Sekur uns sakleysi er sannað Hrafn Jónsson skrifar 31. mars 2012 06:00 Í bakþönkum Fréttablaðsins þann 24. mars lét Atli Fannar Bjarkason þær staðhæfingar falla að í eðli sínu færi jafnrétti aldrei út fyrir skynsamleg mörk og því beinlínis hlægilegt að gerast svo djarfur að tala um öfgafemínisma. Vill hann meina að ekki sé hægt að tala um öfgar fyrr en tilteknir hópar eru farnir að stunda innbrot og fremja aðra glæpi í þágu málstaðarins, s.s. að sprengja upp húsnæði Smáralindar þar sem því svipar til reðurs sé það skoðað úr loftmynd. Fyrr væri leikurinn einfaldlega ekki kominn út fyrir skynsamleg mörk. Telur hann baráttuna fyrir jafnrétti aldrei geta orðið öfgafulla. Ég spyr hins vegar: Snýst barátta þessara hópa ennþá um jafnrétti eða er hún mögulega sprottin af hatri og ef til vill komin út fyrir skynsamleg mörk jafnvel þó Smáralindin standi enn í fullri reisn? Í viðtali við fyrrum forseta okkar Íslendinga, Vigdísi Finnbogadóttur, sem birtist í tímaritinu Monitor 22. mars, segist hún bæði vera kven- og karlréttindakona, sem kjósi jafnræði og telur hún vissar tegundir femínisma komnar út í öfgar. Hún hvetur fólk til að gæta varhugar þar sem öfgarnar geti eyðilagt góðan málstað. Getur mögulega verið að sannleikskorn leynist í þessum orðum fyrsta lýðræðiskjörna kvenforseta heims? Það fór varla fram hjá neinum að í lok síðasta árs var þjóðþekktur og vægast sagt umdeildur einstaklingur ákærður fyrir alvarlegan kynferðisglæp. Ekki leið á löngu þar til tilteknir aðilar sem kenna sig við femínisma höfðu tekið skýra afstöðu í málinu, fylkt liði gegn meintum geranda og vildu sumir hverjir helst hengja umræddan mann undir eins og það án dóms og laga. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að fjölmiðlar greindu frá ákærunni eða 3. desember 2011 lét María Lilja Þrastardóttir, yfirlýstur femínisti, þau orð falla í pistli sínum á smugan.is að nú fylktu liði fylgdarmenn Gillz nauðgunarbrandarakarls og hrópuðu ofnotuð slagorð á borð við „saklaus uns sekt er sönnuð“. Samkvæmt Maríu Lilju og hennar sýn á jafnrétti er hornsteinn réttarríkisins og hin sígilda meginregla sem kveður á um að hver og einn sé saklaus uns sekt er sönnuð einungis ofnotað „hugtak“. Nú ætla ég ekki að skipa mér í annað hvort „liðið“ enda ekki í verkahring annarra en löggæsluyfirvalda og ef til þess kemur þá dómstóla að leggja dóm á málið. Ég þori hins vegar að fullyrða að hver einasti sæmilega þenkjandi einstaklingur sem reiknað hefur dæmið til enda, geti ekki með nokkru móti hugsað sér að búa í samfélagi þar sem meginregla á borð við „sekur uns sakleysi er sannað“, er við lýði. Ástæðan er fyrst og fremst sú að af tvennu illu er þó öllu skárra að á meðal okkar gangi nokkrir sekir aðilar sem komast hafa hjá fullnustu refsingar fremur en að á bak við lás og slá sitji fjöldinn allur af saklausum einstaklingum. Ekki aðeins sviptir frelsinu heldur einnig ærunni. Það er ástæða fyrir því að við setjum okkur sjálf lög og reglur. Við kjósum að lifa ekki í algjörri ringulreið réttaróöryggis þar sem geðþóttaákvarðanir yfirvalda og sleggjudómar götunnar eiga síðasta orðið. Þó ákveðnir aðilar telji lífsskoðanir sínar æðri lögum okkar allra þá getur það varla talist nægilega gild ástæða þess að mannréttindum beri að víkja til hliðar. Langstærstur hluti þess fólks sem í gegnum tíðina hefur barist fyrir réttindum okkar hefur notast við friðsamlegar aðferðir og tekist á á málefnalegum grundvelli. En svo koma þeir sem með ofstæki afskræma hugtak á borð við femínisma og draga heildina niður á blóðugan vígvöllinn. Skilaboðin eru svo iðulega þau að hver sá sem dirfist að standa upp og stugga við slíkum aðgerðum er óvinur málstaðarins sem vinnur markvisst gegn jafnrétti. Rosa Parks, Martin Luther King, Mahatma Gandhi og Nelson Mandela voru öll róttæk þegar þau börðust fyrir auknu frelsi landa sinna. Ekkert þeirra lét hatur hins vegar blinda sig eða teyma út í öfgar. Óumdeilt er að árangur þessa fólks á sér vart hliðstæðu. Góðir hlutir ávinnast ekki með herskáum og hatursfullum áróðursbrögðum í öfgafullri baráttu sem bæði er háð á lágu og ógeðfelldu plani. Slíkt gerir lítið annað en kynda undir hatri í samfélaginu. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í bakþönkum Fréttablaðsins þann 24. mars lét Atli Fannar Bjarkason þær staðhæfingar falla að í eðli sínu færi jafnrétti aldrei út fyrir skynsamleg mörk og því beinlínis hlægilegt að gerast svo djarfur að tala um öfgafemínisma. Vill hann meina að ekki sé hægt að tala um öfgar fyrr en tilteknir hópar eru farnir að stunda innbrot og fremja aðra glæpi í þágu málstaðarins, s.s. að sprengja upp húsnæði Smáralindar þar sem því svipar til reðurs sé það skoðað úr loftmynd. Fyrr væri leikurinn einfaldlega ekki kominn út fyrir skynsamleg mörk. Telur hann baráttuna fyrir jafnrétti aldrei geta orðið öfgafulla. Ég spyr hins vegar: Snýst barátta þessara hópa ennþá um jafnrétti eða er hún mögulega sprottin af hatri og ef til vill komin út fyrir skynsamleg mörk jafnvel þó Smáralindin standi enn í fullri reisn? Í viðtali við fyrrum forseta okkar Íslendinga, Vigdísi Finnbogadóttur, sem birtist í tímaritinu Monitor 22. mars, segist hún bæði vera kven- og karlréttindakona, sem kjósi jafnræði og telur hún vissar tegundir femínisma komnar út í öfgar. Hún hvetur fólk til að gæta varhugar þar sem öfgarnar geti eyðilagt góðan málstað. Getur mögulega verið að sannleikskorn leynist í þessum orðum fyrsta lýðræðiskjörna kvenforseta heims? Það fór varla fram hjá neinum að í lok síðasta árs var þjóðþekktur og vægast sagt umdeildur einstaklingur ákærður fyrir alvarlegan kynferðisglæp. Ekki leið á löngu þar til tilteknir aðilar sem kenna sig við femínisma höfðu tekið skýra afstöðu í málinu, fylkt liði gegn meintum geranda og vildu sumir hverjir helst hengja umræddan mann undir eins og það án dóms og laga. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að fjölmiðlar greindu frá ákærunni eða 3. desember 2011 lét María Lilja Þrastardóttir, yfirlýstur femínisti, þau orð falla í pistli sínum á smugan.is að nú fylktu liði fylgdarmenn Gillz nauðgunarbrandarakarls og hrópuðu ofnotuð slagorð á borð við „saklaus uns sekt er sönnuð“. Samkvæmt Maríu Lilju og hennar sýn á jafnrétti er hornsteinn réttarríkisins og hin sígilda meginregla sem kveður á um að hver og einn sé saklaus uns sekt er sönnuð einungis ofnotað „hugtak“. Nú ætla ég ekki að skipa mér í annað hvort „liðið“ enda ekki í verkahring annarra en löggæsluyfirvalda og ef til þess kemur þá dómstóla að leggja dóm á málið. Ég þori hins vegar að fullyrða að hver einasti sæmilega þenkjandi einstaklingur sem reiknað hefur dæmið til enda, geti ekki með nokkru móti hugsað sér að búa í samfélagi þar sem meginregla á borð við „sekur uns sakleysi er sannað“, er við lýði. Ástæðan er fyrst og fremst sú að af tvennu illu er þó öllu skárra að á meðal okkar gangi nokkrir sekir aðilar sem komast hafa hjá fullnustu refsingar fremur en að á bak við lás og slá sitji fjöldinn allur af saklausum einstaklingum. Ekki aðeins sviptir frelsinu heldur einnig ærunni. Það er ástæða fyrir því að við setjum okkur sjálf lög og reglur. Við kjósum að lifa ekki í algjörri ringulreið réttaróöryggis þar sem geðþóttaákvarðanir yfirvalda og sleggjudómar götunnar eiga síðasta orðið. Þó ákveðnir aðilar telji lífsskoðanir sínar æðri lögum okkar allra þá getur það varla talist nægilega gild ástæða þess að mannréttindum beri að víkja til hliðar. Langstærstur hluti þess fólks sem í gegnum tíðina hefur barist fyrir réttindum okkar hefur notast við friðsamlegar aðferðir og tekist á á málefnalegum grundvelli. En svo koma þeir sem með ofstæki afskræma hugtak á borð við femínisma og draga heildina niður á blóðugan vígvöllinn. Skilaboðin eru svo iðulega þau að hver sá sem dirfist að standa upp og stugga við slíkum aðgerðum er óvinur málstaðarins sem vinnur markvisst gegn jafnrétti. Rosa Parks, Martin Luther King, Mahatma Gandhi og Nelson Mandela voru öll róttæk þegar þau börðust fyrir auknu frelsi landa sinna. Ekkert þeirra lét hatur hins vegar blinda sig eða teyma út í öfgar. Óumdeilt er að árangur þessa fólks á sér vart hliðstæðu. Góðir hlutir ávinnast ekki með herskáum og hatursfullum áróðursbrögðum í öfgafullri baráttu sem bæði er háð á lágu og ógeðfelldu plani. Slíkt gerir lítið annað en kynda undir hatri í samfélaginu. Tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun