Mun aðgengi að opinberum vefsvæðum versna? 28. mars 2012 09:00 Á vegum innanríkisráðuneytisins er haldið úti vef um upplýsingatækni (www.ut.is). Þar er stefnumótun ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2008–2012 gerð skil. Í stefnumótuninni segir m.a: „Í stefnunni er fólgin sú framtíðarsýn að Íslendingar verði fremstir þjóða í rafrænni þjónustu og nýtingu upplýsingatækni.“ Í markmiðskafla stefnumótunarinnar segir svo: „Gæði opinberrar þjónustu á Netinu verði aukin með því að miða hana við þarfir og ávinning netborgarans. Hugað verði að aðgengi og þörfum allra samfélagshópa, svo sem fatlaðra, innflytjenda, þeirra sem búa í dreifbýli, erlendra viðskiptaaðila, eldri borgara og yngstu borgaranna. Í boði verði valkostir í búnaði til að nálgast opinbera þjónustu. Þannig þróist netríkið miðað við þarfir netborgarans.“ Á síðasta ári var gerð úttekt á opinberum vefsvæðum á vegum innanríkisráðuneytisins, yfirskriftin var: „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011?“ Enn slík úttekt hefur verið framkvæmd undanfarin ár. Í frétt á UT vefnum segir um úttektina: „Úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga fór fram í fjórða skiptið 2011. Alls voru skoðaðir 267 vefir ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga. Metið var samkvæmt gátlista hve vel vefirnir uppfylltu kröfur um aðgengi, nytsemi, innihald og þjónustu. Var úttekin með sama sniði og áður en efnisatriði hvers þáttar voru endurskoðuð í samræmi við breyttar kröfur og tækni. Opinberu vefirnir höfðu bætt sig í öllum þáttum frá síðustu úttekt nema þjónustu en skýrist það með breyttri matsaðferð. Sé litið til þjónustu sérstaklega bera skólastofnanir af í þeim þætti. Almennt er hægt að segja að opinberir vefir séu farnir að bæta sig að nýju og eru að hækka í samanburði við fyrri kannanir.“ Hörð gagnrýni hefur verið sett fram á þá aðferðafræði sem beitt var við þessa úttekt, sem var önnur en í úttektum undanfarinna ára. Þannig segir í frétt á heimasíðu Hugsmiðjunnar (http://www.hugsmidjan.is/greinar/nr/607) sem m.a. hefur sérhæft sig í smíði á vefsvæðum sem eru aðgengileg fötluðum: „Í fyrri úttektum var byggt á sérfræðingsmati á aðgengi hvers vefsvæðis, en í ár var matið nær eingöngu í höndum sjálfvirkra forrita sem framkvæma afskaplega frumstæðan kóðayfirlestur. Sérfræðingar í aðgengi fatlaðra komu hvorki að framkvæmdinni né vali á aðferðafræði og uppbyggingu einkunnagjafarinnar að þessu sinni. Útkoman er aðgengiseinkunn sem er nánast handahófskennd, gefur ekki lýsandi mynd af ástandi aðgengismála og er sér í lagi ekki á neinn hátt samanburðarhæf við aðgengisniðurstöður fyrri úttekta á árunum 2005, 2007 og 2009. Sem dæmi má nefna að vefur Veðurstofunnar, með 2. stigs aðgengisvottun ÖBÍ, fékk einkunnina 100% fyrir aðgengi árin 2007 og 2009, en fær nú aðeins 22% í einkunn án þess að teljandi breytingar hafi orðið á vefnum. Eins má finna dæmi um vefi sem hafa hækkað um tugi prósentustiga í einkunn, nánast óbreyttir. Mat á aðgengi veflausna er í eðli sínu flóknara en svo að það verði gert með sjálfvirkum kóðayfirlestri. Aðgengi snýst að stóru leyti um samhengi og skiljanleika – og jafnvel kóðaþátturinn er flóknari en svo að hann verði rétt dæmdur með sjálfvirkum hætti. Aðgengissérfræðingar nota vissulega stundum sjálfvirk yfirlestrartól en þá eingöngu til að leita að vísbendingum um hindranir – sem eru svo metnar sérstaklega hver fyrir sig.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í upplýsingaaðgengi hjá fyrirtækinu Sjá (www.sja.is), hefur einnig gagnrýnt úttektina. Sigrún segir: „Aðalatriðið hér er auðvitað að vefirnir séu aðgengilegir öllum notendum og þá einnig þeim sem nýta sér einhver hjálpartæki eða hafa aðrar sérþarfir. Sjálfvirkar prófanir geta gefið ákveðnar vísbendingar en koma ekki í stað handvirkrar yfirferðar sem unnin er af sérfræðingum. Þróun aðgengismála undanfarin ár hefur verið með besta móti og verið samvinna hagsmunaaðila (eigenda vefjanna, vefumsjónaraðila, ÖBÍ og aðildarfélaga og notenda). Vefstjórar margir hverjir hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum eru óánægðir með sína útkomu í ár út af þessari breyttu aðferðafræði. Hætt er við að þetta hafi þau áhrif að menn fari að aðlaga vefina að þessum sjálfvirku prófum á kostnað raunverulegs aðgengileika og notendavæni.“ Aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins á upplýsingasviði, Birkir Rúnar Gunnarsson, hefur einnig gert athugasemdir við innanríkisráðuneytið vegna skorts á samráði við úttektina og óskað eftir því að framvegis verði slíkar úttektir ekki skipulagðar og unnar án aðkomu sérfræðinga í aðgengismálum fatlaðs fólks. Það er ljóst að klaufalega hefur verið staðið að verki varðandi úttekt á opinberum vefjum 2011, allavega hvað lýtur að því að skoða þróun á aðgengi allra að opinberum vefsvæðum. Ekki virðist notast við viðurkennd og vönduð vinnubrögð eða alþjóðlegaaðgengisstaðla eins og gert er í flestum okkar nágrannalöndum og gert hefur verið hér á landi fram til þessa. Þessi úttekt er þess vegna því marki brennd að möguleiki er á að hún leiði til versnandi aðgengis fatlaðra að opinberum vefsvæðum vegna þess að hún gefur rangar upplýsingar um stöðu þeirra vefsvæða sem voru skoðuð hvað þessi atriði varðar. Slíkt er í hróplegri andstöðu við stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið þar sem kveðið er á um mikilvægi þess að það sé öllum aðgengilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á vegum innanríkisráðuneytisins er haldið úti vef um upplýsingatækni (www.ut.is). Þar er stefnumótun ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2008–2012 gerð skil. Í stefnumótuninni segir m.a: „Í stefnunni er fólgin sú framtíðarsýn að Íslendingar verði fremstir þjóða í rafrænni þjónustu og nýtingu upplýsingatækni.“ Í markmiðskafla stefnumótunarinnar segir svo: „Gæði opinberrar þjónustu á Netinu verði aukin með því að miða hana við þarfir og ávinning netborgarans. Hugað verði að aðgengi og þörfum allra samfélagshópa, svo sem fatlaðra, innflytjenda, þeirra sem búa í dreifbýli, erlendra viðskiptaaðila, eldri borgara og yngstu borgaranna. Í boði verði valkostir í búnaði til að nálgast opinbera þjónustu. Þannig þróist netríkið miðað við þarfir netborgarans.“ Á síðasta ári var gerð úttekt á opinberum vefsvæðum á vegum innanríkisráðuneytisins, yfirskriftin var: „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011?“ Enn slík úttekt hefur verið framkvæmd undanfarin ár. Í frétt á UT vefnum segir um úttektina: „Úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga fór fram í fjórða skiptið 2011. Alls voru skoðaðir 267 vefir ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga. Metið var samkvæmt gátlista hve vel vefirnir uppfylltu kröfur um aðgengi, nytsemi, innihald og þjónustu. Var úttekin með sama sniði og áður en efnisatriði hvers þáttar voru endurskoðuð í samræmi við breyttar kröfur og tækni. Opinberu vefirnir höfðu bætt sig í öllum þáttum frá síðustu úttekt nema þjónustu en skýrist það með breyttri matsaðferð. Sé litið til þjónustu sérstaklega bera skólastofnanir af í þeim þætti. Almennt er hægt að segja að opinberir vefir séu farnir að bæta sig að nýju og eru að hækka í samanburði við fyrri kannanir.“ Hörð gagnrýni hefur verið sett fram á þá aðferðafræði sem beitt var við þessa úttekt, sem var önnur en í úttektum undanfarinna ára. Þannig segir í frétt á heimasíðu Hugsmiðjunnar (http://www.hugsmidjan.is/greinar/nr/607) sem m.a. hefur sérhæft sig í smíði á vefsvæðum sem eru aðgengileg fötluðum: „Í fyrri úttektum var byggt á sérfræðingsmati á aðgengi hvers vefsvæðis, en í ár var matið nær eingöngu í höndum sjálfvirkra forrita sem framkvæma afskaplega frumstæðan kóðayfirlestur. Sérfræðingar í aðgengi fatlaðra komu hvorki að framkvæmdinni né vali á aðferðafræði og uppbyggingu einkunnagjafarinnar að þessu sinni. Útkoman er aðgengiseinkunn sem er nánast handahófskennd, gefur ekki lýsandi mynd af ástandi aðgengismála og er sér í lagi ekki á neinn hátt samanburðarhæf við aðgengisniðurstöður fyrri úttekta á árunum 2005, 2007 og 2009. Sem dæmi má nefna að vefur Veðurstofunnar, með 2. stigs aðgengisvottun ÖBÍ, fékk einkunnina 100% fyrir aðgengi árin 2007 og 2009, en fær nú aðeins 22% í einkunn án þess að teljandi breytingar hafi orðið á vefnum. Eins má finna dæmi um vefi sem hafa hækkað um tugi prósentustiga í einkunn, nánast óbreyttir. Mat á aðgengi veflausna er í eðli sínu flóknara en svo að það verði gert með sjálfvirkum kóðayfirlestri. Aðgengi snýst að stóru leyti um samhengi og skiljanleika – og jafnvel kóðaþátturinn er flóknari en svo að hann verði rétt dæmdur með sjálfvirkum hætti. Aðgengissérfræðingar nota vissulega stundum sjálfvirk yfirlestrartól en þá eingöngu til að leita að vísbendingum um hindranir – sem eru svo metnar sérstaklega hver fyrir sig.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í upplýsingaaðgengi hjá fyrirtækinu Sjá (www.sja.is), hefur einnig gagnrýnt úttektina. Sigrún segir: „Aðalatriðið hér er auðvitað að vefirnir séu aðgengilegir öllum notendum og þá einnig þeim sem nýta sér einhver hjálpartæki eða hafa aðrar sérþarfir. Sjálfvirkar prófanir geta gefið ákveðnar vísbendingar en koma ekki í stað handvirkrar yfirferðar sem unnin er af sérfræðingum. Þróun aðgengismála undanfarin ár hefur verið með besta móti og verið samvinna hagsmunaaðila (eigenda vefjanna, vefumsjónaraðila, ÖBÍ og aðildarfélaga og notenda). Vefstjórar margir hverjir hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum eru óánægðir með sína útkomu í ár út af þessari breyttu aðferðafræði. Hætt er við að þetta hafi þau áhrif að menn fari að aðlaga vefina að þessum sjálfvirku prófum á kostnað raunverulegs aðgengileika og notendavæni.“ Aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins á upplýsingasviði, Birkir Rúnar Gunnarsson, hefur einnig gert athugasemdir við innanríkisráðuneytið vegna skorts á samráði við úttektina og óskað eftir því að framvegis verði slíkar úttektir ekki skipulagðar og unnar án aðkomu sérfræðinga í aðgengismálum fatlaðs fólks. Það er ljóst að klaufalega hefur verið staðið að verki varðandi úttekt á opinberum vefjum 2011, allavega hvað lýtur að því að skoða þróun á aðgengi allra að opinberum vefsvæðum. Ekki virðist notast við viðurkennd og vönduð vinnubrögð eða alþjóðlegaaðgengisstaðla eins og gert er í flestum okkar nágrannalöndum og gert hefur verið hér á landi fram til þessa. Þessi úttekt er þess vegna því marki brennd að möguleiki er á að hún leiði til versnandi aðgengis fatlaðra að opinberum vefsvæðum vegna þess að hún gefur rangar upplýsingar um stöðu þeirra vefsvæða sem voru skoðuð hvað þessi atriði varðar. Slíkt er í hróplegri andstöðu við stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið þar sem kveðið er á um mikilvægi þess að það sé öllum aðgengilegt.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun