Skjaldborgarráðherrann Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 31. mars 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir (JS) forsætisráðherra skrifaði merkilega grein í Morgunblaðið í nóvember 1996, sem bar nafnið „Ísland eina landið sem verðtryggir skuldir heimilanna“. Greinin er merkileg í ljósi þess að JS hefur haft mörg tækifæri til þess að grípa inn í og afnema verðtrygginguna og breyta kerfinu, sem æðsti yfirmaður Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um árabil og í ríkisstjórn þegar MiFID reglur Evrópusambandsins(ESB) voru lögfestar þann 1. nóvember 2007, með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Þá var innleidd í íslenskan rétt tilskipun ESB um markaði fyrir fjármálagerninga. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. Við þetta var henni skylt að afnema verðtryggingu af neytenda- og húsnæðislánum almennings og bar fjármálamarkaðnum að innleiða nýju reglurnar. JS segir í grein sinni að: „Efnahagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð, að ríkisstjórnin sé föst í gamla verðbólguhugsunarhættinum…“. Heldur hún áfram: „Grænmetisverð eykur skuldir heimilanna[…] Fólkið skilur því ekki hvernig höfuðstóll skuldanna vex sífellt. Er nema von að það skilji ekki ástæðurnar, eins og þegar kartöflur hækkuðu tímabundið í sumar, þá leiddi vísitalan og verðtrygging til þess að skuldir heimilanna jukust um 500 milljónir króna…“. Þáverandi alþingismaður heldur áfram og segir: „Meginniðurstaðan er að verðtrygging er ekki á lánum til heimila í löndum OECD, að Íslandi undanskildu… Skuldir heimila í árslok verða 350 milljarðar króna og hafa aukist á þessu ári um 25 milljarða króna. 90% af lánunum eru verðtryggð, en einungis 10% óverðtryggð. Af hálfu stjórnvalda eru engin áform uppi um að takmarka verðtryggingu lána, umfram það sem þegar hefur verið ákveðið.“ Þetta er allt saman mjög athyglisvert í ljósi þess að hægt er að margfalda vandamálið í dag, en JS segir síðar: „Gjaldþrot heimilanna hafa vaxið gífurlega… Þannig hafa gjaldþrot heimilanna meira en tvöfaldast á tveimur árum. Laun og lífskjör eru hér með því lægsta sem þekkist og vinnutími hvað lengstur. Auk þess þurfa íslensk heimili að búa við verðtryggingu á lánaskuldbindingum sínum sem hvergi þekkist innan landa OECD…“. Að lokum skrifar hún: „Allt þetta ætti nú að skapa forsendur til að afnema verðtryggingu á fjárskuldbindingum heimilanna. En allt kemur fyrir ekki. Rökstuðningur ráðherrans í svari við fyrirspurn minni byggist á gamla verðbólguhugsunarhættinum, sem ríkisstjórnin virðist föst í[…] Það mæla bæði efnahagsleg rök og sanngirni með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð á næstu misserum.“ Svo mörg voru þau orð, en JS er fyrrverandi félagsmálaráðherra á árunum 1987-1994 og 2007-2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008-2009 og forsætisráðherra síðan 2009, og bar hún ábyrgð á ÍLS. JS átti sæti í ríkisfjármálanefnd ríkisstjórnar, svokallaðri súperráðherranefnd Geirs H. Haarde, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Mathiesen, og stóð að yfirlýsingunni, sem gefin var út í tengslum við lánafyrirgreiðslu norrænu seðlabankanna vorið 2008. Með yfirlýsingunni skuldbatt íslenska ríkisstjórnin sig til að grípa til aðgerða, m.a. að draga úr útlánum ÍLS. Þetta var eitt af skilyrðunum, sem norrænir seðlabankar settu fyrir fyrirgreiðslunni. Ríkisstjórn Íslands stóð ekki við loforð sín, sem leiddi til þess að mikil tortryggni ríkti í garð Íslands um haustið 2008 og efnahagskerfi Íslands hrundi. JS lét stóraukin útlán ÍLS sig litlu varða sumarið 2008 þrátt fyrir gefin loforð í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þann 27. október 2008 skipaði svo JS fimm manna sérfræðinganefnd sem falið var að skoða leiðir til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur og formaður ASÍ var formaður nefndarinnar. Þegar neyðarlögin voru til umræðu á Alþingi 6. október 2008 var uppi krafa um að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi tímabundið. Þáverandi forsætisráðherra fól JS að skoða tillöguna um að taka verðtrygginguna úr sambandi en ekkert var gert. Höfuðábyrgðina á slæmri skuldastöðu heimilanna í dag bera Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Jóhanna Sigurðardóttir. Þau hafa tekið stöðu með fjármálafyrirtækjunum gegn almenningi. Verðtryggingin hefur lagst af fullum þunga á skuldsett heimili landsins, en fjármagnseigendur eru varðir að fullu. Ólöglegt er að selja almennum fjárfestum samkvæmt MiFID neytendalöggjöfinni afleiður, sem verðtryggð neytenda- og íbúðalán án alls vafa flokkast undir. Staðreyndin er sú að verðtryggð húsnæðislán til heimilanna hafa hækkað um meira en 40% frá 1. nóv. 2007 plús vexti á meðan það eru eingöngu vextir og engin verðtrygging á húsnæðislánum annars staðar í heiminum. Ekki er líklegt að einhver önnur þjóð í heiminum láti bjóða sér svona fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir (JS) forsætisráðherra skrifaði merkilega grein í Morgunblaðið í nóvember 1996, sem bar nafnið „Ísland eina landið sem verðtryggir skuldir heimilanna“. Greinin er merkileg í ljósi þess að JS hefur haft mörg tækifæri til þess að grípa inn í og afnema verðtrygginguna og breyta kerfinu, sem æðsti yfirmaður Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um árabil og í ríkisstjórn þegar MiFID reglur Evrópusambandsins(ESB) voru lögfestar þann 1. nóvember 2007, með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Þá var innleidd í íslenskan rétt tilskipun ESB um markaði fyrir fjármálagerninga. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. Við þetta var henni skylt að afnema verðtryggingu af neytenda- og húsnæðislánum almennings og bar fjármálamarkaðnum að innleiða nýju reglurnar. JS segir í grein sinni að: „Efnahagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð, að ríkisstjórnin sé föst í gamla verðbólguhugsunarhættinum…“. Heldur hún áfram: „Grænmetisverð eykur skuldir heimilanna[…] Fólkið skilur því ekki hvernig höfuðstóll skuldanna vex sífellt. Er nema von að það skilji ekki ástæðurnar, eins og þegar kartöflur hækkuðu tímabundið í sumar, þá leiddi vísitalan og verðtrygging til þess að skuldir heimilanna jukust um 500 milljónir króna…“. Þáverandi alþingismaður heldur áfram og segir: „Meginniðurstaðan er að verðtrygging er ekki á lánum til heimila í löndum OECD, að Íslandi undanskildu… Skuldir heimila í árslok verða 350 milljarðar króna og hafa aukist á þessu ári um 25 milljarða króna. 90% af lánunum eru verðtryggð, en einungis 10% óverðtryggð. Af hálfu stjórnvalda eru engin áform uppi um að takmarka verðtryggingu lána, umfram það sem þegar hefur verið ákveðið.“ Þetta er allt saman mjög athyglisvert í ljósi þess að hægt er að margfalda vandamálið í dag, en JS segir síðar: „Gjaldþrot heimilanna hafa vaxið gífurlega… Þannig hafa gjaldþrot heimilanna meira en tvöfaldast á tveimur árum. Laun og lífskjör eru hér með því lægsta sem þekkist og vinnutími hvað lengstur. Auk þess þurfa íslensk heimili að búa við verðtryggingu á lánaskuldbindingum sínum sem hvergi þekkist innan landa OECD…“. Að lokum skrifar hún: „Allt þetta ætti nú að skapa forsendur til að afnema verðtryggingu á fjárskuldbindingum heimilanna. En allt kemur fyrir ekki. Rökstuðningur ráðherrans í svari við fyrirspurn minni byggist á gamla verðbólguhugsunarhættinum, sem ríkisstjórnin virðist föst í[…] Það mæla bæði efnahagsleg rök og sanngirni með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð á næstu misserum.“ Svo mörg voru þau orð, en JS er fyrrverandi félagsmálaráðherra á árunum 1987-1994 og 2007-2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008-2009 og forsætisráðherra síðan 2009, og bar hún ábyrgð á ÍLS. JS átti sæti í ríkisfjármálanefnd ríkisstjórnar, svokallaðri súperráðherranefnd Geirs H. Haarde, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Mathiesen, og stóð að yfirlýsingunni, sem gefin var út í tengslum við lánafyrirgreiðslu norrænu seðlabankanna vorið 2008. Með yfirlýsingunni skuldbatt íslenska ríkisstjórnin sig til að grípa til aðgerða, m.a. að draga úr útlánum ÍLS. Þetta var eitt af skilyrðunum, sem norrænir seðlabankar settu fyrir fyrirgreiðslunni. Ríkisstjórn Íslands stóð ekki við loforð sín, sem leiddi til þess að mikil tortryggni ríkti í garð Íslands um haustið 2008 og efnahagskerfi Íslands hrundi. JS lét stóraukin útlán ÍLS sig litlu varða sumarið 2008 þrátt fyrir gefin loforð í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þann 27. október 2008 skipaði svo JS fimm manna sérfræðinganefnd sem falið var að skoða leiðir til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur og formaður ASÍ var formaður nefndarinnar. Þegar neyðarlögin voru til umræðu á Alþingi 6. október 2008 var uppi krafa um að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi tímabundið. Þáverandi forsætisráðherra fól JS að skoða tillöguna um að taka verðtrygginguna úr sambandi en ekkert var gert. Höfuðábyrgðina á slæmri skuldastöðu heimilanna í dag bera Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Jóhanna Sigurðardóttir. Þau hafa tekið stöðu með fjármálafyrirtækjunum gegn almenningi. Verðtryggingin hefur lagst af fullum þunga á skuldsett heimili landsins, en fjármagnseigendur eru varðir að fullu. Ólöglegt er að selja almennum fjárfestum samkvæmt MiFID neytendalöggjöfinni afleiður, sem verðtryggð neytenda- og íbúðalán án alls vafa flokkast undir. Staðreyndin er sú að verðtryggð húsnæðislán til heimilanna hafa hækkað um meira en 40% frá 1. nóv. 2007 plús vexti á meðan það eru eingöngu vextir og engin verðtrygging á húsnæðislánum annars staðar í heiminum. Ekki er líklegt að einhver önnur þjóð í heiminum láti bjóða sér svona fyrirkomulag.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun