Neðri Þjórsá - áhrif virkjana á fiskistofna Hörður Arnarson skrifar 29. mars 2012 06:00 Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um áhrif hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfells. Virkjanakostirnir sem um ræðir eru þrír: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mismunandi hætti og gefur það því ekki alls kostar rétta mynd að fjalla um þær þrjár í einu. Náttúruleg búsvæði laxa eru á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á lífríki eru ávallt háð nokkurri óvissu. Óvissan minnkar þó með auknum rannsóknum. Rannsóknir á lífríki Þjórsár, og einkum fiskistofna þar, hafa átt sér stað allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa þær verið unnar að mestu af Veiðimálastofnun fyrir Landsvirkjun. Aðrir aðilar hafa ekki rannsakað fiskistofna Þjórsár með viðlíka hætti og hamlar það nokkuð fræðilegri og faglegri umræðu um þetta mál. Vissulega má draga lærdóm af rannsóknum, sem farið hafa fram annars staðar í heiminum, og við Íslendingar eigum að gera það að svo miklu leyti sem unnt er með tilliti til aðstæðna. Þegar Þjórsá er borin saman við ár á vesturströnd Norður-Ameríku þarf að hafa í huga að þar ytra er um að ræða Kyrrahafslaxa en ekki Atlantshafslax. Þá eru virkjanir í Columbia og Snake ánum margfalt fleiri en í Þjórsá og flestar voru þær byggðar á tímum þar sem þekking og áhersla á lífríki var minni en hún er í dag. Annað sem nefna má er að stjórnun rennslis í mörgum virkjunum á vesturströnd Norður-Ameríku er töluvert frábrugðin því sem fyrirhugað er í Þjórsá. Í neðri hluta Þjórsár eru fyrirhuguð lón, ekki miðlunarlón heldur lítil inntakslón með stöðugu vatnsborði og því verður ávallt töluverður straumur í gegnum lónin. Rennslissveiflur í ánni verða ekki frábrugðnar núverandi sveiflum, og búast má við hefðbundnum vorflóðum líkt og í dag. Af þessum ástæðum er ástæðulaust að halda að lónin tefji eða hindri niðurgöngu seiða umtalsvert enda er viðstöðutími vatns ekki nema 11 til 14 klst. í hverju lóni. Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn, eins og áður hefur komið fram. Eru þær mótvægisaðgerðir byggðar á fenginni reynslu og rannsóknum. Þegar hefur fengist afar jákvæð reynsla af fiskistiganum við fossinn Búða, sem hefur gert laxi kleift að nema land á stöðum ofar í ánni sem áður voru honum ekki aðgengilegir. Tvöfaldaðist stærð laxgengra svæða með fiskistiganum. Þessi nýju svæði sem laxinn hefur numið á undanförnum árum eru lýsandi dæmi þess að mótvægisaðgerðir geta heppnast vel. Fiskistiginn við Búða gerir laxi kleift að komast upp fyrir Holtavirkjun og einnig er fyrirhugað að gera fiskistiga framhjá Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Þá verður ákveðin gerð fiskvænna hverfla sett í virkjanirnar. Seiðafleyta verður við Urriðafoss, en vakin skal sérstök athygli á því að það er eina fyrirhugaða virkjunin á náttúrulegu búsvæði laxa í Þjórsá. Dregið verður úr netaveiði um 70 til 80% með samningum við landeigendur sem mun draga verulega úr veiðiálagi. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða. Mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar miða að því að áhrif fyrirhugaðra virkjana á laxastofn Þjórsár verði óveruleg. Eru mótvægisaðgerðirnar hannaðar út frá fenginni reynslu og niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum árum hefur farið fram umfangsmikið og vandað ferli innan rammaáætlunar þar sem virkjanakostir hafa verið metnir með tilliti til nýtingar og verndunarsjónarmiða. Eftir áralanga vinnu stórs hóps vísinda- og fagaðila með ítrekuðum opnum umsagnarferlum skilaði verkefnisstjórn skýrslu sinni á síðasta ári. Þar koma virkjanir í neðri hluta Þjórsár vel út og voru því haustið 2011 allar settar í nýtingarflokk í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta. Að mati Landsvirkjunar hafa ekki komið fram efnisleg rök til að breyta þeirri flokkun. Allri málefnalegri umræðu um þetta mál er fagnað og hvetjum við alla hagsmunaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og eru birtar á vefsíðu Landsvirkjunar, landsvirkjun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um áhrif hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfells. Virkjanakostirnir sem um ræðir eru þrír: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mismunandi hætti og gefur það því ekki alls kostar rétta mynd að fjalla um þær þrjár í einu. Náttúruleg búsvæði laxa eru á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á lífríki eru ávallt háð nokkurri óvissu. Óvissan minnkar þó með auknum rannsóknum. Rannsóknir á lífríki Þjórsár, og einkum fiskistofna þar, hafa átt sér stað allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa þær verið unnar að mestu af Veiðimálastofnun fyrir Landsvirkjun. Aðrir aðilar hafa ekki rannsakað fiskistofna Þjórsár með viðlíka hætti og hamlar það nokkuð fræðilegri og faglegri umræðu um þetta mál. Vissulega má draga lærdóm af rannsóknum, sem farið hafa fram annars staðar í heiminum, og við Íslendingar eigum að gera það að svo miklu leyti sem unnt er með tilliti til aðstæðna. Þegar Þjórsá er borin saman við ár á vesturströnd Norður-Ameríku þarf að hafa í huga að þar ytra er um að ræða Kyrrahafslaxa en ekki Atlantshafslax. Þá eru virkjanir í Columbia og Snake ánum margfalt fleiri en í Þjórsá og flestar voru þær byggðar á tímum þar sem þekking og áhersla á lífríki var minni en hún er í dag. Annað sem nefna má er að stjórnun rennslis í mörgum virkjunum á vesturströnd Norður-Ameríku er töluvert frábrugðin því sem fyrirhugað er í Þjórsá. Í neðri hluta Þjórsár eru fyrirhuguð lón, ekki miðlunarlón heldur lítil inntakslón með stöðugu vatnsborði og því verður ávallt töluverður straumur í gegnum lónin. Rennslissveiflur í ánni verða ekki frábrugðnar núverandi sveiflum, og búast má við hefðbundnum vorflóðum líkt og í dag. Af þessum ástæðum er ástæðulaust að halda að lónin tefji eða hindri niðurgöngu seiða umtalsvert enda er viðstöðutími vatns ekki nema 11 til 14 klst. í hverju lóni. Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn, eins og áður hefur komið fram. Eru þær mótvægisaðgerðir byggðar á fenginni reynslu og rannsóknum. Þegar hefur fengist afar jákvæð reynsla af fiskistiganum við fossinn Búða, sem hefur gert laxi kleift að nema land á stöðum ofar í ánni sem áður voru honum ekki aðgengilegir. Tvöfaldaðist stærð laxgengra svæða með fiskistiganum. Þessi nýju svæði sem laxinn hefur numið á undanförnum árum eru lýsandi dæmi þess að mótvægisaðgerðir geta heppnast vel. Fiskistiginn við Búða gerir laxi kleift að komast upp fyrir Holtavirkjun og einnig er fyrirhugað að gera fiskistiga framhjá Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Þá verður ákveðin gerð fiskvænna hverfla sett í virkjanirnar. Seiðafleyta verður við Urriðafoss, en vakin skal sérstök athygli á því að það er eina fyrirhugaða virkjunin á náttúrulegu búsvæði laxa í Þjórsá. Dregið verður úr netaveiði um 70 til 80% með samningum við landeigendur sem mun draga verulega úr veiðiálagi. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða. Mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar miða að því að áhrif fyrirhugaðra virkjana á laxastofn Þjórsár verði óveruleg. Eru mótvægisaðgerðirnar hannaðar út frá fenginni reynslu og niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum árum hefur farið fram umfangsmikið og vandað ferli innan rammaáætlunar þar sem virkjanakostir hafa verið metnir með tilliti til nýtingar og verndunarsjónarmiða. Eftir áralanga vinnu stórs hóps vísinda- og fagaðila með ítrekuðum opnum umsagnarferlum skilaði verkefnisstjórn skýrslu sinni á síðasta ári. Þar koma virkjanir í neðri hluta Þjórsár vel út og voru því haustið 2011 allar settar í nýtingarflokk í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta. Að mati Landsvirkjunar hafa ekki komið fram efnisleg rök til að breyta þeirri flokkun. Allri málefnalegri umræðu um þetta mál er fagnað og hvetjum við alla hagsmunaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og eru birtar á vefsíðu Landsvirkjunar, landsvirkjun.is.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar