Bág kjör Þór Gunnlaugsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Lýsingar á bágum kjörum þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem eiga hvorki fyrir mat né lyfjum hafa varla farið fram hjá nokkrum manni. Nýlegt dæmi er um krabbameinssjúkling sem átti 15.000 kr. til að lifa af eftir greiðslu húsaleigu og hafði ekkert handbært fé til matarkaupa né krabbameinslyfja. Íslendingar eru örlát þjóð og við látum ekki fólk sitja óbætt hjá garði og eigum skilyrðislaust að rétta fram hjálparhönd og meðal annars leggja niður komugjöld á dagdeild LHS fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Er réttlætanlegt að skafa skinnið af þessum sjúklingum og láta sem svo að þetta verði kannski lagfært í gegnum skattkerfið? Hvað með eldri borgara sem hafa fengið skerðingu á sínum tekjum sem duga ekki fyrir nauðþurftum en einhverjir hundraðkallar eru skildir eftir í formi vasapeninga? Þvílík niðurlæging á ævikvöldi þeirra eftir að hafa staðið undir framþróun landsins alla sína ævi uns halla fór undan fæti og þeir réttu fram hönd sér til aðstoðar. Ef þessi gamalmenni eiga einhverjar eignir, sparifé eða fasteign skal það greiða yfir 230.000 á mánuði með sér fái það vistun á hjúkrunarheimili og skyldi það ákvarða flýtimeðferð inn á móti öðrum sem á ekkert og þarf ekkert að greiða fyrir sömu þjónustu? Hvar er jafnræðið og réttlætið í þessu landi? Nú heyrast raddir að handbremsa sé sett á þá vistun sjúklinga sem þurfa að fá S-merkt lyf sem eru rándýr og stofnanir geta ekki veitt þessum aðilum vegna daggjalda sem ekki gera ráð fyrir slíkum útgjöldum. Hvað með Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvert rennur það fé? Varla í uppbyggingu heimila fyrir okkur þegar tíminn er kominn þótt skatturinn rukki grimmt inn gjöld pr. ár í þennan sjóð. Þá skulum við skoða heimilin í landinu og þá þróun sem hefur átt sér stað í átt til örbirgðar og mér er bara um megn að hugsa til þess að heimili 200 fjölskyldna verði boðin upp á þessu ári og fólkið sett út á gaddinn þar sem tekjur þess duga ekki fyrir húsaleigu. Rödd konunnar sem viðtal var við, vel menntuð en atvinnulaus, alltaf staðið í skilum með greiðslur og þá kom hrunið sem kippti grundvellinum undan fjölskyldu hennar sem býr í gamalli íbúð án íburðar svo ekki var bruðlað á þeim bæ. Umboðsmaður skuldara vísaði máli hennar á dyr eins og mörgum öðrum en mál hennar tók tvö ár í vinnslu og síðan: Nei, því miður. Þú getur ekki greitt húsaleigu. Hvers vegna og til hvers var þetta dýra embætti stofnað? Jú, þeir áttu að semja um niðurfellingu skulda að 110% markinu. Embættið var sett á laggirnar með miklum lúðraþyt sem bjargvættur. Því miður hefur annað komið á daginn og sýnist mér að hér hafi verið stofnað embætti til að fletta skjölum og færa á milli borða eins og Spaugstofumenn lýsa á sannfærandi hátt. Koma af stað áskrift á vanskilalista ákveðinna fyrirtækja og auka enn á áþján viðkomandi fjölskyldna. Skyldu þeir aðilar sem hafa fengið háar fjárhæðir afskrifaðar hafa lent á slíkum vanskilalistum? Jú, tveir aðilar svo vitað sé lýstir gjaldþrota en líf þeirra hefur ekkert lækkað við það og árið er enn 2008 á þeim heimilum Ég vil hvetja þá sem eru með sár í sálinni, börn sem fullorðna að koma í Bústaðakirkju 2. apríl kl. 20.00, setjast þar niður í kyrrð og ró og njóta þess að hlusta óáreitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Sjá meira
Lýsingar á bágum kjörum þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem eiga hvorki fyrir mat né lyfjum hafa varla farið fram hjá nokkrum manni. Nýlegt dæmi er um krabbameinssjúkling sem átti 15.000 kr. til að lifa af eftir greiðslu húsaleigu og hafði ekkert handbært fé til matarkaupa né krabbameinslyfja. Íslendingar eru örlát þjóð og við látum ekki fólk sitja óbætt hjá garði og eigum skilyrðislaust að rétta fram hjálparhönd og meðal annars leggja niður komugjöld á dagdeild LHS fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Er réttlætanlegt að skafa skinnið af þessum sjúklingum og láta sem svo að þetta verði kannski lagfært í gegnum skattkerfið? Hvað með eldri borgara sem hafa fengið skerðingu á sínum tekjum sem duga ekki fyrir nauðþurftum en einhverjir hundraðkallar eru skildir eftir í formi vasapeninga? Þvílík niðurlæging á ævikvöldi þeirra eftir að hafa staðið undir framþróun landsins alla sína ævi uns halla fór undan fæti og þeir réttu fram hönd sér til aðstoðar. Ef þessi gamalmenni eiga einhverjar eignir, sparifé eða fasteign skal það greiða yfir 230.000 á mánuði með sér fái það vistun á hjúkrunarheimili og skyldi það ákvarða flýtimeðferð inn á móti öðrum sem á ekkert og þarf ekkert að greiða fyrir sömu þjónustu? Hvar er jafnræðið og réttlætið í þessu landi? Nú heyrast raddir að handbremsa sé sett á þá vistun sjúklinga sem þurfa að fá S-merkt lyf sem eru rándýr og stofnanir geta ekki veitt þessum aðilum vegna daggjalda sem ekki gera ráð fyrir slíkum útgjöldum. Hvað með Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvert rennur það fé? Varla í uppbyggingu heimila fyrir okkur þegar tíminn er kominn þótt skatturinn rukki grimmt inn gjöld pr. ár í þennan sjóð. Þá skulum við skoða heimilin í landinu og þá þróun sem hefur átt sér stað í átt til örbirgðar og mér er bara um megn að hugsa til þess að heimili 200 fjölskyldna verði boðin upp á þessu ári og fólkið sett út á gaddinn þar sem tekjur þess duga ekki fyrir húsaleigu. Rödd konunnar sem viðtal var við, vel menntuð en atvinnulaus, alltaf staðið í skilum með greiðslur og þá kom hrunið sem kippti grundvellinum undan fjölskyldu hennar sem býr í gamalli íbúð án íburðar svo ekki var bruðlað á þeim bæ. Umboðsmaður skuldara vísaði máli hennar á dyr eins og mörgum öðrum en mál hennar tók tvö ár í vinnslu og síðan: Nei, því miður. Þú getur ekki greitt húsaleigu. Hvers vegna og til hvers var þetta dýra embætti stofnað? Jú, þeir áttu að semja um niðurfellingu skulda að 110% markinu. Embættið var sett á laggirnar með miklum lúðraþyt sem bjargvættur. Því miður hefur annað komið á daginn og sýnist mér að hér hafi verið stofnað embætti til að fletta skjölum og færa á milli borða eins og Spaugstofumenn lýsa á sannfærandi hátt. Koma af stað áskrift á vanskilalista ákveðinna fyrirtækja og auka enn á áþján viðkomandi fjölskyldna. Skyldu þeir aðilar sem hafa fengið háar fjárhæðir afskrifaðar hafa lent á slíkum vanskilalistum? Jú, tveir aðilar svo vitað sé lýstir gjaldþrota en líf þeirra hefur ekkert lækkað við það og árið er enn 2008 á þeim heimilum Ég vil hvetja þá sem eru með sár í sálinni, börn sem fullorðna að koma í Bústaðakirkju 2. apríl kl. 20.00, setjast þar niður í kyrrð og ró og njóta þess að hlusta óáreitt.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar