Er þingræði lýðræði? Jón Lárusson skrifar 30. mars 2012 06:00 Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun