Mennska í takt við nýja tíma Andrea Róberts skrifar 30. mars 2012 06:00 Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Kynjamótunin hefst strax á fæðingardeildinni og félagsmótun á sér stað í gegnum allt lífið með gamaldags hugmyndum um eðli kynjanna. Bræðingur af ósýnilegum reglum, gildum og viðmiðum sem eru einungis skrifuð í lífið sjálft. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun, bakslag og eftirlit með aðgerðum er af skornum skammti. Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð í æðstu stjórnunarstöður. Launamunur kynjanna er enn til staðar og flest heimilisstörf halda áfram að erfast milli kynslóða kvenna. Í ljósi alls þessa vil ég meina að konur sitji ekki við sama borð og karlar þegar kemur að því að nýta sér jafnréttið. Úff hvað þetta er niðurdrepandi. En margir óttast breytingar, fólk veit hvað það hefur en veit ekki hvað það fær. Ég persónulega hélt á tímabili að enginn gæti komið í stað Simons Cowell í American Idol en raunin var önnur. Það er enginn ómissandi. Það er mikilvægt að hugsa og stíga út fyrir rammann. Femínistar„Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Er það ekki elegant og getum við ekki öll verið sammála um að við viljum jöfn tækifæri fyrir syni okkar og dætur? Þess vegna er alveg óskiljanlegt hversu eldfim umræða um jafnréttismál eru. Því er ekki að neita að kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti kynjanna í þágu lýðræðis. Það er þó umhugsunarvert að kvennabaráttan virðist ekki hafa skilað konum sérstöku brautargengi eins og áður segir. Það skiptir máli að konur fari nú að fá raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir. Það var því söguleg stund og heimsviðburður þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Stóð þessi einstæða móðir sig með svo mikilli prýði að eftir var tekið af heimsbyggðinni allri. Enn í dag. Með ælu á öxlinniSamkvæmt nýjustu stöðlum tískunnar eiga konur að fullkomna sig með móðurhlutverkinu, án þess þó að vera með ælu á öxlinni. Jafnframt er ætlast til að móðirin setji sjálfa sig og þarfir sínar ávallt í annað sæti. Auðvitað er eðlilegt að börn og barneignir gefi draumum, löngunum og væntingum stefnu tímabundið. Ekkert er betra en sú skilyrðislausa ást á börnunum okkar. Markmið femínismans er einmitt ekki að frelsa konuna frá móðurhlutverkinu sem slíku heldur frá ástandi móðurhlutverksins sem kúgunartæki. Mikilvægt er að reyna að grafa undan þessum gömlu hugmyndum sem eru orðnar viðtekinn sannleikur sem mótar möguleika kynjanna, konum í óhag. Hverja langar á "ballið“ á Bessastöðum?Laugardaginn 29. júní 1996, daginn sem Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands, var hægt að ferðast með Akraborginni, Baywatch var á dagskrá Sjónvarpsins kl. 19 og kvikmyndin Trainspotting var í bíó. Myndin er orðin klassík. Sama hvað ég reyni þá finn ég fátt ferskt og brakandi við Nýja Ísland. Hvað varðar forsetaembættið þá má lengi fjalla um tilverurétt og uppbyggingu þess embættis. Lego er ekki að fara að framleiða embættisbústaðinn á Álftanesi og Ísland er ekki nafli alheimsins ef út í það er farið. Það er ekki til umræðu hér heldur mikilvægi þess að skapa hressandi fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir hér heima og erlendis. Að fá konu á Bessastaði væri fyrirmynd fyrir syni okkar og dætur til að máta sig við og læra að lesa kyn sitt upp á nýtt. Deila má um hversu valdamikið forsetaembættið er en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að um er að ræða embætti sem er sýnilegt og í augum margra sjarmerandi. Að hafa konu í embætti forseta Íslands mun minna á sigrana í jafnréttisbaráttunni. Að við vitum að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og að við viljum gera eitthvað í því. Það myndi klárlega bæta ímynd og ásýnd landsins. Það er kominn tími á nýtt og enn betra Ísland. Þetta mega kjósendur í forsetakosningunum og hugsanlegir frambjóðendur hafa í huga – sama hvernig þeir líta út fyrir neðan nafla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Kynjamótunin hefst strax á fæðingardeildinni og félagsmótun á sér stað í gegnum allt lífið með gamaldags hugmyndum um eðli kynjanna. Bræðingur af ósýnilegum reglum, gildum og viðmiðum sem eru einungis skrifuð í lífið sjálft. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun, bakslag og eftirlit með aðgerðum er af skornum skammti. Þrátt fyrir menntun kvenna og mannkosti hafa þær síður náð í æðstu stjórnunarstöður. Launamunur kynjanna er enn til staðar og flest heimilisstörf halda áfram að erfast milli kynslóða kvenna. Í ljósi alls þessa vil ég meina að konur sitji ekki við sama borð og karlar þegar kemur að því að nýta sér jafnréttið. Úff hvað þetta er niðurdrepandi. En margir óttast breytingar, fólk veit hvað það hefur en veit ekki hvað það fær. Ég persónulega hélt á tímabili að enginn gæti komið í stað Simons Cowell í American Idol en raunin var önnur. Það er enginn ómissandi. Það er mikilvægt að hugsa og stíga út fyrir rammann. Femínistar„Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Er það ekki elegant og getum við ekki öll verið sammála um að við viljum jöfn tækifæri fyrir syni okkar og dætur? Þess vegna er alveg óskiljanlegt hversu eldfim umræða um jafnréttismál eru. Því er ekki að neita að kvennabaráttan hefur skilað okkur betra þjóðfélagi sem byggir á baráttu formæðra okkar. Þær eru steypustyrktarjárn fyrir bæði konur og karla til að byggja áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti kynjanna í þágu lýðræðis. Það er þó umhugsunarvert að kvennabaráttan virðist ekki hafa skilað konum sérstöku brautargengi eins og áður segir. Það skiptir máli að konur fari nú að fá raunverulegt vald sem helmingur mannkyns. Kyn er mikilvæg breyta þar sem hún býr til mörk og skapar hindranir. Það var því söguleg stund og heimsviðburður þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Stóð þessi einstæða móðir sig með svo mikilli prýði að eftir var tekið af heimsbyggðinni allri. Enn í dag. Með ælu á öxlinniSamkvæmt nýjustu stöðlum tískunnar eiga konur að fullkomna sig með móðurhlutverkinu, án þess þó að vera með ælu á öxlinni. Jafnframt er ætlast til að móðirin setji sjálfa sig og þarfir sínar ávallt í annað sæti. Auðvitað er eðlilegt að börn og barneignir gefi draumum, löngunum og væntingum stefnu tímabundið. Ekkert er betra en sú skilyrðislausa ást á börnunum okkar. Markmið femínismans er einmitt ekki að frelsa konuna frá móðurhlutverkinu sem slíku heldur frá ástandi móðurhlutverksins sem kúgunartæki. Mikilvægt er að reyna að grafa undan þessum gömlu hugmyndum sem eru orðnar viðtekinn sannleikur sem mótar möguleika kynjanna, konum í óhag. Hverja langar á "ballið“ á Bessastöðum?Laugardaginn 29. júní 1996, daginn sem Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands, var hægt að ferðast með Akraborginni, Baywatch var á dagskrá Sjónvarpsins kl. 19 og kvikmyndin Trainspotting var í bíó. Myndin er orðin klassík. Sama hvað ég reyni þá finn ég fátt ferskt og brakandi við Nýja Ísland. Hvað varðar forsetaembættið þá má lengi fjalla um tilverurétt og uppbyggingu þess embættis. Lego er ekki að fara að framleiða embættisbústaðinn á Álftanesi og Ísland er ekki nafli alheimsins ef út í það er farið. Það er ekki til umræðu hér heldur mikilvægi þess að skapa hressandi fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir hér heima og erlendis. Að fá konu á Bessastaði væri fyrirmynd fyrir syni okkar og dætur til að máta sig við og læra að lesa kyn sitt upp á nýtt. Deila má um hversu valdamikið forsetaembættið er en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að um er að ræða embætti sem er sýnilegt og í augum margra sjarmerandi. Að hafa konu í embætti forseta Íslands mun minna á sigrana í jafnréttisbaráttunni. Að við vitum að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og að við viljum gera eitthvað í því. Það myndi klárlega bæta ímynd og ásýnd landsins. Það er kominn tími á nýtt og enn betra Ísland. Þetta mega kjósendur í forsetakosningunum og hugsanlegir frambjóðendur hafa í huga – sama hvernig þeir líta út fyrir neðan nafla.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun