Næsta þorskastríð Jónas Bjarnason og Lýður Árnason skrifar 17. mars 2012 06:00 Þeir sem taka ekki mark á sögunni eru dæmdir til að endurupplifa hana,“ segir málshátturinn. Við höfum háð stríð við aðrar þjóðir um fisk eins og allir vita. Oft voru fjölmörg útlend skip á miðunum og öllum ljóst, að auðlindin gæti ei þolað fjölþjóðlegan ágang til langframa. Það var því látið sverfa til stáls. Nú er vitað að flestir nytjastofnar í heiminum hafa látið á sjá og sumir svo um munar. Þorskur er ekki svipur hjá sjón og stærstu nýtingaraðilar afneita stöðugt eigin þætti í fiskleysinu. Því er hampað að utanaðkomandi þættir liggi að baki og einnig er hamrað á hagræði óbreytts fyrirkomulags. Hagsmunaaðilar veraldarvítt viðhalda þannig eigin aðgengi og einokun yfir auðlindum til sjávar. Þekktur vísindamaður sagði að botnvörpuveiðar væru eins og veiðar á íkornum með skógareyðingu fyrst. Botnvarpa jafnar út misfellur á sjávarbotni, kórallar muldir, svampagróðri eytt og eftir standa plógförin ein. Það hefur verið sýnt og staðfest með neðansjávarmyndum að kóralrifum, sem tekur hundruð ára að byggjast upp, er eytt í einni svipan. Slík kóralrif eru hluti af viðkvæmu vistkerfi hafsins og afskiptaleysi stjórnvalda illskiljanlegt. Botnvörpusjómenn, sumir hverjir, halda fram skaðleysi þessara veiða og segja útjöfnun bara til bóta og að ekkert líf sé á botni á miklu dýpi. Í þessu sambandi má nefna ráðstefnu um margbreytileika hafdjúpanna í Kúala Lúmpúr 2004. Í framhaldinu var birt bænaskjal undirritað af 1.136 vísindamönnum frá 69 löndum. Þeir lögðu að ríkisstjórnum og SÞ að botnvörpuveiðar á úthöfum verði bannaðar til að bjarga vistkerfum í hafdjúpunum og þar með nytjafiski. Vísindamenn höfðu þá nýlega uppgötvað skóga af kóröllum og kórallarif á djúpu og jafnvel köldu vatni og kalla þá regnskóga hafdjúpanna. Nú er svo komið að um þriðjungur allra nytjafiska í heiminum líður fyrir rányrkju og er í hættu. Vísindamenn spá eyðingu allra fiskistofna um miðja öldina ef ekkert verði að gert og áfram haldið á sömu braut. En hver á að annast varnir fyrir náttúruna? Í ýmsum löndum eru sérstakar stofnanir sem upplýsa um líf hafdjúpanna, en þær mega sín lítils gegn hagsmunaaðilum sem eiga sitt undir veiðum. Hingað til hefur sönnunarbyrðin verið þeirra sem nýta náttúruna og tala fyrir verndunarsjónarmiðum, en varðandi hafdjúpin eru mál nú víða að breytast og yfirvöld farin að viðurkenna, að náttúruvernd eigi ekki að staðnæmast við sjávarmál. Á Íslandsmiðum eru notaðir krókar á handfæra- og línuveiðum, netaveiðar hafa reglugerðarmöskva og botnvörpuveiðar eru með misstórum vörpum og hlerum. Útgerðarmenn hafa þannig í hendi sér hvaða veiðarfæri eru notuð. Og veiðileyfi þeirra gilda um öll Íslandsmið fyrir utan staka bletti eða firði í skamman tíma og sem friðaðir eru vegna smáfisks og hrygninga. Annars ríkir frjálsræði í aðalatriðum til veiða og ábyrgð á veiðarfærum er í höndum útgerðarmanna einna. Hvenær ætla íslenzk stjórnvöld að taka afstöðu til botnvörpunnar? Treysta þau á að LÍÚ dreifi upplýsingum til einstakra útgerða um skaðsemi veiðarfæra? Hvers vegna er staðreyndum um alheimsrýrnun botnfiska ekki haldið til haga? Í þessu sem mörgu öðru njóta útgerðirnar vafans og halda áfram sínum mokstri óáreittar. Rányrkja auðlinda tíðkast um heim allan í skjóli þröng- og skyndihagsmuna. Gróðinn er þvílíkur að auðvelt er að hafa áhrif á ríkisstjórnir og snúa þeim á sveif með hagsmunaaðilum. Á meðan blæðir heildinni og við hættum afkomu komandi kynslóða. Næsta þorskastríð á Íslandi er í nánd og mun snúast um þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem taka ekki mark á sögunni eru dæmdir til að endurupplifa hana,“ segir málshátturinn. Við höfum háð stríð við aðrar þjóðir um fisk eins og allir vita. Oft voru fjölmörg útlend skip á miðunum og öllum ljóst, að auðlindin gæti ei þolað fjölþjóðlegan ágang til langframa. Það var því látið sverfa til stáls. Nú er vitað að flestir nytjastofnar í heiminum hafa látið á sjá og sumir svo um munar. Þorskur er ekki svipur hjá sjón og stærstu nýtingaraðilar afneita stöðugt eigin þætti í fiskleysinu. Því er hampað að utanaðkomandi þættir liggi að baki og einnig er hamrað á hagræði óbreytts fyrirkomulags. Hagsmunaaðilar veraldarvítt viðhalda þannig eigin aðgengi og einokun yfir auðlindum til sjávar. Þekktur vísindamaður sagði að botnvörpuveiðar væru eins og veiðar á íkornum með skógareyðingu fyrst. Botnvarpa jafnar út misfellur á sjávarbotni, kórallar muldir, svampagróðri eytt og eftir standa plógförin ein. Það hefur verið sýnt og staðfest með neðansjávarmyndum að kóralrifum, sem tekur hundruð ára að byggjast upp, er eytt í einni svipan. Slík kóralrif eru hluti af viðkvæmu vistkerfi hafsins og afskiptaleysi stjórnvalda illskiljanlegt. Botnvörpusjómenn, sumir hverjir, halda fram skaðleysi þessara veiða og segja útjöfnun bara til bóta og að ekkert líf sé á botni á miklu dýpi. Í þessu sambandi má nefna ráðstefnu um margbreytileika hafdjúpanna í Kúala Lúmpúr 2004. Í framhaldinu var birt bænaskjal undirritað af 1.136 vísindamönnum frá 69 löndum. Þeir lögðu að ríkisstjórnum og SÞ að botnvörpuveiðar á úthöfum verði bannaðar til að bjarga vistkerfum í hafdjúpunum og þar með nytjafiski. Vísindamenn höfðu þá nýlega uppgötvað skóga af kóröllum og kórallarif á djúpu og jafnvel köldu vatni og kalla þá regnskóga hafdjúpanna. Nú er svo komið að um þriðjungur allra nytjafiska í heiminum líður fyrir rányrkju og er í hættu. Vísindamenn spá eyðingu allra fiskistofna um miðja öldina ef ekkert verði að gert og áfram haldið á sömu braut. En hver á að annast varnir fyrir náttúruna? Í ýmsum löndum eru sérstakar stofnanir sem upplýsa um líf hafdjúpanna, en þær mega sín lítils gegn hagsmunaaðilum sem eiga sitt undir veiðum. Hingað til hefur sönnunarbyrðin verið þeirra sem nýta náttúruna og tala fyrir verndunarsjónarmiðum, en varðandi hafdjúpin eru mál nú víða að breytast og yfirvöld farin að viðurkenna, að náttúruvernd eigi ekki að staðnæmast við sjávarmál. Á Íslandsmiðum eru notaðir krókar á handfæra- og línuveiðum, netaveiðar hafa reglugerðarmöskva og botnvörpuveiðar eru með misstórum vörpum og hlerum. Útgerðarmenn hafa þannig í hendi sér hvaða veiðarfæri eru notuð. Og veiðileyfi þeirra gilda um öll Íslandsmið fyrir utan staka bletti eða firði í skamman tíma og sem friðaðir eru vegna smáfisks og hrygninga. Annars ríkir frjálsræði í aðalatriðum til veiða og ábyrgð á veiðarfærum er í höndum útgerðarmanna einna. Hvenær ætla íslenzk stjórnvöld að taka afstöðu til botnvörpunnar? Treysta þau á að LÍÚ dreifi upplýsingum til einstakra útgerða um skaðsemi veiðarfæra? Hvers vegna er staðreyndum um alheimsrýrnun botnfiska ekki haldið til haga? Í þessu sem mörgu öðru njóta útgerðirnar vafans og halda áfram sínum mokstri óáreittar. Rányrkja auðlinda tíðkast um heim allan í skjóli þröng- og skyndihagsmuna. Gróðinn er þvílíkur að auðvelt er að hafa áhrif á ríkisstjórnir og snúa þeim á sveif með hagsmunaaðilum. Á meðan blæðir heildinni og við hættum afkomu komandi kynslóða. Næsta þorskastríð á Íslandi er í nánd og mun snúast um þetta.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun