Ofnýtt land Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Á hverju sumri eru 70 þúsund hross og 1.350.000 fjár að elta uppi tætingslegar gróðurleifar landsins allt sumarið án nokkurrar ábyrgðar eigenda þeirra. Landgræðslustjóri segir að til séu engin lög í landinu sem virki þannig að þau heimili henni að grípa til neyðarúrræða vegna ofbeitar eða landníðslu. Bændur hafi allt forræði og eignarhald á nýtingu lands, hvort sem það séu þjóðlendur eða ekki. Er þetta ekki það fyrsta sem þarf að leiðrétta í gömlum og úrsérgengnum lögum? Þó er brýnast af öllu að setja lög um það, að starfsstétt sem byggir afkomu sína á ræktun búfjár hafi sínar skepnur á sínu eigin landi en ekki annarra. Við skattgreiðendur greiðum sauðfjárbændum rúma fjóra milljarða á ári fyrir að framleiða þessar skepnur, helmingi fleiri en þörf er á. Þessar greiðslur eru auðvitað framleiðsluhvetjandi, því fleiri kindur, því meiri peninga. Þetta er grátbrosleg aulastefna, því jafnfamt hefur verið reynt með hikandi hendi að fá eitthvað af öllum þessum fjárbændum með alla þessa offramleiðslu til að snúa sér að einhverju öðru. Má þar nefna vinnu við uppgræðslu lands o.fl. og lofað stuðningi við breytingar á rekstri fjárbúa en fengið nánast engar undirtektir. Jafnvel þó sumir af þessum bændum eigi ekki einu sinni land fyrir þessar skepnur sínar, en láti þær bara ganga á annarra manna löndum öllum til mikils ama. Slíkt óréttlæti er ekki hægt að koma í veg fyrir á meðan löngu úrelt rányrkja með lausagöngu búfjár er ennþá við lýði. Allir aðrir landsmenn verða að girða sig af frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af. Við megum líka þola það að þegar við förum um landið í sumarfríinu okkar þá erum við oft á niðurnöguðum blómlausum beitilöndum, nema á fáeinum uppgræddum og afgirtum svæðum og girðingavír okkur til yndisauka meðfram öllum vegum. Landgræðslan var stofnuð af Alþingi fyrir rúmum 100 árum til að græða upp stórskemmda landið okkar. Hún hefur fengið milljarða frá ríkinu en nær varla að halda í við skemmdirnar vegna ofbeitarinnar. Eigum við að halda svona áfram næstu hundrað árin bara svo að þeir sem sitja á þingi þurfi ekki að óttast um atkvæðin sín frá bændum ef stuggað væri við þessum forréttindum þeirra. Hvað annað gæti komið í veg fyrir þessar nauðsynlegu breytingar, landinu og ríkissjóði til góðs? Svar óskast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Sjá meira
Á hverju sumri eru 70 þúsund hross og 1.350.000 fjár að elta uppi tætingslegar gróðurleifar landsins allt sumarið án nokkurrar ábyrgðar eigenda þeirra. Landgræðslustjóri segir að til séu engin lög í landinu sem virki þannig að þau heimili henni að grípa til neyðarúrræða vegna ofbeitar eða landníðslu. Bændur hafi allt forræði og eignarhald á nýtingu lands, hvort sem það séu þjóðlendur eða ekki. Er þetta ekki það fyrsta sem þarf að leiðrétta í gömlum og úrsérgengnum lögum? Þó er brýnast af öllu að setja lög um það, að starfsstétt sem byggir afkomu sína á ræktun búfjár hafi sínar skepnur á sínu eigin landi en ekki annarra. Við skattgreiðendur greiðum sauðfjárbændum rúma fjóra milljarða á ári fyrir að framleiða þessar skepnur, helmingi fleiri en þörf er á. Þessar greiðslur eru auðvitað framleiðsluhvetjandi, því fleiri kindur, því meiri peninga. Þetta er grátbrosleg aulastefna, því jafnfamt hefur verið reynt með hikandi hendi að fá eitthvað af öllum þessum fjárbændum með alla þessa offramleiðslu til að snúa sér að einhverju öðru. Má þar nefna vinnu við uppgræðslu lands o.fl. og lofað stuðningi við breytingar á rekstri fjárbúa en fengið nánast engar undirtektir. Jafnvel þó sumir af þessum bændum eigi ekki einu sinni land fyrir þessar skepnur sínar, en láti þær bara ganga á annarra manna löndum öllum til mikils ama. Slíkt óréttlæti er ekki hægt að koma í veg fyrir á meðan löngu úrelt rányrkja með lausagöngu búfjár er ennþá við lýði. Allir aðrir landsmenn verða að girða sig af frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af. Við megum líka þola það að þegar við förum um landið í sumarfríinu okkar þá erum við oft á niðurnöguðum blómlausum beitilöndum, nema á fáeinum uppgræddum og afgirtum svæðum og girðingavír okkur til yndisauka meðfram öllum vegum. Landgræðslan var stofnuð af Alþingi fyrir rúmum 100 árum til að græða upp stórskemmda landið okkar. Hún hefur fengið milljarða frá ríkinu en nær varla að halda í við skemmdirnar vegna ofbeitarinnar. Eigum við að halda svona áfram næstu hundrað árin bara svo að þeir sem sitja á þingi þurfi ekki að óttast um atkvæðin sín frá bændum ef stuggað væri við þessum forréttindum þeirra. Hvað annað gæti komið í veg fyrir þessar nauðsynlegu breytingar, landinu og ríkissjóði til góðs? Svar óskast!
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar