Ójöfnuður hindrar bætt heilsufar Ingimar Einarsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun