Fólk eins og ég er í útrýmingarhættu! María Jónsdóttir skrifar 21. mars 2012 06:00 Ég er fædd með klofinn hrygg (e. spina bifida). Fóstrum sem þetta finnst hjá á meðgöngu hefur flestum verið eytt á síðustu árum. Mér líður eins og dýri í útrýmingarhættu en við erum ekki útdauð enn. Við erum enn á lífi þau okkar sem fengu að lifa, þegar það sást ekki á meðgöngunni að við myndum fæðast með þessa fötlun. Þegar maður fær að heyra það ár eftir ár frá samfélaginu að maður hefði ekki átt að fá að fæðast fer maður smám saman að trúa því. En ekki lengur! Nú er tímabært að okkar rödd fái líka að heyrast. Ég hef heyrt frá nokkrum aðilum sem þekkja til verðandi mæðra sem fá að vita að barnið þeirra muni fæðast með klofinn hrygg að þeim sé sagt að börnin munu verða þroskahömluð, í hjólastól og verði baggi á samfélaginu. Ég er hvorki þroskahömluð né í hjólastól. Ég geng með spelkur á báðum fótum. Ég er þroskaþjálfi og þegar ég útskrifaðist frá KHÍ árið 2004 var lokaverkefnið mitt viðtöl við 3 einstaklinga sem eru fæddir með klofinn hrygg eins og ég. Í verkefninu kom fram að klofinn hryggur greinist við ómskoðun á 18.-20. viku meðgöngu í yfir 90% tilfella. Þó það sé hægt að sjá að um þessa fötlun sé að ræða er ekki hægt að spá fyrir um hversu mikil lömun verður eða hvort barnið verði þroskahamlað. Fötlunin getur lýst sér á ólíkan hátt milli einstaklinga en því ofar sem skaðinn er á hryggnum, því meiri lömun verður. Í verkefninu mínu kom einnig fram að á árunum 1961 til 2002 fæddust um 42 einstaklingar með klofinn hrygg á Íslandi, það yngsta árið 1998. Sex fóstur greindust með klofinn hrygg á árunum 2000 til 2003 í Reykjavík. Upplýsingar og ráðgjöf til verðandi foreldra voru sögð einstaklingsbundin. Ég þekki um helming af þessum 42 einstaklingum og held ég geti fullyrt að flestir þeirra séu með eðlilega greind. Þannig að ef fræðslan er á þá leið að barnið verði bæði líkamlega og andlega fatlað þá tel ég það rangt í flestum tilfellum. Tilgangur rannsóknar minnar var að gefa fólki sem þekkir þetta af eigin raun tækifæri til að tjá sig um eigið líf. Hvað vildi það segja verðandi foreldrum barna með þessa fötlun? Þau þemu sem komu fram í viðtölunum sem ég tók voru: áhrif klofins hryggjar, nám, heimili, starf, bílpróf, ástin, framtíðin, barneignir, fordómar og álit á fósturgreiningum. Þó viðtölin hafi verið einungis þrjú er það þó hátt prósentuhlutfall miðað við að við séum einungis um 40 á landinu fædd með þessa fötlun. Viðmælendur mínir gengu allir í almenna skóla og fóru í menntaskóla. Einn hafði farið í háskólanám. Hreyfihömlun þeirra var mismikil. Þau störfuðu öll á almennum vinnumarkaði og voru bjartsýn á framtíðina. Þau töldu að ef verðandi foreldrar fengju að vita meira þá yrði þessum fóstrum ef til vill ekki eytt. Vegna framfara í taugaskurð/- og þvagfæralækningum hafa lífslíkur þeirra sem fæðast með klofinn hrygg aukist til muna. Það er eflaust áfall að fá að heyra að barnið manns verði fætt með klofinn hrygg en fyrir okkur sem fæddumst með þessa fötlun þá þekkjum við ekkert annað og ég tel að við lifum eðlilegu lífi. Ég er nýtur þjóðfélagsþegn, starfa sem þroskaþjálfi og er löghlýðinn borgari. Samt eru skilaboðin sú að mitt líf sé minna virði en annarra og ég ætti helst ekki að vera til. Nú virðist þykja eðlilegt að eyða þeim fóstrum sem greinast með einhvers konar frávik. Mér finnst eins og það hafi gleymst að hugsa til þess að það verða aldrei allir ófatlaðir. Það finnst ekki allt á meðgöngu; sumt greinist seinna á ævinni, það verða alltaf til veikindi og slys. Mikið væri nú heimurinn litlaus ef við værum öll eins. Fyrir áhugasama heitir lokaverkefnið mitt „Lærður veit mikið en reyndur meira — lífssögur fólks fætt með klofinn hrygg". Ástæðan fyrir nafninu á verkefninu var sú að ég tel að þó læknar geti frætt fólk að einhverju leyti um hvað það þýðir að vera með klofinn hrygg er enginn betur til þess fallinn að segja frá því en við sem þekkjum þetta af eigin raun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er fædd með klofinn hrygg (e. spina bifida). Fóstrum sem þetta finnst hjá á meðgöngu hefur flestum verið eytt á síðustu árum. Mér líður eins og dýri í útrýmingarhættu en við erum ekki útdauð enn. Við erum enn á lífi þau okkar sem fengu að lifa, þegar það sást ekki á meðgöngunni að við myndum fæðast með þessa fötlun. Þegar maður fær að heyra það ár eftir ár frá samfélaginu að maður hefði ekki átt að fá að fæðast fer maður smám saman að trúa því. En ekki lengur! Nú er tímabært að okkar rödd fái líka að heyrast. Ég hef heyrt frá nokkrum aðilum sem þekkja til verðandi mæðra sem fá að vita að barnið þeirra muni fæðast með klofinn hrygg að þeim sé sagt að börnin munu verða þroskahömluð, í hjólastól og verði baggi á samfélaginu. Ég er hvorki þroskahömluð né í hjólastól. Ég geng með spelkur á báðum fótum. Ég er þroskaþjálfi og þegar ég útskrifaðist frá KHÍ árið 2004 var lokaverkefnið mitt viðtöl við 3 einstaklinga sem eru fæddir með klofinn hrygg eins og ég. Í verkefninu kom fram að klofinn hryggur greinist við ómskoðun á 18.-20. viku meðgöngu í yfir 90% tilfella. Þó það sé hægt að sjá að um þessa fötlun sé að ræða er ekki hægt að spá fyrir um hversu mikil lömun verður eða hvort barnið verði þroskahamlað. Fötlunin getur lýst sér á ólíkan hátt milli einstaklinga en því ofar sem skaðinn er á hryggnum, því meiri lömun verður. Í verkefninu mínu kom einnig fram að á árunum 1961 til 2002 fæddust um 42 einstaklingar með klofinn hrygg á Íslandi, það yngsta árið 1998. Sex fóstur greindust með klofinn hrygg á árunum 2000 til 2003 í Reykjavík. Upplýsingar og ráðgjöf til verðandi foreldra voru sögð einstaklingsbundin. Ég þekki um helming af þessum 42 einstaklingum og held ég geti fullyrt að flestir þeirra séu með eðlilega greind. Þannig að ef fræðslan er á þá leið að barnið verði bæði líkamlega og andlega fatlað þá tel ég það rangt í flestum tilfellum. Tilgangur rannsóknar minnar var að gefa fólki sem þekkir þetta af eigin raun tækifæri til að tjá sig um eigið líf. Hvað vildi það segja verðandi foreldrum barna með þessa fötlun? Þau þemu sem komu fram í viðtölunum sem ég tók voru: áhrif klofins hryggjar, nám, heimili, starf, bílpróf, ástin, framtíðin, barneignir, fordómar og álit á fósturgreiningum. Þó viðtölin hafi verið einungis þrjú er það þó hátt prósentuhlutfall miðað við að við séum einungis um 40 á landinu fædd með þessa fötlun. Viðmælendur mínir gengu allir í almenna skóla og fóru í menntaskóla. Einn hafði farið í háskólanám. Hreyfihömlun þeirra var mismikil. Þau störfuðu öll á almennum vinnumarkaði og voru bjartsýn á framtíðina. Þau töldu að ef verðandi foreldrar fengju að vita meira þá yrði þessum fóstrum ef til vill ekki eytt. Vegna framfara í taugaskurð/- og þvagfæralækningum hafa lífslíkur þeirra sem fæðast með klofinn hrygg aukist til muna. Það er eflaust áfall að fá að heyra að barnið manns verði fætt með klofinn hrygg en fyrir okkur sem fæddumst með þessa fötlun þá þekkjum við ekkert annað og ég tel að við lifum eðlilegu lífi. Ég er nýtur þjóðfélagsþegn, starfa sem þroskaþjálfi og er löghlýðinn borgari. Samt eru skilaboðin sú að mitt líf sé minna virði en annarra og ég ætti helst ekki að vera til. Nú virðist þykja eðlilegt að eyða þeim fóstrum sem greinast með einhvers konar frávik. Mér finnst eins og það hafi gleymst að hugsa til þess að það verða aldrei allir ófatlaðir. Það finnst ekki allt á meðgöngu; sumt greinist seinna á ævinni, það verða alltaf til veikindi og slys. Mikið væri nú heimurinn litlaus ef við værum öll eins. Fyrir áhugasama heitir lokaverkefnið mitt „Lærður veit mikið en reyndur meira — lífssögur fólks fætt með klofinn hrygg". Ástæðan fyrir nafninu á verkefninu var sú að ég tel að þó læknar geti frætt fólk að einhverju leyti um hvað það þýðir að vera með klofinn hrygg er enginn betur til þess fallinn að segja frá því en við sem þekkjum þetta af eigin raun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun