Kæri borgarfulltrúi - hver er þín skoðun? 21. mars 2012 06:00 Það er sérstakt að nú tveimur mánuðum áður en þú þarft að taka ákvörðun – óafturkræfa ákvörðun – veit almenningur ekkert hvað þú vilt, hvað þú telur best fyrir okkur borgarbúa, hvernig þín sýn er fyrir alla framtíð. Oft hef ég fengið að vita afstöðu minna fulltrúa í einstökum málum og verið sammála eða ósammála. Nú vill svo til að þú – minn borgarfulltrúi – þarft mjög bráðlega að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíð miðborgarinnar og ég veit enn ekkert um afstöðu þína. En sem sagt; eftir tvo mánuði átt þú að taka ákvörðun um hvort byggja eigi stórt hótel við Vallarstræti, sem mun tengjast Landsímahúsinu og einnig hóteli sem stendur við Austurstræti. Það er ófært að bera því við að niðurstaða sé ekki fengin í samkeppni, þar sem grunnstefið er eftir sem áður risahótel og lóðareigandi situr beggja vegna borðsins; gæti sent inn tillögu, greitt henni sitt atkvæði og fengið verðlaun frá sjálfum sér og okkur borgarbúum. Því spyr ég ykkur, Karl Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir – (öll mínir borgarfulltrúar): - Hefur þú myndað þér skoðun á því hvernig heildaryfirbragð Kvosarinnar á að vera? - Hefur þú myndað þér skoðun á hvort sá reitur sem afmarkaður er af Ingólfstorgi, Austurvelli, Alþingishúsinu og Fógetagarði eigi að vera eitt risahótel? - Hefur þú velt því fyrir þér hvernig aðkoma bíla að slíku hóteli ætti að vera og hvaða gata eigi að þjóna þeirri umferð, þá sérstaklega á sumrin þegar götum í miðborginni er lokað? Vegna þess að ég og margir aðrir vita ekki hver afstaða þín er, óska ég eindregið eftir svari við þessum spurningum. Svörin varða ekki einungis mig og borgarbúa heldur alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er sérstakt að nú tveimur mánuðum áður en þú þarft að taka ákvörðun – óafturkræfa ákvörðun – veit almenningur ekkert hvað þú vilt, hvað þú telur best fyrir okkur borgarbúa, hvernig þín sýn er fyrir alla framtíð. Oft hef ég fengið að vita afstöðu minna fulltrúa í einstökum málum og verið sammála eða ósammála. Nú vill svo til að þú – minn borgarfulltrúi – þarft mjög bráðlega að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíð miðborgarinnar og ég veit enn ekkert um afstöðu þína. En sem sagt; eftir tvo mánuði átt þú að taka ákvörðun um hvort byggja eigi stórt hótel við Vallarstræti, sem mun tengjast Landsímahúsinu og einnig hóteli sem stendur við Austurstræti. Það er ófært að bera því við að niðurstaða sé ekki fengin í samkeppni, þar sem grunnstefið er eftir sem áður risahótel og lóðareigandi situr beggja vegna borðsins; gæti sent inn tillögu, greitt henni sitt atkvæði og fengið verðlaun frá sjálfum sér og okkur borgarbúum. Því spyr ég ykkur, Karl Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir – (öll mínir borgarfulltrúar): - Hefur þú myndað þér skoðun á því hvernig heildaryfirbragð Kvosarinnar á að vera? - Hefur þú myndað þér skoðun á hvort sá reitur sem afmarkaður er af Ingólfstorgi, Austurvelli, Alþingishúsinu og Fógetagarði eigi að vera eitt risahótel? - Hefur þú velt því fyrir þér hvernig aðkoma bíla að slíku hóteli ætti að vera og hvaða gata eigi að þjóna þeirri umferð, þá sérstaklega á sumrin þegar götum í miðborginni er lokað? Vegna þess að ég og margir aðrir vita ekki hver afstaða þín er, óska ég eindregið eftir svari við þessum spurningum. Svörin varða ekki einungis mig og borgarbúa heldur alla landsmenn.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar