Neðri Þjórsá - áhrif virkjana á fiskistofna Hörður Arnarson skrifar 29. mars 2012 06:00 Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um áhrif hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfells. Virkjanakostirnir sem um ræðir eru þrír: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mismunandi hætti og gefur það því ekki alls kostar rétta mynd að fjalla um þær þrjár í einu. Náttúruleg búsvæði laxa eru á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á lífríki eru ávallt háð nokkurri óvissu. Óvissan minnkar þó með auknum rannsóknum. Rannsóknir á lífríki Þjórsár, og einkum fiskistofna þar, hafa átt sér stað allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa þær verið unnar að mestu af Veiðimálastofnun fyrir Landsvirkjun. Aðrir aðilar hafa ekki rannsakað fiskistofna Þjórsár með viðlíka hætti og hamlar það nokkuð fræðilegri og faglegri umræðu um þetta mál. Vissulega má draga lærdóm af rannsóknum, sem farið hafa fram annars staðar í heiminum, og við Íslendingar eigum að gera það að svo miklu leyti sem unnt er með tilliti til aðstæðna. Þegar Þjórsá er borin saman við ár á vesturströnd Norður-Ameríku þarf að hafa í huga að þar ytra er um að ræða Kyrrahafslaxa en ekki Atlantshafslax. Þá eru virkjanir í Columbia og Snake ánum margfalt fleiri en í Þjórsá og flestar voru þær byggðar á tímum þar sem þekking og áhersla á lífríki var minni en hún er í dag. Annað sem nefna má er að stjórnun rennslis í mörgum virkjunum á vesturströnd Norður-Ameríku er töluvert frábrugðin því sem fyrirhugað er í Þjórsá. Í neðri hluta Þjórsár eru fyrirhuguð lón, ekki miðlunarlón heldur lítil inntakslón með stöðugu vatnsborði og því verður ávallt töluverður straumur í gegnum lónin. Rennslissveiflur í ánni verða ekki frábrugðnar núverandi sveiflum, og búast má við hefðbundnum vorflóðum líkt og í dag. Af þessum ástæðum er ástæðulaust að halda að lónin tefji eða hindri niðurgöngu seiða umtalsvert enda er viðstöðutími vatns ekki nema 11 til 14 klst. í hverju lóni. Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn, eins og áður hefur komið fram. Eru þær mótvægisaðgerðir byggðar á fenginni reynslu og rannsóknum. Þegar hefur fengist afar jákvæð reynsla af fiskistiganum við fossinn Búða, sem hefur gert laxi kleift að nema land á stöðum ofar í ánni sem áður voru honum ekki aðgengilegir. Tvöfaldaðist stærð laxgengra svæða með fiskistiganum. Þessi nýju svæði sem laxinn hefur numið á undanförnum árum eru lýsandi dæmi þess að mótvægisaðgerðir geta heppnast vel. Fiskistiginn við Búða gerir laxi kleift að komast upp fyrir Holtavirkjun og einnig er fyrirhugað að gera fiskistiga framhjá Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Þá verður ákveðin gerð fiskvænna hverfla sett í virkjanirnar. Seiðafleyta verður við Urriðafoss, en vakin skal sérstök athygli á því að það er eina fyrirhugaða virkjunin á náttúrulegu búsvæði laxa í Þjórsá. Dregið verður úr netaveiði um 70 til 80% með samningum við landeigendur sem mun draga verulega úr veiðiálagi. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða. Mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar miða að því að áhrif fyrirhugaðra virkjana á laxastofn Þjórsár verði óveruleg. Eru mótvægisaðgerðirnar hannaðar út frá fenginni reynslu og niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum árum hefur farið fram umfangsmikið og vandað ferli innan rammaáætlunar þar sem virkjanakostir hafa verið metnir með tilliti til nýtingar og verndunarsjónarmiða. Eftir áralanga vinnu stórs hóps vísinda- og fagaðila með ítrekuðum opnum umsagnarferlum skilaði verkefnisstjórn skýrslu sinni á síðasta ári. Þar koma virkjanir í neðri hluta Þjórsár vel út og voru því haustið 2011 allar settar í nýtingarflokk í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta. Að mati Landsvirkjunar hafa ekki komið fram efnisleg rök til að breyta þeirri flokkun. Allri málefnalegri umræðu um þetta mál er fagnað og hvetjum við alla hagsmunaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og eru birtar á vefsíðu Landsvirkjunar, landsvirkjun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um áhrif hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfells. Virkjanakostirnir sem um ræðir eru þrír: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mismunandi hætti og gefur það því ekki alls kostar rétta mynd að fjalla um þær þrjár í einu. Náttúruleg búsvæði laxa eru á áhrifasvæði Urriðafossvirkjunar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga. Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á lífríki eru ávallt háð nokkurri óvissu. Óvissan minnkar þó með auknum rannsóknum. Rannsóknir á lífríki Þjórsár, og einkum fiskistofna þar, hafa átt sér stað allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa þær verið unnar að mestu af Veiðimálastofnun fyrir Landsvirkjun. Aðrir aðilar hafa ekki rannsakað fiskistofna Þjórsár með viðlíka hætti og hamlar það nokkuð fræðilegri og faglegri umræðu um þetta mál. Vissulega má draga lærdóm af rannsóknum, sem farið hafa fram annars staðar í heiminum, og við Íslendingar eigum að gera það að svo miklu leyti sem unnt er með tilliti til aðstæðna. Þegar Þjórsá er borin saman við ár á vesturströnd Norður-Ameríku þarf að hafa í huga að þar ytra er um að ræða Kyrrahafslaxa en ekki Atlantshafslax. Þá eru virkjanir í Columbia og Snake ánum margfalt fleiri en í Þjórsá og flestar voru þær byggðar á tímum þar sem þekking og áhersla á lífríki var minni en hún er í dag. Annað sem nefna má er að stjórnun rennslis í mörgum virkjunum á vesturströnd Norður-Ameríku er töluvert frábrugðin því sem fyrirhugað er í Þjórsá. Í neðri hluta Þjórsár eru fyrirhuguð lón, ekki miðlunarlón heldur lítil inntakslón með stöðugu vatnsborði og því verður ávallt töluverður straumur í gegnum lónin. Rennslissveiflur í ánni verða ekki frábrugðnar núverandi sveiflum, og búast má við hefðbundnum vorflóðum líkt og í dag. Af þessum ástæðum er ástæðulaust að halda að lónin tefji eða hindri niðurgöngu seiða umtalsvert enda er viðstöðutími vatns ekki nema 11 til 14 klst. í hverju lóni. Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn, eins og áður hefur komið fram. Eru þær mótvægisaðgerðir byggðar á fenginni reynslu og rannsóknum. Þegar hefur fengist afar jákvæð reynsla af fiskistiganum við fossinn Búða, sem hefur gert laxi kleift að nema land á stöðum ofar í ánni sem áður voru honum ekki aðgengilegir. Tvöfaldaðist stærð laxgengra svæða með fiskistiganum. Þessi nýju svæði sem laxinn hefur numið á undanförnum árum eru lýsandi dæmi þess að mótvægisaðgerðir geta heppnast vel. Fiskistiginn við Búða gerir laxi kleift að komast upp fyrir Holtavirkjun og einnig er fyrirhugað að gera fiskistiga framhjá Hvammsvirkjun og Urriðafossvirkjun. Þá verður ákveðin gerð fiskvænna hverfla sett í virkjanirnar. Seiðafleyta verður við Urriðafoss, en vakin skal sérstök athygli á því að það er eina fyrirhugaða virkjunin á náttúrulegu búsvæði laxa í Þjórsá. Dregið verður úr netaveiði um 70 til 80% með samningum við landeigendur sem mun draga verulega úr veiðiálagi. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða. Mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar miða að því að áhrif fyrirhugaðra virkjana á laxastofn Þjórsár verði óveruleg. Eru mótvægisaðgerðirnar hannaðar út frá fenginni reynslu og niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum árum hefur farið fram umfangsmikið og vandað ferli innan rammaáætlunar þar sem virkjanakostir hafa verið metnir með tilliti til nýtingar og verndunarsjónarmiða. Eftir áralanga vinnu stórs hóps vísinda- og fagaðila með ítrekuðum opnum umsagnarferlum skilaði verkefnisstjórn skýrslu sinni á síðasta ári. Þar koma virkjanir í neðri hluta Þjórsár vel út og voru því haustið 2011 allar settar í nýtingarflokk í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta. Að mati Landsvirkjunar hafa ekki komið fram efnisleg rök til að breyta þeirri flokkun. Allri málefnalegri umræðu um þetta mál er fagnað og hvetjum við alla hagsmunaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og eru birtar á vefsíðu Landsvirkjunar, landsvirkjun.is.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun