Að eiga val Finnur Sveinsson skrifar 20. mars 2012 06:00 Íslendingar eru bílaþjóð. Fjöldi bíla á hvern íbúa er með því mesta sem gerist í Evrópu, það er næstum því einn bíll á hvert bílpróf sem þýðir að flest heimili eru með 2-4 bíla. FÍB hefur reiknað út að meðalkostnaður við að eiga bíl sé yfir ein milljón á ári, séu afskriftir og fjármagnsgjöld tekin með í reikninginn. Það þýðir að kostnaður fyrir meðalstóra fjölskyldu eru a.m.k tvær til þrjár milljónir króna á ári einungis til að reka bílaflotann. Ennfremur kjósa Íslendingar að eiga stóra bíla og er því bílafloti Íslendinga mun orkufrekari en í flestum Evrópuríkjum. Hvað þarf til að breyta þessu viðhorfi Íslendinga til einkabílsins? Það er ljóst að hægt er að nýta peninginn í margt skemmtilegra en að láta hann liggja í bíl sem er aðallega notaður til aksturs til og frá vinnu og í smátúra. Það þarf að skapa forsendur hérlendis fyrir fjölbreytt samgöngukerfi sem fólk getur nýtt sér, allt eftir þörfum hverju sinni. Þjónustu með flýtibíla er að finna víða erlendis. Flýtibíllinn gengur einfaldlega út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga. Bílarnir gætu verið staðsettir á sérstökum bílastæðum um bæinn, nálægt stærstu vinnustöðum, strætóstöðvum og verslunarkjörnum. Hægt væri að panta þá af netinu og huga að því að aðgangur sé þannig úr garði gerður að það þarf ekki sérstaka umsýslu með lykla. Að leigutíma loknum greiðir viðkomandi fyrir raunverulega notkun, þ.e. fyrir akstur og tíma. Þannig gefst fólki kostur á að nýta einkabílinn þegar það nauðsynlega þarf en aðra samgöngumáta þegar það getur. Fyrir þá sem eiga ekki bíl þá hefur fólk aðgang að bíl án þess að fara í þá fjárfestingu sem nýr bíll er. Stærsti hluti daglegra ferða á höfuðborgarsvæðinu er innan við 10 km. Séu valmöguleikar fyrir hendi er hægt að skipuleggja þessar ferðir á marga vegu, eftir því sem er hagkvæmast hverju sinni. Það er hægt að hjóla, ganga eða taka strætó, taka leigubíl eða flýtibíl, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Þegar valmöguleikar aukast í samgöngum er hægt velja um fleiri kosti en einkabílinn og skipuleggja þannig ferðir miðað við hagkvæmustu lausnina hverju sinni. Þannig getur heildarkostnaður orðið lægri en að eiga og reka bíl númer tvö og/eða þrjú. Ef þú vilt kynna þér kosti flýtibíla kíktu þá við í Tjarnarbíó í dag kl. 15.00 en þar verður haldinn fundur um framtíð flýtibíla hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru bílaþjóð. Fjöldi bíla á hvern íbúa er með því mesta sem gerist í Evrópu, það er næstum því einn bíll á hvert bílpróf sem þýðir að flest heimili eru með 2-4 bíla. FÍB hefur reiknað út að meðalkostnaður við að eiga bíl sé yfir ein milljón á ári, séu afskriftir og fjármagnsgjöld tekin með í reikninginn. Það þýðir að kostnaður fyrir meðalstóra fjölskyldu eru a.m.k tvær til þrjár milljónir króna á ári einungis til að reka bílaflotann. Ennfremur kjósa Íslendingar að eiga stóra bíla og er því bílafloti Íslendinga mun orkufrekari en í flestum Evrópuríkjum. Hvað þarf til að breyta þessu viðhorfi Íslendinga til einkabílsins? Það er ljóst að hægt er að nýta peninginn í margt skemmtilegra en að láta hann liggja í bíl sem er aðallega notaður til aksturs til og frá vinnu og í smátúra. Það þarf að skapa forsendur hérlendis fyrir fjölbreytt samgöngukerfi sem fólk getur nýtt sér, allt eftir þörfum hverju sinni. Þjónustu með flýtibíla er að finna víða erlendis. Flýtibíllinn gengur einfaldlega út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga. Bílarnir gætu verið staðsettir á sérstökum bílastæðum um bæinn, nálægt stærstu vinnustöðum, strætóstöðvum og verslunarkjörnum. Hægt væri að panta þá af netinu og huga að því að aðgangur sé þannig úr garði gerður að það þarf ekki sérstaka umsýslu með lykla. Að leigutíma loknum greiðir viðkomandi fyrir raunverulega notkun, þ.e. fyrir akstur og tíma. Þannig gefst fólki kostur á að nýta einkabílinn þegar það nauðsynlega þarf en aðra samgöngumáta þegar það getur. Fyrir þá sem eiga ekki bíl þá hefur fólk aðgang að bíl án þess að fara í þá fjárfestingu sem nýr bíll er. Stærsti hluti daglegra ferða á höfuðborgarsvæðinu er innan við 10 km. Séu valmöguleikar fyrir hendi er hægt að skipuleggja þessar ferðir á marga vegu, eftir því sem er hagkvæmast hverju sinni. Það er hægt að hjóla, ganga eða taka strætó, taka leigubíl eða flýtibíl, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Þegar valmöguleikar aukast í samgöngum er hægt velja um fleiri kosti en einkabílinn og skipuleggja þannig ferðir miðað við hagkvæmustu lausnina hverju sinni. Þannig getur heildarkostnaður orðið lægri en að eiga og reka bíl númer tvö og/eða þrjú. Ef þú vilt kynna þér kosti flýtibíla kíktu þá við í Tjarnarbíó í dag kl. 15.00 en þar verður haldinn fundur um framtíð flýtibíla hérlendis.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar