Staða lífeyrismála Guðmundur Gunnarsson skrifar 31. mars 2012 06:00 Þessa dagana er rætt um framtíð lífeyriskerfisins. Við stofnun almennu lífeyrissjóðanna upp úr 1965 var réttindakerfið reist á þeirri forsendu að lífeyrisþegar ættu tryggan lífeyri sem næmi um 72% af meðalárstekjum, tengdum við verðlagsvísitölu. Um 25% ellilífeyris kæmi frá ríkinu, iðgjald í lífeyrissjóð var miðað við að sjóðirnir tryggðu 57% af dagvinnutekjum launafólks. Stjórnmálamenn hafa á síðustu áratugum sótt auknar tekjur í ríkissjóð með því að auka tekjutengingar í bótakerfinu og þar með minnka hlut Tryggingastofnunar í bótakerfinu. Þetta er komið svo langt að þátttaka TR í lífeyri einstaklings með 75 þús. kr. greiðslur úr lífeyrissjóði skerðist um sömu upphæð. Inngrip stjórnmálamanna í kerfið hefur haft ákaflega letjandi áhrif á þátttöku fólks í lífeyriskerfinu og framkallar vaxandi þátttöku í neðanjarðarhagkerfinu og undanskotum í kostnaðarþátttöku til velferðarkerfisins. Um er að ræða umtalsverðar fjárhæðir, ef frítekjumarkið væri t.d. hækkað upp í 20 þús. kr. myndi upptaka ríkisins á lífeyrisgreiðslum frá lífeyrissjóðum minnka um 3 milljarða. Nokkrir halda því fram að lækka eigi ávöxtunarviðmiðið úr 3,5%, ekki síst stjórnmálamenn sem vilja sækja fé til lífeyrissjóðanna á neikvæðum vöxtum til þess að standa við kosningaloforðin. Þetta myndi ekki breyta miklu hjá þeim sem eru þegar á lífeyri eða eru að nálgast þann aldur, en hefði aftur á móti gríðarleg áhrif hjá ungu fólki. T.d. myndi væntanlegur lífeyrir fólks sem er í dag innan við 35 ára skerðast um 25% ef farið væri með ávöxtunarviðmiðið niður um 0,5% eða í 3%. Ástæða er til að benda sérstaklega á að á Íslandi er ávöxtunarkrafan lág sé litið til annarra landa með uppsöfnunarlífeyriskerfi, t.d. er ávöxtunarkrafa í Bandaríkjunum 4,35%. Í þessu sambandi væri mikið eðlilegra og heilbrigðara að lífeyrissjóðirnir byðu sínum sjóðsfélögum sérstök lán á vildarkjörum til þess að kaupa sína fyrstu íbúð. Fram hafa komið hugmyndir um að fella niður uppsöfnunarkerfi og taka upp gegnumstreymiskerfi. Ef tryggja á samsvarandi lífeyri, örorkubætur, makalífeyri og barnabætur og uppsöfnunarlífeyriskerfið er að greiða í dag, þarf iðgjald í gegnumstreymiskerfi að vera 36%. Ef sú leið væri farin má reikna með að núverandi iðgjald væri óbreytt, en það myndi kalla á að framlag ríkissjóðs inn í kerfið þyrfti að vera vel ríflega það sem kemur inn með núverandi iðgjaldi. Þetta er ekki flókið því liðlega helmingur þess sem lífeyrisþegi fær útgreitt eru vextir og vaxtavextir af sparnaði hans í uppsöfnunarsjóð. Nokkrir, þar á meðal ráðherrar, ræða um að sameina eigi alla lífeyrissjóðina í einn. Ef þetta verður gert er ekki komist hjá því að taka ákvörðun um hvort ætlunin sé að skerða réttindi hjá einhverjum hópum, eða jafna réttindi allra við það besta. Eðli málsins samkvæmt er ekki framkvæmanlegt að jafna réttindin nema að hækka iðgjöldin umtalsvert hjá þeim sem búa við lakari réttindi. Tryggingarfræðilega séð eru hópar á vinnumarkaði ákaflega mismunandi. Þar er að finna ástæðu þess að sumir sjóðir geta verið með mun dýrari réttindakerfi en aðrir. Ef lífeyrissjóðirnir á almenna markaðnum yrðu t.d. sameinaðir án þess að iðgjald væri hækkað, myndi það valda allt að 20% skerðingu á réttindum í sumum lífeyrissjóðanna, þá sérstaklega iðnaðarmannasjóðunum. Með öðrum orðum; það væri þá verið að flytja umtalsverðar eignir frá einum hópi til annarra, ásamt umtalsverðum flutningi á fjármunum milli kynslóða. Í þessu sambandi er ástæða að benda á að Fjármálaeftirlitið hefur gefið það út að til þess að standa undir óbreyttu kerfi opinberu sjóðanna, þurfi að hækka iðgjald upp í 19% eigi þeir að vera sjálfbærir. Það þýðir að ef jafna á öll lífeyrisréttindi án þess að staða nokkurs hóps væri skert þyrfti að hækka iðgjöld umtalsvert, eða allt að 7%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt um framtíð lífeyriskerfisins. Við stofnun almennu lífeyrissjóðanna upp úr 1965 var réttindakerfið reist á þeirri forsendu að lífeyrisþegar ættu tryggan lífeyri sem næmi um 72% af meðalárstekjum, tengdum við verðlagsvísitölu. Um 25% ellilífeyris kæmi frá ríkinu, iðgjald í lífeyrissjóð var miðað við að sjóðirnir tryggðu 57% af dagvinnutekjum launafólks. Stjórnmálamenn hafa á síðustu áratugum sótt auknar tekjur í ríkissjóð með því að auka tekjutengingar í bótakerfinu og þar með minnka hlut Tryggingastofnunar í bótakerfinu. Þetta er komið svo langt að þátttaka TR í lífeyri einstaklings með 75 þús. kr. greiðslur úr lífeyrissjóði skerðist um sömu upphæð. Inngrip stjórnmálamanna í kerfið hefur haft ákaflega letjandi áhrif á þátttöku fólks í lífeyriskerfinu og framkallar vaxandi þátttöku í neðanjarðarhagkerfinu og undanskotum í kostnaðarþátttöku til velferðarkerfisins. Um er að ræða umtalsverðar fjárhæðir, ef frítekjumarkið væri t.d. hækkað upp í 20 þús. kr. myndi upptaka ríkisins á lífeyrisgreiðslum frá lífeyrissjóðum minnka um 3 milljarða. Nokkrir halda því fram að lækka eigi ávöxtunarviðmiðið úr 3,5%, ekki síst stjórnmálamenn sem vilja sækja fé til lífeyrissjóðanna á neikvæðum vöxtum til þess að standa við kosningaloforðin. Þetta myndi ekki breyta miklu hjá þeim sem eru þegar á lífeyri eða eru að nálgast þann aldur, en hefði aftur á móti gríðarleg áhrif hjá ungu fólki. T.d. myndi væntanlegur lífeyrir fólks sem er í dag innan við 35 ára skerðast um 25% ef farið væri með ávöxtunarviðmiðið niður um 0,5% eða í 3%. Ástæða er til að benda sérstaklega á að á Íslandi er ávöxtunarkrafan lág sé litið til annarra landa með uppsöfnunarlífeyriskerfi, t.d. er ávöxtunarkrafa í Bandaríkjunum 4,35%. Í þessu sambandi væri mikið eðlilegra og heilbrigðara að lífeyrissjóðirnir byðu sínum sjóðsfélögum sérstök lán á vildarkjörum til þess að kaupa sína fyrstu íbúð. Fram hafa komið hugmyndir um að fella niður uppsöfnunarkerfi og taka upp gegnumstreymiskerfi. Ef tryggja á samsvarandi lífeyri, örorkubætur, makalífeyri og barnabætur og uppsöfnunarlífeyriskerfið er að greiða í dag, þarf iðgjald í gegnumstreymiskerfi að vera 36%. Ef sú leið væri farin má reikna með að núverandi iðgjald væri óbreytt, en það myndi kalla á að framlag ríkissjóðs inn í kerfið þyrfti að vera vel ríflega það sem kemur inn með núverandi iðgjaldi. Þetta er ekki flókið því liðlega helmingur þess sem lífeyrisþegi fær útgreitt eru vextir og vaxtavextir af sparnaði hans í uppsöfnunarsjóð. Nokkrir, þar á meðal ráðherrar, ræða um að sameina eigi alla lífeyrissjóðina í einn. Ef þetta verður gert er ekki komist hjá því að taka ákvörðun um hvort ætlunin sé að skerða réttindi hjá einhverjum hópum, eða jafna réttindi allra við það besta. Eðli málsins samkvæmt er ekki framkvæmanlegt að jafna réttindin nema að hækka iðgjöldin umtalsvert hjá þeim sem búa við lakari réttindi. Tryggingarfræðilega séð eru hópar á vinnumarkaði ákaflega mismunandi. Þar er að finna ástæðu þess að sumir sjóðir geta verið með mun dýrari réttindakerfi en aðrir. Ef lífeyrissjóðirnir á almenna markaðnum yrðu t.d. sameinaðir án þess að iðgjald væri hækkað, myndi það valda allt að 20% skerðingu á réttindum í sumum lífeyrissjóðanna, þá sérstaklega iðnaðarmannasjóðunum. Með öðrum orðum; það væri þá verið að flytja umtalsverðar eignir frá einum hópi til annarra, ásamt umtalsverðum flutningi á fjármunum milli kynslóða. Í þessu sambandi er ástæða að benda á að Fjármálaeftirlitið hefur gefið það út að til þess að standa undir óbreyttu kerfi opinberu sjóðanna, þurfi að hækka iðgjald upp í 19% eigi þeir að vera sjálfbærir. Það þýðir að ef jafna á öll lífeyrisréttindi án þess að staða nokkurs hóps væri skert þyrfti að hækka iðgjöld umtalsvert, eða allt að 7%.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun