Kjarnakonu á Bessastaði Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 17. mars 2012 06:00 Margir eru kallaðir sem álitlegir forsetaframbjóðendur. Í mínum huga er Auður Guðjónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur afar vænlegur frambjóðandi í forsetakjöri. Hún er vel þekkt sem óþreytandi baráttukona í þágu lækninga við mænuskaða. Sem stofnandi Mænuskaðastofnunar Íslands hefur henni tekist að fá færustu sérfræðinga heims til að horfa út fyrir rammann. Nýlega átti Auður frumkvæði að því að Norðurlandaráð samþykkti að Norðurlöndin hefðu forgöngu um að hrinda af stokkunum skipulagðri leit að lækningu við mænuskaða. Það þarf ekki lítið þrek og hugsjón til að halda slíku til streitu og hafa í gegn. Ef það er eitthvað eitt sem prýðir Auði öðru fremur, þá er það leiðtogahæfileikinn. Hún hefur einstakt lag á að koma málum áfram, hrífa fólk með sér með mælskunni og halda stefnunni. Forseti er þjóðarleiðtogi og Auður á svo sannarlega heima í slíku hlutverki. Ef svona dugmikil og framsækin kona yrði kosin í þetta mikilvæga embætti gæti hún beint sjónum að mannúðarmálum, heilbrigðismálum og jafnréttismálum; málaflokkum sem eru henni afar hugleiknir og skipta þjóðina og allt mannkynið afar miklu máli. Þannig yrði hún forseti allrar þjóðarinnar. Það er engin spurning að þessi dugmikla, heiðarlega og hláturmilda kona mundi njóta sín vel sem gestgjafi þjóðarinnar. Mín tilfinning er sú að Auður mundi bera með sér ferska vinda inn á Bessastaði og leiða þjóðina til góðra verka. Vonandi fyrirgefur Auður mér þessa framhleypni. Ég tel mig þó þekkja hana nógu vel til þess að vita að ef hún telur að hún geti látið enn meira gott af sér leiða sem forseti, þá mun hún íhuga málið. Hún hefur aldrei verið hrædd við að taka slaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Margir eru kallaðir sem álitlegir forsetaframbjóðendur. Í mínum huga er Auður Guðjónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur afar vænlegur frambjóðandi í forsetakjöri. Hún er vel þekkt sem óþreytandi baráttukona í þágu lækninga við mænuskaða. Sem stofnandi Mænuskaðastofnunar Íslands hefur henni tekist að fá færustu sérfræðinga heims til að horfa út fyrir rammann. Nýlega átti Auður frumkvæði að því að Norðurlandaráð samþykkti að Norðurlöndin hefðu forgöngu um að hrinda af stokkunum skipulagðri leit að lækningu við mænuskaða. Það þarf ekki lítið þrek og hugsjón til að halda slíku til streitu og hafa í gegn. Ef það er eitthvað eitt sem prýðir Auði öðru fremur, þá er það leiðtogahæfileikinn. Hún hefur einstakt lag á að koma málum áfram, hrífa fólk með sér með mælskunni og halda stefnunni. Forseti er þjóðarleiðtogi og Auður á svo sannarlega heima í slíku hlutverki. Ef svona dugmikil og framsækin kona yrði kosin í þetta mikilvæga embætti gæti hún beint sjónum að mannúðarmálum, heilbrigðismálum og jafnréttismálum; málaflokkum sem eru henni afar hugleiknir og skipta þjóðina og allt mannkynið afar miklu máli. Þannig yrði hún forseti allrar þjóðarinnar. Það er engin spurning að þessi dugmikla, heiðarlega og hláturmilda kona mundi njóta sín vel sem gestgjafi þjóðarinnar. Mín tilfinning er sú að Auður mundi bera með sér ferska vinda inn á Bessastaði og leiða þjóðina til góðra verka. Vonandi fyrirgefur Auður mér þessa framhleypni. Ég tel mig þó þekkja hana nógu vel til þess að vita að ef hún telur að hún geti látið enn meira gott af sér leiða sem forseti, þá mun hún íhuga málið. Hún hefur aldrei verið hrædd við að taka slaginn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar