Perlan, sýninga- og safnahús Sigurjón Jóhannsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Perlan, eitt af höfuðkennileitum Reykjavíkurborgar, var upphaflega byggð sem útsýnis- og veitingastaður, þaðan sem sjá mátti vítt og breitt yfir og til allra átta. Sem slíkur áfangastaður hefur Perlan notið mikilla vinsælda og dregið að sér sæg gesta og ferðamanna allt frá opnun. Hins vegar virðist rýmið undir útsýnisskífunni ekki hafa öðru hlutverki að þjóna en aðgenginu að útsýni og veitingum. Lofthæðin þarna er yfir 10 m og svæðið rammað inn af hitaveitugeymum Orkuveitunnar sem mynda við það ríflega 700 fm gólfflöt. Upphaflega voru hugmyndir um að nota rýmið til samkomu- og viðburðahalds en minna hefur orðið úr því og húsið helst nýtt sem markaðs- og kynningartorg sem samrýmist varla þeim metnaði sem liggur að baki byggingunni. Hvað mundi sóma sér betur í þessum húsakynnum en Náttúruminjasafn Íslands sem hefur verið á meiri og minni hrakhólum í liðlega hálfa öld, allt frá því að það var tekið niður í Safnahúsinu um miðja síðustu öld og sett undir Náttúrufræðistofnun sem skyldi annast sýningahaldið. Í fyrstu var opnuð sýning í húsakynnum hennar við Hlemm í 100 fm sal á 3. hæð árið 1968. Tuttugu árum síðar var ráðist í nýjar og auknar sýningar með opnun tveggja 100 fm sala á 3. og 4. hæð, auk stigagangs og kapp lagt á að koma upp vönduðum sýningum. Þetta var töluvert átak fyrir vísinda- og rannsóknarstofnun sem í eðli sínu gegnir öðru hlutverki en að standa fyrir almennu sýningarhaldi. Ég er kunnugur þessari sögu vegna starfa minna að undirbúningi, hönnun og uppsetningu beggja þessara sýninga. Að auki gerði ég áætlanir um sýningu í ofangreindu rými í Perlunni sem átti að fylgja eftir sýningunum við Hlemm, en því miður varð ekkert úr því. Sýningarnar við Hlemm voru teknar niður og komið fyrir í geymslum, en ný lög um Náttúruminjasafn samþykkt á Alþingi sem ég fagna, þar sem Safnið var gert að sjálfstæðri stofnun sem sýni og kynni íslenska náttúru í nánu samstarfi við aðrar stofnanir sem stunda náttúrurannsóknir s. s. Hafrannsóknastofnun, Veðurstofu, Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun og háskólana. Þörfin fyrir heppilegt húsnæði fyrir Náttúruminjasafn verður brýnni með hverju árinu sem líður og jafnframt vandræðalegri með sívaxandi ferðamannastraumi. Í Perluna kemur árlega þorri þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Hún er eitt af helstu kennileitum Borgarinnar og útsýnisstaður. Væri nokkuð heppilegra en að þessi útsýnisstaður byði upp á sýningarhald um náttúru landsins og jarðfræði, grundvöll þeirrar sjálfbæru orku sem við erum svo hreykin af. Hér mætti koma fyrir tilkomumiklum sýningum á helstu þáttum íslenskrar náttúru, s. s. lífríki sjávar, fuglabyggð og varpstöðvum, eldvirkni, gosstöðvum o.s.frv. Með þessu móti mundi miðrýmið öðlast hlutverk ekki ósvipað því sem Ráðhúsið hefur áunnið sér með Íslandslíkaninu sem er gott dæmi um sýningarhald sem hefur tekist vel. Um tíu ára bil hefur Sögusafnið verið til húsa í Perunni og sýnt svipmyndir frá sögu þjóðarinnar og bókmenntum, vinsæll og fjölsóttur ferðamannastaður sem með áunninni reynslu og árangri ætti að vera öðru sýningarhaldi hvatning og lyftistöng, hljóti þessar hugmyndir brautargengi sem hér eru til umfjöllunar og hafa komið fram af og til frá því fyrir aldamót. Með því að taka Perluna undir Náttúruminjasafn mætti leysa tilvistarvanda Náttúruminjasafns, nýta reynslu Sögusafnsins, halda Perlunni í opinberri eigu og styrkja áform um Öskjuhlíð sem öflugt útivistarsvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Perlan, eitt af höfuðkennileitum Reykjavíkurborgar, var upphaflega byggð sem útsýnis- og veitingastaður, þaðan sem sjá mátti vítt og breitt yfir og til allra átta. Sem slíkur áfangastaður hefur Perlan notið mikilla vinsælda og dregið að sér sæg gesta og ferðamanna allt frá opnun. Hins vegar virðist rýmið undir útsýnisskífunni ekki hafa öðru hlutverki að þjóna en aðgenginu að útsýni og veitingum. Lofthæðin þarna er yfir 10 m og svæðið rammað inn af hitaveitugeymum Orkuveitunnar sem mynda við það ríflega 700 fm gólfflöt. Upphaflega voru hugmyndir um að nota rýmið til samkomu- og viðburðahalds en minna hefur orðið úr því og húsið helst nýtt sem markaðs- og kynningartorg sem samrýmist varla þeim metnaði sem liggur að baki byggingunni. Hvað mundi sóma sér betur í þessum húsakynnum en Náttúruminjasafn Íslands sem hefur verið á meiri og minni hrakhólum í liðlega hálfa öld, allt frá því að það var tekið niður í Safnahúsinu um miðja síðustu öld og sett undir Náttúrufræðistofnun sem skyldi annast sýningahaldið. Í fyrstu var opnuð sýning í húsakynnum hennar við Hlemm í 100 fm sal á 3. hæð árið 1968. Tuttugu árum síðar var ráðist í nýjar og auknar sýningar með opnun tveggja 100 fm sala á 3. og 4. hæð, auk stigagangs og kapp lagt á að koma upp vönduðum sýningum. Þetta var töluvert átak fyrir vísinda- og rannsóknarstofnun sem í eðli sínu gegnir öðru hlutverki en að standa fyrir almennu sýningarhaldi. Ég er kunnugur þessari sögu vegna starfa minna að undirbúningi, hönnun og uppsetningu beggja þessara sýninga. Að auki gerði ég áætlanir um sýningu í ofangreindu rými í Perlunni sem átti að fylgja eftir sýningunum við Hlemm, en því miður varð ekkert úr því. Sýningarnar við Hlemm voru teknar niður og komið fyrir í geymslum, en ný lög um Náttúruminjasafn samþykkt á Alþingi sem ég fagna, þar sem Safnið var gert að sjálfstæðri stofnun sem sýni og kynni íslenska náttúru í nánu samstarfi við aðrar stofnanir sem stunda náttúrurannsóknir s. s. Hafrannsóknastofnun, Veðurstofu, Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun og háskólana. Þörfin fyrir heppilegt húsnæði fyrir Náttúruminjasafn verður brýnni með hverju árinu sem líður og jafnframt vandræðalegri með sívaxandi ferðamannastraumi. Í Perluna kemur árlega þorri þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Hún er eitt af helstu kennileitum Borgarinnar og útsýnisstaður. Væri nokkuð heppilegra en að þessi útsýnisstaður byði upp á sýningarhald um náttúru landsins og jarðfræði, grundvöll þeirrar sjálfbæru orku sem við erum svo hreykin af. Hér mætti koma fyrir tilkomumiklum sýningum á helstu þáttum íslenskrar náttúru, s. s. lífríki sjávar, fuglabyggð og varpstöðvum, eldvirkni, gosstöðvum o.s.frv. Með þessu móti mundi miðrýmið öðlast hlutverk ekki ósvipað því sem Ráðhúsið hefur áunnið sér með Íslandslíkaninu sem er gott dæmi um sýningarhald sem hefur tekist vel. Um tíu ára bil hefur Sögusafnið verið til húsa í Perunni og sýnt svipmyndir frá sögu þjóðarinnar og bókmenntum, vinsæll og fjölsóttur ferðamannastaður sem með áunninni reynslu og árangri ætti að vera öðru sýningarhaldi hvatning og lyftistöng, hljóti þessar hugmyndir brautargengi sem hér eru til umfjöllunar og hafa komið fram af og til frá því fyrir aldamót. Með því að taka Perluna undir Náttúruminjasafn mætti leysa tilvistarvanda Náttúruminjasafns, nýta reynslu Sögusafnsins, halda Perlunni í opinberri eigu og styrkja áform um Öskjuhlíð sem öflugt útivistarsvæði.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun