Dögun – Ný dögun Halldór Reynisson skrifar 29. mars 2012 06:00 Það var sagt frá því nýlega að nýtt stjórnmálaafl væri orðið til. Dögun heitir það en einhverjir fjölmiðlungar skröfuðu um nýja Dögun væntanlega í þeim dúr að hér væri nýtt stjórnmálaafl á ferðinni. Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldarfjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Og þessi samtök ræða aldeilis ekki um pólitík, heldur ekki um trúarpólitík heldur þá sammannlegu reynslu sem sorg heitir og missir. Þetta eru samtök fólks sem hefur misst og syrgir og þess fagfólks sem af veikum mætti reynir að styðja syrgjendur á sorgargöngunni. Og þó getum við sagt að jafnvel á þeim vettvangi þar sem syrgjendur og fagfólk sameinast um að styðja aðra í sorginni fylgi líka pólitík. Pólitík fjallar nefnilega um það hvers konar þjóðfélag við byggjum. Pólitík snýst m.a. um það hvort okkur beri sem samfélagi að styðja þau sem orðið hafa fyrir áföllum – eða hvort við skiljum fólk eftir í sárum sínum og göngum fram hjá. Hér má minna á að pólitíkin þessa daga er mjög upptekin af því að styðja við fólk sem hefur orðið illa úti í hruninu og er það vel. Missir þeirra sem hafa séð á eftir nánum ættingjum eða ástvinum í gröfina ótímabært, jafnvel á snöggu augabragði er langtum meiri en þeirra sem aðeins hafa misst fjármuni. Reynsla þeirra sem hafa misst hvoru tveggja kennir okkur það. Og sorgin bakar þeim sem eftir lifa oft heilsutjóni, jafnvel örorku og atvinnumissi ofan í kaupið. Þar fyrir utan hafa syrgjendur sjaldnast mátt til að berjast fyrir málstað sínum um stuðning – um hjálp okkar hinna við að reisa líf sitt við á nýjan leik. Ég óska Dögun sem og hverju því stjórnmálaafli sem lætur sér annt um velferð náungans alls hins besta. Um leið minni ég þau sem helga krafta sína pólitíkinni á grunngildi náungakærleiks og umhyggju sem eru kannski mikilvægustu gildin í okkar samfélagi þegar dýpst er skoðað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það var sagt frá því nýlega að nýtt stjórnmálaafl væri orðið til. Dögun heitir það en einhverjir fjölmiðlungar skröfuðu um nýja Dögun væntanlega í þeim dúr að hér væri nýtt stjórnmálaafl á ferðinni. Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldarfjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Og þessi samtök ræða aldeilis ekki um pólitík, heldur ekki um trúarpólitík heldur þá sammannlegu reynslu sem sorg heitir og missir. Þetta eru samtök fólks sem hefur misst og syrgir og þess fagfólks sem af veikum mætti reynir að styðja syrgjendur á sorgargöngunni. Og þó getum við sagt að jafnvel á þeim vettvangi þar sem syrgjendur og fagfólk sameinast um að styðja aðra í sorginni fylgi líka pólitík. Pólitík fjallar nefnilega um það hvers konar þjóðfélag við byggjum. Pólitík snýst m.a. um það hvort okkur beri sem samfélagi að styðja þau sem orðið hafa fyrir áföllum – eða hvort við skiljum fólk eftir í sárum sínum og göngum fram hjá. Hér má minna á að pólitíkin þessa daga er mjög upptekin af því að styðja við fólk sem hefur orðið illa úti í hruninu og er það vel. Missir þeirra sem hafa séð á eftir nánum ættingjum eða ástvinum í gröfina ótímabært, jafnvel á snöggu augabragði er langtum meiri en þeirra sem aðeins hafa misst fjármuni. Reynsla þeirra sem hafa misst hvoru tveggja kennir okkur það. Og sorgin bakar þeim sem eftir lifa oft heilsutjóni, jafnvel örorku og atvinnumissi ofan í kaupið. Þar fyrir utan hafa syrgjendur sjaldnast mátt til að berjast fyrir málstað sínum um stuðning – um hjálp okkar hinna við að reisa líf sitt við á nýjan leik. Ég óska Dögun sem og hverju því stjórnmálaafli sem lætur sér annt um velferð náungans alls hins besta. Um leið minni ég þau sem helga krafta sína pólitíkinni á grunngildi náungakærleiks og umhyggju sem eru kannski mikilvægustu gildin í okkar samfélagi þegar dýpst er skoðað.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar