Neðri Þjórsá - áhrif virkjana á fiskistofna Hörður Arnarson skrifar 29. mars 2012 06:00 Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um áhrif hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfells. Virkjanakostirnir sem um ræðir eru þrír: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mismunandi hætti og gefur það því ekki alls kostar rétta mynd að fjalla um þær þrjár í einu. Náttúruleg búsvæði laxa eru á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á lífríki eru ávallt háð nokkurri óvissu. Óvissan minnkar þó með auknum rannsóknum. Rannsóknir á lífríki Þjórsár, og einkum fiskistofna þar, hafa átt sér stað allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa þær verið unnar að mestu af Veiðimálastofnun fyrir Landsvirkjun. Aðrir aðilar hafa ekki rannsakað fiskistofna Þjórsár með viðlíka hætti og hamlar það nokkuð fræðilegri og faglegri umræðu um þetta mál. Vissulega má draga lærdóm af rannsóknum, sem farið hafa fram annars staðar í heiminum, og við Íslendingar eigum að gera það að svo miklu leyti sem unnt er með tilliti til aðstæðna. Þegar Þjórsá er borin saman við ár á vesturströnd Norður-Ameríku þarf að hafa í huga að þar ytra er um að ræða Kyrrahafslaxa en ekki Atlantshafslax. Þá eru virkjanir í Columbia og Snake ánum margfalt fleiri en í Þjórsá og flestar voru þær byggðar á tímum þar sem þekking og áhersla á lífríki var minni en hún er í dag. Annað sem nefna má er að stjórnun rennslis í mörgum virkjunum á vesturströnd Norður-Ameríku er töluvert frábrugðin því sem fyrirhugað er í Þjórsá. Í neðri hluta Þjórsár eru fyrirhuguð lón, ekki miðlunarlón heldur lítil inntakslón með stöðugu vatnsborði og því verður ávallt töluverður straumur í gegnum lónin. Rennslissveiflur í ánni verða ekki frábrugðnar núverandi sveiflum, og búast má við hefðbundnum vorflóðum líkt og í dag. Af þessum ástæðum er ástæðulaust að halda að lónin tefji eða hindri niðurgöngu seiða umtalsvert enda er viðstöðutími vatns ekki nema 11 til 14 klst. í hverju lóni. Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn, eins og áður hefur komið fram. Eru þær mótvægisaðgerðir byggðar á fenginni reynslu og rannsóknum. Þegar hefur fengist afar jákvæð reynsla af fiskistiganum við fossinn Búða, sem hefur gert laxi kleift að nema land á stöðum ofar í ánni sem áður voru honum ekki aðgengilegir. Tvöfaldaðist stærð laxgengra svæða með fiskistiganum. Þessi nýju svæði sem laxinn hefur numið á undanförnum árum eru lýsandi dæmi þess að mótvægisaðgerðir geta heppnast vel. Fiskistiginn við Búða gerir laxi kleift að komast upp fyrir Holtavirkjun og einnig er fyrirhugað að gera fiskistiga framhjá Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Þá verður ákveðin gerð fiskvænna hverfla sett í virkjanirnar. Seiðafleyta verður við Urriðafoss, en vakin skal sérstök athygli á því að það er eina fyrirhugaða virkjunin á náttúrulegu búsvæði laxa í Þjórsá. Dregið verður úr netaveiði um 70 til 80% með samningum við landeigendur sem mun draga verulega úr veiðiálagi. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða. Mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar miða að því að áhrif fyrirhugaðra virkjana á laxastofn Þjórsár verði óveruleg. Eru mótvægisaðgerðirnar hannaðar út frá fenginni reynslu og niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum árum hefur farið fram umfangsmikið og vandað ferli innan rammaáætlunar þar sem virkjanakostir hafa verið metnir með tilliti til nýtingar og verndunarsjónarmiða. Eftir áralanga vinnu stórs hóps vísinda- og fagaðila með ítrekuðum opnum umsagnarferlum skilaði verkefnisstjórn skýrslu sinni á síðasta ári. Þar koma virkjanir í neðri hluta Þjórsár vel út og voru því haustið 2011 allar settar í nýtingarflokk í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta. Að mati Landsvirkjunar hafa ekki komið fram efnisleg rök til að breyta þeirri flokkun. Allri málefnalegri umræðu um þetta mál er fagnað og hvetjum við alla hagsmunaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og eru birtar á vefsíðu Landsvirkjunar, landsvirkjun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um áhrif hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfells. Virkjanakostirnir sem um ræðir eru þrír: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mismunandi hætti og gefur það því ekki alls kostar rétta mynd að fjalla um þær þrjár í einu. Náttúruleg búsvæði laxa eru á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á lífríki eru ávallt háð nokkurri óvissu. Óvissan minnkar þó með auknum rannsóknum. Rannsóknir á lífríki Þjórsár, og einkum fiskistofna þar, hafa átt sér stað allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa þær verið unnar að mestu af Veiðimálastofnun fyrir Landsvirkjun. Aðrir aðilar hafa ekki rannsakað fiskistofna Þjórsár með viðlíka hætti og hamlar það nokkuð fræðilegri og faglegri umræðu um þetta mál. Vissulega má draga lærdóm af rannsóknum, sem farið hafa fram annars staðar í heiminum, og við Íslendingar eigum að gera það að svo miklu leyti sem unnt er með tilliti til aðstæðna. Þegar Þjórsá er borin saman við ár á vesturströnd Norður-Ameríku þarf að hafa í huga að þar ytra er um að ræða Kyrrahafslaxa en ekki Atlantshafslax. Þá eru virkjanir í Columbia og Snake ánum margfalt fleiri en í Þjórsá og flestar voru þær byggðar á tímum þar sem þekking og áhersla á lífríki var minni en hún er í dag. Annað sem nefna má er að stjórnun rennslis í mörgum virkjunum á vesturströnd Norður-Ameríku er töluvert frábrugðin því sem fyrirhugað er í Þjórsá. Í neðri hluta Þjórsár eru fyrirhuguð lón, ekki miðlunarlón heldur lítil inntakslón með stöðugu vatnsborði og því verður ávallt töluverður straumur í gegnum lónin. Rennslissveiflur í ánni verða ekki frábrugðnar núverandi sveiflum, og búast má við hefðbundnum vorflóðum líkt og í dag. Af þessum ástæðum er ástæðulaust að halda að lónin tefji eða hindri niðurgöngu seiða umtalsvert enda er viðstöðutími vatns ekki nema 11 til 14 klst. í hverju lóni. Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn, eins og áður hefur komið fram. Eru þær mótvægisaðgerðir byggðar á fenginni reynslu og rannsóknum. Þegar hefur fengist afar jákvæð reynsla af fiskistiganum við fossinn Búða, sem hefur gert laxi kleift að nema land á stöðum ofar í ánni sem áður voru honum ekki aðgengilegir. Tvöfaldaðist stærð laxgengra svæða með fiskistiganum. Þessi nýju svæði sem laxinn hefur numið á undanförnum árum eru lýsandi dæmi þess að mótvægisaðgerðir geta heppnast vel. Fiskistiginn við Búða gerir laxi kleift að komast upp fyrir Holtavirkjun og einnig er fyrirhugað að gera fiskistiga framhjá Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Þá verður ákveðin gerð fiskvænna hverfla sett í virkjanirnar. Seiðafleyta verður við Urriðafoss, en vakin skal sérstök athygli á því að það er eina fyrirhugaða virkjunin á náttúrulegu búsvæði laxa í Þjórsá. Dregið verður úr netaveiði um 70 til 80% með samningum við landeigendur sem mun draga verulega úr veiðiálagi. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða. Mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar miða að því að áhrif fyrirhugaðra virkjana á laxastofn Þjórsár verði óveruleg. Eru mótvægisaðgerðirnar hannaðar út frá fenginni reynslu og niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum árum hefur farið fram umfangsmikið og vandað ferli innan rammaáætlunar þar sem virkjanakostir hafa verið metnir með tilliti til nýtingar og verndunarsjónarmiða. Eftir áralanga vinnu stórs hóps vísinda- og fagaðila með ítrekuðum opnum umsagnarferlum skilaði verkefnisstjórn skýrslu sinni á síðasta ári. Þar koma virkjanir í neðri hluta Þjórsár vel út og voru því haustið 2011 allar settar í nýtingarflokk í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta. Að mati Landsvirkjunar hafa ekki komið fram efnisleg rök til að breyta þeirri flokkun. Allri málefnalegri umræðu um þetta mál er fagnað og hvetjum við alla hagsmunaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og eru birtar á vefsíðu Landsvirkjunar, landsvirkjun.is.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun