Erlent

Tveir menn teknir af lífi

tekinn af lífi Annar mannanna sem voru teknir af lífi í Hvíta-Rússlandi.
mynd/AP
tekinn af lífi Annar mannanna sem voru teknir af lífi í Hvíta-Rússlandi. mynd/AP
Tveir menn sem voru dæmdir fyrir að hafa staðið á bak við sprengjuárás á neðanjarðarlestarstöð í Hvíta-Rússlandi hafa verið teknir af lífi.

Mannréttindasamtök fordæmdu líflát mannanna. Þeir voru skotnir í hnakkann fyrir verknaðinn en Hvíta-Rússland er eina Evrópuríkið sem framkvæmir dauðarefsingar. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa deytt 15 manns og slasað 300 í sprengjutilræði í Minsk fyrir rúmu ári. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×