Mér er mismunað Anna Helga Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Ég er beitt misrétti af hálfu meirihluta borgarstjórnar, Besta flokksins og Samfylkingar. Af því að ég er leikskólakennari og félagi í Félagi leikskólakennara ætlar borgin að fella niður greiðslur vegna yfirvinnu sem ég hef fengið greidda fyrir að matast með börnunum í leikskólanum og vinna í matartímanum mínum. Samstarfsfólk mitt sem situr á næsta borði fær áfram greitt fyrir að sleppa því að fara í matarhlé og borða með börnunum. Á morgun, 1. apríl, tekur uppsögn á 2,5 klst. eftirvinnutímum (svokölluðu neysluhléi) gildi hjá félögum í Félagi leikskólakennara. Þessu svokallaða neysluhléi var komið á árið 2007 af borgarstjórn Dags B. Eggertssonar til þess að mæta mikilli starfsmannaeklu í leikskólum borgarinnar. Í þessu felst viðurkenning á því að starfsfólk leikskóla sem matast með börnunum og kemst ekki í matarhlé á milli hálf tólf og hálf tvö fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði. Það kynnu sjálfsagt margir að halda það sjálfsagt mál að greiða starfsfólki aukalega fyrir að vinna í matartíma sínum og taka ekki matarhlé en það er nú ekki svo. Einungis Hafnarfjörður og Húsavík fylgdu fordæmi Reykjavíkurborgar í þessu máli og borguðu leikskólastarfsfólki sínu þessa aukatíma. Fljótlega eftir efnahagshrun var það tekið af í Hafnarfirði en borgarstjórn Reykjavíkur „stóð vörð um neysluhléið“ og gekk svo langt að þegar 24 leikskólar voru sameinaðir í 11 á síðasta ári mátti oft heyra í rökstuðningi meirihlutans að þannig væri hægt að standa vörð um neysluhléið. Jafnframt héldu borgarfulltrúar meirihlutans því fram að það væri alls ekki í kortunum að leggja neysluhléið niður þó svo að það myndi vissulega spara borginni töluverðar fjárhæðir. Það kom okkur leikskólakennurum því verulega í opna skjöldu þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tilkynnti í nóvember síðastliðnum að segja ætti leikskólakennurum og takið eftir, aðeins leikskólakennurum, upp neysluhléinu í þrepum samfara launahækkunum nýundirritaðs kjarasamnings. Það sem kemur mest á óvart í þessu máli er að meirihlutinn ætlar að fara þá ósanngjörnu og ómerkilegu leið að segja einungis einni fagstétt leikskólastarfsfólks upp þessu svokallaða neysluhléi en ekki öðrum en þetta er allt fólk með misjafna starfsreynslu og menntun en vinnur saman hlið við hlið að sömu störfum. Og ekki misskilja mig, ég gleðst sannarlega með öðru leikskólastarfsfólki sem fær áfram greitt neysluhléið og enginn okkar sem vinnum í leikskólum borgarinnar er of vel að launum okkar kominn. Með þessum aðgerðum meirihlutans erum ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara í Reykjavík beitt hróplegu misrétti og ójafnræði. Í fyrstu var rökstuðningur meirihlutans fyrir þessari aðgerð sá að Félag leikskólakennara hafi í ágúst 2011 gert mjög góðan kjarasamning og að það hafi alltaf verið skilningur allra sem við samningsborðið sátu að í kjölfar þess góða samnings myndi neysluhléið falla niður. Nú hefur komið fram í fjölmiðlum og meirihlutinn viðurkennt að það var alls ekki skilningur samningsaðila að fella ætti niður neysluhléið í kjölfar samningsins, heldur þvert á móti stóð til að leiðrétta starfskjör leikskólakennara í samræmi við starfskjör viðmiðunarstétta. Jafnræðisregluna þekkja borgarfulltrúar meirihlutans mæta vel og hafa oftsinnis flaggað henni í máli sínu, sem dæmi má nefna þegar forgangur barna leikskólastarfsfólks var afnuminn en eitthvað virðast þeir hafa gleymt henni í þetta skiptið en hún styður algjörlega mál mitt. Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómálefnaleg. Hér er orðið ómálefnaleg lykilorðið því þessi mismunun sem ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara verðum fyrir er með algjörlega ómálefnalegum rökstuðningi. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar vill meina að vegna þess að Félag leikskólakennara hafi gert svo góðan kjarasamning í ágúst 2011 sé frekar hægt að lækka laun mín en Gunnu sem er félagi í Þroskaþjálfafélaginu og starfar við hliðina á mér við sömu störf í matartímanum. Þetta er vissulega launalækkun og fyrir mér er þetta svipað og að segja að Gunna sem er í hjónabandi þoli að fá lægri laun en Bára sem er einhleyp. Klárlega náðust viðunandi kjarasamningar í ágúst á síðasta ári, en ennþá erum við leikskólakennarar með lægst launuðu háskólastéttum landsins og lægst launaða kennarastétt landsins. Að sjálfsögðu eigum við að fá greitt fyrir að komast ekki í matarhlé líkt og samstarfsfélagar okkar. Þetta er algjört sanngirnismál sem borgin ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta. Ég vil að lokum minna borgaryfirvöld á að einungis 33% starfsfólks hjá leikskólum Reykjavíkur eru menntaðir leikskólakennarar, með því lægsta sem þekkist hér á landi og þörf er á átaki til þess að efla leikskólann og það starfsumhverfi sem borgin býður starfsfólki sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Ég er beitt misrétti af hálfu meirihluta borgarstjórnar, Besta flokksins og Samfylkingar. Af því að ég er leikskólakennari og félagi í Félagi leikskólakennara ætlar borgin að fella niður greiðslur vegna yfirvinnu sem ég hef fengið greidda fyrir að matast með börnunum í leikskólanum og vinna í matartímanum mínum. Samstarfsfólk mitt sem situr á næsta borði fær áfram greitt fyrir að sleppa því að fara í matarhlé og borða með börnunum. Á morgun, 1. apríl, tekur uppsögn á 2,5 klst. eftirvinnutímum (svokölluðu neysluhléi) gildi hjá félögum í Félagi leikskólakennara. Þessu svokallaða neysluhléi var komið á árið 2007 af borgarstjórn Dags B. Eggertssonar til þess að mæta mikilli starfsmannaeklu í leikskólum borgarinnar. Í þessu felst viðurkenning á því að starfsfólk leikskóla sem matast með börnunum og kemst ekki í matarhlé á milli hálf tólf og hálf tvö fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði. Það kynnu sjálfsagt margir að halda það sjálfsagt mál að greiða starfsfólki aukalega fyrir að vinna í matartíma sínum og taka ekki matarhlé en það er nú ekki svo. Einungis Hafnarfjörður og Húsavík fylgdu fordæmi Reykjavíkurborgar í þessu máli og borguðu leikskólastarfsfólki sínu þessa aukatíma. Fljótlega eftir efnahagshrun var það tekið af í Hafnarfirði en borgarstjórn Reykjavíkur „stóð vörð um neysluhléið“ og gekk svo langt að þegar 24 leikskólar voru sameinaðir í 11 á síðasta ári mátti oft heyra í rökstuðningi meirihlutans að þannig væri hægt að standa vörð um neysluhléið. Jafnframt héldu borgarfulltrúar meirihlutans því fram að það væri alls ekki í kortunum að leggja neysluhléið niður þó svo að það myndi vissulega spara borginni töluverðar fjárhæðir. Það kom okkur leikskólakennurum því verulega í opna skjöldu þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tilkynnti í nóvember síðastliðnum að segja ætti leikskólakennurum og takið eftir, aðeins leikskólakennurum, upp neysluhléinu í þrepum samfara launahækkunum nýundirritaðs kjarasamnings. Það sem kemur mest á óvart í þessu máli er að meirihlutinn ætlar að fara þá ósanngjörnu og ómerkilegu leið að segja einungis einni fagstétt leikskólastarfsfólks upp þessu svokallaða neysluhléi en ekki öðrum en þetta er allt fólk með misjafna starfsreynslu og menntun en vinnur saman hlið við hlið að sömu störfum. Og ekki misskilja mig, ég gleðst sannarlega með öðru leikskólastarfsfólki sem fær áfram greitt neysluhléið og enginn okkar sem vinnum í leikskólum borgarinnar er of vel að launum okkar kominn. Með þessum aðgerðum meirihlutans erum ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara í Reykjavík beitt hróplegu misrétti og ójafnræði. Í fyrstu var rökstuðningur meirihlutans fyrir þessari aðgerð sá að Félag leikskólakennara hafi í ágúst 2011 gert mjög góðan kjarasamning og að það hafi alltaf verið skilningur allra sem við samningsborðið sátu að í kjölfar þess góða samnings myndi neysluhléið falla niður. Nú hefur komið fram í fjölmiðlum og meirihlutinn viðurkennt að það var alls ekki skilningur samningsaðila að fella ætti niður neysluhléið í kjölfar samningsins, heldur þvert á móti stóð til að leiðrétta starfskjör leikskólakennara í samræmi við starfskjör viðmiðunarstétta. Jafnræðisregluna þekkja borgarfulltrúar meirihlutans mæta vel og hafa oftsinnis flaggað henni í máli sínu, sem dæmi má nefna þegar forgangur barna leikskólastarfsfólks var afnuminn en eitthvað virðast þeir hafa gleymt henni í þetta skiptið en hún styður algjörlega mál mitt. Jafnræðisregluna er að finna í 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og hljómar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómálefnaleg. Hér er orðið ómálefnaleg lykilorðið því þessi mismunun sem ég og aðrir félagar í Félagi leikskólakennara verðum fyrir er með algjörlega ómálefnalegum rökstuðningi. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar vill meina að vegna þess að Félag leikskólakennara hafi gert svo góðan kjarasamning í ágúst 2011 sé frekar hægt að lækka laun mín en Gunnu sem er félagi í Þroskaþjálfafélaginu og starfar við hliðina á mér við sömu störf í matartímanum. Þetta er vissulega launalækkun og fyrir mér er þetta svipað og að segja að Gunna sem er í hjónabandi þoli að fá lægri laun en Bára sem er einhleyp. Klárlega náðust viðunandi kjarasamningar í ágúst á síðasta ári, en ennþá erum við leikskólakennarar með lægst launuðu háskólastéttum landsins og lægst launaða kennarastétt landsins. Að sjálfsögðu eigum við að fá greitt fyrir að komast ekki í matarhlé líkt og samstarfsfélagar okkar. Þetta er algjört sanngirnismál sem borgin ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta. Ég vil að lokum minna borgaryfirvöld á að einungis 33% starfsfólks hjá leikskólum Reykjavíkur eru menntaðir leikskólakennarar, með því lægsta sem þekkist hér á landi og þörf er á átaki til þess að efla leikskólann og það starfsumhverfi sem borgin býður starfsfólki sínu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun