Mér er mismunað Anna Helga Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Ég er beitt misrétti af hálfu meirihluta borgarstjórnar, Besta flokksins og Samfylkingar. Af því að ég er leikskólakennari og félagi í Félagi leikskólakennara ætlar borgin að fella niður greiðslur vegna yfirvinnu sem ég hef fengið greidda fyrir að matast með börnunum í leikskólanum og vinna í matartímanum mínum. Samstarfsfólk mitt sem situr á næsta borði fær áfram greitt fyrir að sleppa því að fara í matarhlé og borða með börnunum. Á morgun, 1. apríl, tekur uppsögn á 2,5 klst. eftirvinnutímum (svokölluðu neysluhléi) gildi hjá félögum í Félagi leikskólakennara. Þessu svokallaða neysluhléi var komið á árið 2007 af borgarstjórn Dags B. Eggertssonar til þess að mæta mikilli starfsmannaeklu í leikskólum borgarinnar. Í þessu felst viðurkenning á því að starfsfólk leikskóla sem matast með börnunum og kemst ekki í matarhlé á milli hálf tólf og hálf tvö fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði. Það kynnu sjálfsagt margir að halda það sjálfsagt mál að greiða starfsfólki aukalega fyrir að vinna í matartíma sínum og taka ekki matarhlé en það er nú ekki svo. Einungis Hafnarfjörður og Húsavík fylgdu fordæmi Reykjavíkurborgar í þessu máli og borguðu leikskólastarfsfólki sínu þessa aukatíma. Fljótlega eftir efnahagshrun var það tekið af í Hafnarfirði en borgarstjórn Reykjavíkur „stóð vörð um neysluhléið“ og gekk svo langt að þegar 24 leikskólar voru sameinaðir í 11 á síðasta ári mátti oft heyra í rökstuðningi meirihlutans að þannig væri hægt að standa vörð um neysluhléið. Jafnframt héldu borgarfulltrúar meirihlutans því fram að það væri alls ekki í kortunum að leggja neysluhléið niður þó svo að það myndi vissulega spara borginni töluverðar fjárhæðir. Það kom okkur leikskólakennurum því verulega í opna skjöldu þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tilkynnti í nóvember síðastliðnum að segja ætti leikskólakennurum og takið eftir, aðeins leikskólakennurum, upp neysluhléinu í þrepum samfara launahækkunum nýundirritaðs kjarasamnings. Það sem kemur mest á óvart í þessu máli er að meirihlutinn ætlar að fara þá ósanngjörnu og ómerkilegu leið að segja einungis einni fagstétt leikskólastarfsfólks upp þessu svokallaða neysluhléi en ekki öðrum en þetta er allt fólk með misjafna starfsreynslu og menntun en vinnur saman hlið við hlið að sömu störfum. Og ekki misskilja mig, ég gleðst sannarlega með öðru leikskólastarfsfólki sem fær áfram greitt neysluhléið og enginn okkar sem vinnum í leikskólum borgarinnar er of vel að launum okkar kominn. Með þessum aðgerðum meirihlutans erum ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara í Reykjavík beitt hróplegu misrétti og ójafnræði. Í fyrstu var rökstuðningur meirihlutans fyrir þessari aðgerð sá að Félag leikskólakennara hafi í ágúst 2011 gert mjög góðan kjarasamning og að það hafi alltaf verið skilningur allra sem við samningsborðið sátu að í kjölfar þess góða samnings myndi neysluhléið falla niður. Nú hefur komið fram í fjölmiðlum og meirihlutinn viðurkennt að það var alls ekki skilningur samningsaðila að fella ætti niður neysluhléið í kjölfar samningsins, heldur þvert á móti stóð til að leiðrétta starfskjör leikskólakennara í samræmi við starfskjör viðmiðunarstétta. Jafnræðisregluna þekkja borgarfulltrúar meirihlutans mæta vel og hafa oftsinnis flaggað henni í máli sínu, sem dæmi má nefna þegar forgangur barna leikskólastarfsfólks var afnuminn en eitthvað virðast þeir hafa gleymt henni í þetta skiptið en hún styður algjörlega mál mitt. Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómálefnaleg. Hér er orðið ómálefnaleg lykilorðið því þessi mismunun sem ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara verðum fyrir er með algjörlega ómálefnalegum rökstuðningi. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar vill meina að vegna þess að Félag leikskólakennara hafi gert svo góðan kjarasamning í ágúst 2011 sé frekar hægt að lækka laun mín en Gunnu sem er félagi í Þroskaþjálfafélaginu og starfar við hliðina á mér við sömu störf í matartímanum. Þetta er vissulega launalækkun og fyrir mér er þetta svipað og að segja að Gunna sem er í hjónabandi þoli að fá lægri laun en Bára sem er einhleyp. Klárlega náðust viðunandi kjarasamningar í ágúst á síðasta ári, en ennþá erum við leikskólakennarar með lægst launuðu háskólastéttum landsins og lægst launaða kennarastétt landsins. Að sjálfsögðu eigum við að fá greitt fyrir að komast ekki í matarhlé líkt og samstarfsfélagar okkar. Þetta er algjört sanngirnismál sem borgin ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta. Ég vil að lokum minna borgaryfirvöld á að einungis 33% starfsfólks hjá leikskólum Reykjavíkur eru menntaðir leikskólakennarar, með því lægsta sem þekkist hér á landi og þörf er á átaki til þess að efla leikskólann og það starfsumhverfi sem borgin býður starfsfólki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er beitt misrétti af hálfu meirihluta borgarstjórnar, Besta flokksins og Samfylkingar. Af því að ég er leikskólakennari og félagi í Félagi leikskólakennara ætlar borgin að fella niður greiðslur vegna yfirvinnu sem ég hef fengið greidda fyrir að matast með börnunum í leikskólanum og vinna í matartímanum mínum. Samstarfsfólk mitt sem situr á næsta borði fær áfram greitt fyrir að sleppa því að fara í matarhlé og borða með börnunum. Á morgun, 1. apríl, tekur uppsögn á 2,5 klst. eftirvinnutímum (svokölluðu neysluhléi) gildi hjá félögum í Félagi leikskólakennara. Þessu svokallaða neysluhléi var komið á árið 2007 af borgarstjórn Dags B. Eggertssonar til þess að mæta mikilli starfsmannaeklu í leikskólum borgarinnar. Í þessu felst viðurkenning á því að starfsfólk leikskóla sem matast með börnunum og kemst ekki í matarhlé á milli hálf tólf og hálf tvö fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði. Það kynnu sjálfsagt margir að halda það sjálfsagt mál að greiða starfsfólki aukalega fyrir að vinna í matartíma sínum og taka ekki matarhlé en það er nú ekki svo. Einungis Hafnarfjörður og Húsavík fylgdu fordæmi Reykjavíkurborgar í þessu máli og borguðu leikskólastarfsfólki sínu þessa aukatíma. Fljótlega eftir efnahagshrun var það tekið af í Hafnarfirði en borgarstjórn Reykjavíkur „stóð vörð um neysluhléið“ og gekk svo langt að þegar 24 leikskólar voru sameinaðir í 11 á síðasta ári mátti oft heyra í rökstuðningi meirihlutans að þannig væri hægt að standa vörð um neysluhléið. Jafnframt héldu borgarfulltrúar meirihlutans því fram að það væri alls ekki í kortunum að leggja neysluhléið niður þó svo að það myndi vissulega spara borginni töluverðar fjárhæðir. Það kom okkur leikskólakennurum því verulega í opna skjöldu þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tilkynnti í nóvember síðastliðnum að segja ætti leikskólakennurum og takið eftir, aðeins leikskólakennurum, upp neysluhléinu í þrepum samfara launahækkunum nýundirritaðs kjarasamnings. Það sem kemur mest á óvart í þessu máli er að meirihlutinn ætlar að fara þá ósanngjörnu og ómerkilegu leið að segja einungis einni fagstétt leikskólastarfsfólks upp þessu svokallaða neysluhléi en ekki öðrum en þetta er allt fólk með misjafna starfsreynslu og menntun en vinnur saman hlið við hlið að sömu störfum. Og ekki misskilja mig, ég gleðst sannarlega með öðru leikskólastarfsfólki sem fær áfram greitt neysluhléið og enginn okkar sem vinnum í leikskólum borgarinnar er of vel að launum okkar kominn. Með þessum aðgerðum meirihlutans erum ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara í Reykjavík beitt hróplegu misrétti og ójafnræði. Í fyrstu var rökstuðningur meirihlutans fyrir þessari aðgerð sá að Félag leikskólakennara hafi í ágúst 2011 gert mjög góðan kjarasamning og að það hafi alltaf verið skilningur allra sem við samningsborðið sátu að í kjölfar þess góða samnings myndi neysluhléið falla niður. Nú hefur komið fram í fjölmiðlum og meirihlutinn viðurkennt að það var alls ekki skilningur samningsaðila að fella ætti niður neysluhléið í kjölfar samningsins, heldur þvert á móti stóð til að leiðrétta starfskjör leikskólakennara í samræmi við starfskjör viðmiðunarstétta. Jafnræðisregluna þekkja borgarfulltrúar meirihlutans mæta vel og hafa oftsinnis flaggað henni í máli sínu, sem dæmi má nefna þegar forgangur barna leikskólastarfsfólks var afnuminn en eitthvað virðast þeir hafa gleymt henni í þetta skiptið en hún styður algjörlega mál mitt. Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómálefnaleg. Hér er orðið ómálefnaleg lykilorðið því þessi mismunun sem ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara verðum fyrir er með algjörlega ómálefnalegum rökstuðningi. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar vill meina að vegna þess að Félag leikskólakennara hafi gert svo góðan kjarasamning í ágúst 2011 sé frekar hægt að lækka laun mín en Gunnu sem er félagi í Þroskaþjálfafélaginu og starfar við hliðina á mér við sömu störf í matartímanum. Þetta er vissulega launalækkun og fyrir mér er þetta svipað og að segja að Gunna sem er í hjónabandi þoli að fá lægri laun en Bára sem er einhleyp. Klárlega náðust viðunandi kjarasamningar í ágúst á síðasta ári, en ennþá erum við leikskólakennarar með lægst launuðu háskólastéttum landsins og lægst launaða kennarastétt landsins. Að sjálfsögðu eigum við að fá greitt fyrir að komast ekki í matarhlé líkt og samstarfsfélagar okkar. Þetta er algjört sanngirnismál sem borgin ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta. Ég vil að lokum minna borgaryfirvöld á að einungis 33% starfsfólks hjá leikskólum Reykjavíkur eru menntaðir leikskólakennarar, með því lægsta sem þekkist hér á landi og þörf er á átaki til þess að efla leikskólann og það starfsumhverfi sem borgin býður starfsfólki sínu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun