Framkvæmdir eða framkvæmdaleysi Sigþór Sigurðsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Sjá meira
Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar