveitarfélaga, fulltrúi umhverfissamtaka, fulltrúi útivistarsamtaka og fulltrúi ferðaþjónustunnar. Í stjórn eru, auk formanns og varaformanns, formenn svæðisráða (sem eru allir fulltrúar sinna sveitarfélaga), fulltrúi náttúruverndarsamtaka og áheyrnarfulltrúi útivistarsamtaka. Allir þessir aðilar, að ógleymdu starfsfólki garðsins, komu að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar og samráð var að auki haft við fjölda annarra m.a. sveitarstjórnarmenn, sérfræðinga, fulltrúa stofnana og hagsmunasamtaka. Góð samstaða um stjórnunar- og verndaráætlun Það er óhætt að segja að góð samstaða sé um langflesta þætti stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs, ef undan eru skilin örfá atriði, m.a. nokkur er varða annars vegar samgönguleiðir og hins vegar veiðar innan þjóðgarðsins. Síðasta vor ákvað stjórn garðsins því að setja af stað frekara samráðsferli um þessi tvö málefni. Tilgangurinn með því var að stjórnin gæti fengið bestu mögulegu yfirsýn yfir sjónarmið, rök og hagsmuni í málinu áður en hún tæki ákvörðun um framhaldið. Samráð er í sinni bestu mynd uppbyggileg umræða þar sem fram koma ólík sjónarmið og ræddar eru mismunandi lausnir þar til niðurstaða fæst sem flestir geta sætt sig við. Augljóst er að í flóknum málum eins og skipulagi stórs þjóðgarðs er nánast óhugsandi að allir verði alveg sáttir við alla þætti skipulagsins. Markmiðið er þó að komast eins nálægt því og hægt er. Í samgöngumálunum var sett upp nokkuð umfangsmikið ferli sem innihélt greiningu á hagsmunaaðilum, kynningarfund, fjölmennan opinn fund þar sem lögð voru drög að afmörkun umfjöllunarefna og að lokum yfirferð samráðshóps um málefnin. Samráðshópurinn skilaði metnaðarfullu starfi og sendi niðurstöður sínar til stjórnar í desember síðastliðnum. Stjórn hefur nú farið yfir hvert þeirra 25 mála sem samráðshópurinn tók sérstaklega til umfjöllunar í vinnu sinni. Stjórnin tók í meginatriðum undir ályktanir samráðshópsins í 23 tilvikum. Í einu tilviki til viðbótar, er varðar Vonarskarð, tók stjórn undir sameiginlega ályktun samráðshópsins um að frekari rannsókna væri þörf áður en ákvörðun yrði tekin um skipulag ferðaleiða um svæðið. Í málefninu er varðar leið norðan Dyngjufjalla skilaði samráðshópurinn tvístruðu áliti og svæðisráð Norðursvæðis var einnig klofið í sinni afstöðu. Í því tilviki ákvað stjórn að fara sömu leið og með Vonarskarð, að fara í nánari rannsóknir áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Af þessu má sjá að samráðið hefur skilað okkur vel á veg og niðurstaðan um næstu skref í góðum samhljómi við hagsmunaaðila. Flestar athugasemdir sem bárust í sambandi við stjórnunar- og verndaráætlun um veiðar eru bundnar við austursvæðið. Vegna þessa ákvað stjórnin að fela svæðisráði og þjóðgarðsverði á austursvæði að halda utan um þetta mál í umboði stjórnar með það fyrir augum að vita hvort ekki væri hægt að leiða það til lykta á austursvæðinu. Þegar síðasta vor var farið af stað með samráðsferli. Haldnir hafa verið nokkrir fundir í svæðisráðinu þar sem fengnir hafa verið góðir gestir, m.a. fulltrúar Skotvís, Skaust, Umhverfisstofnunar og hreindýraleiðsögumanna inn á fundi til að ræða mörg þeirra mála sem athugasemdir voru gerðar um. Þann 17. mars síðastliðinn var svo haldið opið málþing um málefnið og heppnaðist sá dagur mjög vel. Tilgangurinn með honum var fyrst og fremst að menn fengju tækifæri til að hittast, segja frá sínum sjónarmiðum, hlusta á önnur sjónarmið og fræðast um mismunandi málefni sem tengjast veiðum. Í framhaldinu mun svæðisráð vinna úr því efni sem safnast hefur og senda inn ályktun til stjórnar nú fyrir vorið. Það er trú mín að þessi tvö samráðsferli skili okkur góðri sátt og að við getum haldið áfram að vinna saman á jákvæðan og uppbyggilegan hátt að því að byggja þjóðgarðinn okkar upp. Ég hvet landsmenn alla til að snúa bökum saman og hlúa vel að þeirri dýrmætu þjóðargersemi sem Vatnajökulsþjóðgarður er og njóta hennar um leið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar