Heilbrigðislöggjöf í höndum dómara 29. mars 2012 05:00 Stuðningsmenn og andstæðingar skyldutryggingar hafa vakið athygli á málstað sínum síðustu daga. nordicphotos/AFP Undanfarna þrjá daga hafa dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna hlýtt á málflutning um heilbrigðislöggjöfina sem Barack Obama forseti undirritaði fyrir rétt rúmu ári. Andstæðingar frumvarpsins telja það brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna að skylda einstaklinga til að greiða fyrir heilbrigðistryggingu. Gætu stjórnvöld þá ekki alveg eins skyldað einstaklinga til að kaupa sér tíma í líkamsrækt? Nú eða til dæmis bifreiðar, ef því er að skipta. Skyldutryggingin hefur á síðustu mánuðum komið til kasta fjögurra bandarískra dómstóla og nú síðast féllst Hæstiréttur á að skera úr um málið. Af níu dómurum Hæstaréttar eru fimm skipaðir af forsetum Repúblikanaflokksins og líklegir til að telja lögin brjóta í bága við stjórnarskrána, en fjórir eru skipaðir af forsetum Demókrataflokksins og þykja líklegir til að fallast á skyldutrygginguna. Ekki er þó víst að flokkslínur ráði. Þannig viðraði forseti hæstaréttar, John Roberts, sem George W. Bush skipaði dómara á sínum tíma, efasemdir um rök eins andstæðinga skyldutryggingar. Roberts sagði alla Bandaríkjamenn vera á þessum markaði með heilbrigðistryggingar: „Og það gerir hann mjög frábrugðinn markaði með bifreiðar eða önnur ímynduð dæmi sem þú tókst, og það eina sem reglurnar snúast um er hvernig greiðslur fara fram.“ Búist er við úrskurði dómstólsins í júní. Almennar heilbrigðistryggingar hafa verið eitt helsta baráttumál Demókrataflokksins áratugum saman. Þær voru einnig eitt af helstu kosningamálum Obama fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Það þótti því mikill sigur fyrir Obama þegar málið var loks í höfn snemma á síðasta ári. Að sama skapi væri það mikið áfall, bæði fyrir Obama og Demókrataflokkinn, kæmist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skyldutryggingin stæðist ekki stjórnarskrána. Með lögunum var 30 milljónum Bandaríkjamanna, sem fyrir voru án heilbrigðistryggingar, í fyrsta sinn veittur réttur til heilbrigðistrygginga, þannig að nú nær kerfið til nær allra íbúa landsins. Umdeilt er hvaða þýðingu neikvæður úrskurður Hæstaréttar hefði fyrir lögin í heild. Einnig er óljóst hvaða áhrif það hefði á möguleika Baracks Obama í forsetakosningunum næsta haust. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Undanfarna þrjá daga hafa dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna hlýtt á málflutning um heilbrigðislöggjöfina sem Barack Obama forseti undirritaði fyrir rétt rúmu ári. Andstæðingar frumvarpsins telja það brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna að skylda einstaklinga til að greiða fyrir heilbrigðistryggingu. Gætu stjórnvöld þá ekki alveg eins skyldað einstaklinga til að kaupa sér tíma í líkamsrækt? Nú eða til dæmis bifreiðar, ef því er að skipta. Skyldutryggingin hefur á síðustu mánuðum komið til kasta fjögurra bandarískra dómstóla og nú síðast féllst Hæstiréttur á að skera úr um málið. Af níu dómurum Hæstaréttar eru fimm skipaðir af forsetum Repúblikanaflokksins og líklegir til að telja lögin brjóta í bága við stjórnarskrána, en fjórir eru skipaðir af forsetum Demókrataflokksins og þykja líklegir til að fallast á skyldutrygginguna. Ekki er þó víst að flokkslínur ráði. Þannig viðraði forseti hæstaréttar, John Roberts, sem George W. Bush skipaði dómara á sínum tíma, efasemdir um rök eins andstæðinga skyldutryggingar. Roberts sagði alla Bandaríkjamenn vera á þessum markaði með heilbrigðistryggingar: „Og það gerir hann mjög frábrugðinn markaði með bifreiðar eða önnur ímynduð dæmi sem þú tókst, og það eina sem reglurnar snúast um er hvernig greiðslur fara fram.“ Búist er við úrskurði dómstólsins í júní. Almennar heilbrigðistryggingar hafa verið eitt helsta baráttumál Demókrataflokksins áratugum saman. Þær voru einnig eitt af helstu kosningamálum Obama fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Það þótti því mikill sigur fyrir Obama þegar málið var loks í höfn snemma á síðasta ári. Að sama skapi væri það mikið áfall, bæði fyrir Obama og Demókrataflokkinn, kæmist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skyldutryggingin stæðist ekki stjórnarskrána. Með lögunum var 30 milljónum Bandaríkjamanna, sem fyrir voru án heilbrigðistryggingar, í fyrsta sinn veittur réttur til heilbrigðistrygginga, þannig að nú nær kerfið til nær allra íbúa landsins. Umdeilt er hvaða þýðingu neikvæður úrskurður Hæstaréttar hefði fyrir lögin í heild. Einnig er óljóst hvaða áhrif það hefði á möguleika Baracks Obama í forsetakosningunum næsta haust. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira