Mun aðgengi að opinberum vefsvæðum versna? 28. mars 2012 09:00 Á vegum innanríkisráðuneytisins er haldið úti vef um upplýsingatækni (www.ut.is). Þar er stefnumótun ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2008–2012 gerð skil. Í stefnumótuninni segir m.a: „Í stefnunni er fólgin sú framtíðarsýn að Íslendingar verði fremstir þjóða í rafrænni þjónustu og nýtingu upplýsingatækni.“ Í markmiðskafla stefnumótunarinnar segir svo: „Gæði opinberrar þjónustu á Netinu verði aukin með því að miða hana við þarfir og ávinning netborgarans. Hugað verði að aðgengi og þörfum allra samfélagshópa, svo sem fatlaðra, innflytjenda, þeirra sem búa í dreifbýli, erlendra viðskiptaaðila, eldri borgara og yngstu borgaranna. Í boði verði valkostir í búnaði til að nálgast opinbera þjónustu. Þannig þróist netríkið miðað við þarfir netborgarans.“ Á síðasta ári var gerð úttekt á opinberum vefsvæðum á vegum innanríkisráðuneytisins, yfirskriftin var: „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011?“ Enn slík úttekt hefur verið framkvæmd undanfarin ár. Í frétt á UT vefnum segir um úttektina: „Úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga fór fram í fjórða skiptið 2011. Alls voru skoðaðir 267 vefir ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga. Metið var samkvæmt gátlista hve vel vefirnir uppfylltu kröfur um aðgengi, nytsemi, innihald og þjónustu. Var úttekin með sama sniði og áður en efnisatriði hvers þáttar voru endurskoðuð í samræmi við breyttar kröfur og tækni. Opinberu vefirnir höfðu bætt sig í öllum þáttum frá síðustu úttekt nema þjónustu en skýrist það með breyttri matsaðferð. Sé litið til þjónustu sérstaklega bera skólastofnanir af í þeim þætti. Almennt er hægt að segja að opinberir vefir séu farnir að bæta sig að nýju og eru að hækka í samanburði við fyrri kannanir.“ Hörð gagnrýni hefur verið sett fram á þá aðferðafræði sem beitt var við þessa úttekt, sem var önnur en í úttektum undanfarinna ára. Þannig segir í frétt á heimasíðu Hugsmiðjunnar (http://www.hugsmidjan.is/greinar/nr/607) sem m.a. hefur sérhæft sig í smíði á vefsvæðum sem eru aðgengileg fötluðum: „Í fyrri úttektum var byggt á sérfræðingsmati á aðgengi hvers vefsvæðis, en í ár var matið nær eingöngu í höndum sjálfvirkra forrita sem framkvæma afskaplega frumstæðan kóðayfirlestur. Sérfræðingar í aðgengi fatlaðra komu hvorki að framkvæmdinni né vali á aðferðafræði og uppbyggingu einkunnagjafarinnar að þessu sinni. Útkoman er aðgengiseinkunn sem er nánast handahófskennd, gefur ekki lýsandi mynd af ástandi aðgengismála og er sér í lagi ekki á neinn hátt samanburðarhæf við aðgengisniðurstöður fyrri úttekta á árunum 2005, 2007 og 2009. Sem dæmi má nefna að vefur Veðurstofunnar, með 2. stigs aðgengisvottun ÖBÍ, fékk einkunnina 100% fyrir aðgengi árin 2007 og 2009, en fær nú aðeins 22% í einkunn án þess að teljandi breytingar hafi orðið á vefnum. Eins má finna dæmi um vefi sem hafa hækkað um tugi prósentustiga í einkunn, nánast óbreyttir. Mat á aðgengi veflausna er í eðli sínu flóknara en svo að það verði gert með sjálfvirkum kóðayfirlestri. Aðgengi snýst að stóru leyti um samhengi og skiljanleika – og jafnvel kóðaþátturinn er flóknari en svo að hann verði rétt dæmdur með sjálfvirkum hætti. Aðgengissérfræðingar nota vissulega stundum sjálfvirk yfirlestrartól en þá eingöngu til að leita að vísbendingum um hindranir – sem eru svo metnar sérstaklega hver fyrir sig.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í upplýsingaaðgengi hjá fyrirtækinu Sjá (www.sja.is), hefur einnig gagnrýnt úttektina. Sigrún segir: „Aðalatriðið hér er auðvitað að vefirnir séu aðgengilegir öllum notendum og þá einnig þeim sem nýta sér einhver hjálpartæki eða hafa aðrar sérþarfir. Sjálfvirkar prófanir geta gefið ákveðnar vísbendingar en koma ekki í stað handvirkrar yfirferðar sem unnin er af sérfræðingum. Þróun aðgengismála undanfarin ár hefur verið með besta móti og verið samvinna hagsmunaaðila (eigenda vefjanna, vefumsjónaraðila, ÖBÍ og aðildarfélaga og notenda). Vefstjórar margir hverjir hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum eru óánægðir með sína útkomu í ár út af þessari breyttu aðferðafræði. Hætt er við að þetta hafi þau áhrif að menn fari að aðlaga vefina að þessum sjálfvirku prófum á kostnað raunverulegs aðgengileika og notendavæni.“ Aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins á upplýsingasviði, Birkir Rúnar Gunnarsson, hefur einnig gert athugasemdir við innanríkisráðuneytið vegna skorts á samráði við úttektina og óskað eftir því að framvegis verði slíkar úttektir ekki skipulagðar og unnar án aðkomu sérfræðinga í aðgengismálum fatlaðs fólks. Það er ljóst að klaufalega hefur verið staðið að verki varðandi úttekt á opinberum vefjum 2011, allavega hvað lýtur að því að skoða þróun á aðgengi allra að opinberum vefsvæðum. Ekki virðist notast við viðurkennd og vönduð vinnubrögð eða alþjóðlegaaðgengisstaðla eins og gert er í flestum okkar nágrannalöndum og gert hefur verið hér á landi fram til þessa. Þessi úttekt er þess vegna því marki brennd að möguleiki er á að hún leiði til versnandi aðgengis fatlaðra að opinberum vefsvæðum vegna þess að hún gefur rangar upplýsingar um stöðu þeirra vefsvæða sem voru skoðuð hvað þessi atriði varðar. Slíkt er í hróplegri andstöðu við stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið þar sem kveðið er á um mikilvægi þess að það sé öllum aðgengilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á vegum innanríkisráðuneytisins er haldið úti vef um upplýsingatækni (www.ut.is). Þar er stefnumótun ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2008–2012 gerð skil. Í stefnumótuninni segir m.a: „Í stefnunni er fólgin sú framtíðarsýn að Íslendingar verði fremstir þjóða í rafrænni þjónustu og nýtingu upplýsingatækni.“ Í markmiðskafla stefnumótunarinnar segir svo: „Gæði opinberrar þjónustu á Netinu verði aukin með því að miða hana við þarfir og ávinning netborgarans. Hugað verði að aðgengi og þörfum allra samfélagshópa, svo sem fatlaðra, innflytjenda, þeirra sem búa í dreifbýli, erlendra viðskiptaaðila, eldri borgara og yngstu borgaranna. Í boði verði valkostir í búnaði til að nálgast opinbera þjónustu. Þannig þróist netríkið miðað við þarfir netborgarans.“ Á síðasta ári var gerð úttekt á opinberum vefsvæðum á vegum innanríkisráðuneytisins, yfirskriftin var: „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011?“ Enn slík úttekt hefur verið framkvæmd undanfarin ár. Í frétt á UT vefnum segir um úttektina: „Úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga fór fram í fjórða skiptið 2011. Alls voru skoðaðir 267 vefir ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga. Metið var samkvæmt gátlista hve vel vefirnir uppfylltu kröfur um aðgengi, nytsemi, innihald og þjónustu. Var úttekin með sama sniði og áður en efnisatriði hvers þáttar voru endurskoðuð í samræmi við breyttar kröfur og tækni. Opinberu vefirnir höfðu bætt sig í öllum þáttum frá síðustu úttekt nema þjónustu en skýrist það með breyttri matsaðferð. Sé litið til þjónustu sérstaklega bera skólastofnanir af í þeim þætti. Almennt er hægt að segja að opinberir vefir séu farnir að bæta sig að nýju og eru að hækka í samanburði við fyrri kannanir.“ Hörð gagnrýni hefur verið sett fram á þá aðferðafræði sem beitt var við þessa úttekt, sem var önnur en í úttektum undanfarinna ára. Þannig segir í frétt á heimasíðu Hugsmiðjunnar (http://www.hugsmidjan.is/greinar/nr/607) sem m.a. hefur sérhæft sig í smíði á vefsvæðum sem eru aðgengileg fötluðum: „Í fyrri úttektum var byggt á sérfræðingsmati á aðgengi hvers vefsvæðis, en í ár var matið nær eingöngu í höndum sjálfvirkra forrita sem framkvæma afskaplega frumstæðan kóðayfirlestur. Sérfræðingar í aðgengi fatlaðra komu hvorki að framkvæmdinni né vali á aðferðafræði og uppbyggingu einkunnagjafarinnar að þessu sinni. Útkoman er aðgengiseinkunn sem er nánast handahófskennd, gefur ekki lýsandi mynd af ástandi aðgengismála og er sér í lagi ekki á neinn hátt samanburðarhæf við aðgengisniðurstöður fyrri úttekta á árunum 2005, 2007 og 2009. Sem dæmi má nefna að vefur Veðurstofunnar, með 2. stigs aðgengisvottun ÖBÍ, fékk einkunnina 100% fyrir aðgengi árin 2007 og 2009, en fær nú aðeins 22% í einkunn án þess að teljandi breytingar hafi orðið á vefnum. Eins má finna dæmi um vefi sem hafa hækkað um tugi prósentustiga í einkunn, nánast óbreyttir. Mat á aðgengi veflausna er í eðli sínu flóknara en svo að það verði gert með sjálfvirkum kóðayfirlestri. Aðgengi snýst að stóru leyti um samhengi og skiljanleika – og jafnvel kóðaþátturinn er flóknari en svo að hann verði rétt dæmdur með sjálfvirkum hætti. Aðgengissérfræðingar nota vissulega stundum sjálfvirk yfirlestrartól en þá eingöngu til að leita að vísbendingum um hindranir – sem eru svo metnar sérstaklega hver fyrir sig.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í upplýsingaaðgengi hjá fyrirtækinu Sjá (www.sja.is), hefur einnig gagnrýnt úttektina. Sigrún segir: „Aðalatriðið hér er auðvitað að vefirnir séu aðgengilegir öllum notendum og þá einnig þeim sem nýta sér einhver hjálpartæki eða hafa aðrar sérþarfir. Sjálfvirkar prófanir geta gefið ákveðnar vísbendingar en koma ekki í stað handvirkrar yfirferðar sem unnin er af sérfræðingum. Þróun aðgengismála undanfarin ár hefur verið með besta móti og verið samvinna hagsmunaaðila (eigenda vefjanna, vefumsjónaraðila, ÖBÍ og aðildarfélaga og notenda). Vefstjórar margir hverjir hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum eru óánægðir með sína útkomu í ár út af þessari breyttu aðferðafræði. Hætt er við að þetta hafi þau áhrif að menn fari að aðlaga vefina að þessum sjálfvirku prófum á kostnað raunverulegs aðgengileika og notendavæni.“ Aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins á upplýsingasviði, Birkir Rúnar Gunnarsson, hefur einnig gert athugasemdir við innanríkisráðuneytið vegna skorts á samráði við úttektina og óskað eftir því að framvegis verði slíkar úttektir ekki skipulagðar og unnar án aðkomu sérfræðinga í aðgengismálum fatlaðs fólks. Það er ljóst að klaufalega hefur verið staðið að verki varðandi úttekt á opinberum vefjum 2011, allavega hvað lýtur að því að skoða þróun á aðgengi allra að opinberum vefsvæðum. Ekki virðist notast við viðurkennd og vönduð vinnubrögð eða alþjóðlegaaðgengisstaðla eins og gert er í flestum okkar nágrannalöndum og gert hefur verið hér á landi fram til þessa. Þessi úttekt er þess vegna því marki brennd að möguleiki er á að hún leiði til versnandi aðgengis fatlaðra að opinberum vefsvæðum vegna þess að hún gefur rangar upplýsingar um stöðu þeirra vefsvæða sem voru skoðuð hvað þessi atriði varðar. Slíkt er í hróplegri andstöðu við stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið þar sem kveðið er á um mikilvægi þess að það sé öllum aðgengilegt.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar