Næsta þorskastríð Jónas Bjarnason og Lýður Árnason skrifar 17. mars 2012 06:00 Þeir sem taka ekki mark á sögunni eru dæmdir til að endurupplifa hana,“ segir málshátturinn. Við höfum háð stríð við aðrar þjóðir um fisk eins og allir vita. Oft voru fjölmörg útlend skip á miðunum og öllum ljóst, að auðlindin gæti ei þolað fjölþjóðlegan ágang til langframa. Það var því látið sverfa til stáls. Nú er vitað að flestir nytjastofnar í heiminum hafa látið á sjá og sumir svo um munar. Þorskur er ekki svipur hjá sjón og stærstu nýtingaraðilar afneita stöðugt eigin þætti í fiskleysinu. Því er hampað að utanaðkomandi þættir liggi að baki og einnig er hamrað á hagræði óbreytts fyrirkomulags. Hagsmunaaðilar veraldarvítt viðhalda þannig eigin aðgengi og einokun yfir auðlindum til sjávar. Þekktur vísindamaður sagði að botnvörpuveiðar væru eins og veiðar á íkornum með skógareyðingu fyrst. Botnvarpa jafnar út misfellur á sjávarbotni, kórallar muldir, svampagróðri eytt og eftir standa plógförin ein. Það hefur verið sýnt og staðfest með neðansjávarmyndum að kóralrifum, sem tekur hundruð ára að byggjast upp, er eytt í einni svipan. Slík kóralrif eru hluti af viðkvæmu vistkerfi hafsins og afskiptaleysi stjórnvalda illskiljanlegt. Botnvörpusjómenn, sumir hverjir, halda fram skaðleysi þessara veiða og segja útjöfnun bara til bóta og að ekkert líf sé á botni á miklu dýpi. Í þessu sambandi má nefna ráðstefnu um margbreytileika hafdjúpanna í Kúala Lúmpúr 2004. Í framhaldinu var birt bænaskjal undirritað af 1.136 vísindamönnum frá 69 löndum. Þeir lögðu að ríkisstjórnum og SÞ að botnvörpuveiðar á úthöfum verði bannaðar til að bjarga vistkerfum í hafdjúpunum og þar með nytjafiski. Vísindamenn höfðu þá nýlega uppgötvað skóga af kóröllum og kórallarif á djúpu og jafnvel köldu vatni og kalla þá regnskóga hafdjúpanna. Nú er svo komið að um þriðjungur allra nytjafiska í heiminum líður fyrir rányrkju og er í hættu. Vísindamenn spá eyðingu allra fiskistofna um miðja öldina ef ekkert verði að gert og áfram haldið á sömu braut. En hver á að annast varnir fyrir náttúruna? Í ýmsum löndum eru sérstakar stofnanir sem upplýsa um líf hafdjúpanna, en þær mega sín lítils gegn hagsmunaaðilum sem eiga sitt undir veiðum. Hingað til hefur sönnunarbyrðin verið þeirra sem nýta náttúruna og tala fyrir verndunarsjónarmiðum, en varðandi hafdjúpin eru mál nú víða að breytast og yfirvöld farin að viðurkenna, að náttúruvernd eigi ekki að staðnæmast við sjávarmál. Á Íslandsmiðum eru notaðir krókar á handfæra- og línuveiðum, netaveiðar hafa reglugerðarmöskva og botnvörpuveiðar eru með misstórum vörpum og hlerum. Útgerðarmenn hafa þannig í hendi sér hvaða veiðarfæri eru notuð. Og veiðileyfi þeirra gilda um öll Íslandsmið fyrir utan staka bletti eða firði í skamman tíma og sem friðaðir eru vegna smáfisks og hrygninga. Annars ríkir frjálsræði í aðalatriðum til veiða og ábyrgð á veiðarfærum er í höndum útgerðarmanna einna. Hvenær ætla íslenzk stjórnvöld að taka afstöðu til botnvörpunnar? Treysta þau á að LÍÚ dreifi upplýsingum til einstakra útgerða um skaðsemi veiðarfæra? Hvers vegna er staðreyndum um alheimsrýrnun botnfiska ekki haldið til haga? Í þessu sem mörgu öðru njóta útgerðirnar vafans og halda áfram sínum mokstri óáreittar. Rányrkja auðlinda tíðkast um heim allan í skjóli þröng- og skyndihagsmuna. Gróðinn er þvílíkur að auðvelt er að hafa áhrif á ríkisstjórnir og snúa þeim á sveif með hagsmunaaðilum. Á meðan blæðir heildinni og við hættum afkomu komandi kynslóða. Næsta þorskastríð á Íslandi er í nánd og mun snúast um þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem taka ekki mark á sögunni eru dæmdir til að endurupplifa hana,“ segir málshátturinn. Við höfum háð stríð við aðrar þjóðir um fisk eins og allir vita. Oft voru fjölmörg útlend skip á miðunum og öllum ljóst, að auðlindin gæti ei þolað fjölþjóðlegan ágang til langframa. Það var því látið sverfa til stáls. Nú er vitað að flestir nytjastofnar í heiminum hafa látið á sjá og sumir svo um munar. Þorskur er ekki svipur hjá sjón og stærstu nýtingaraðilar afneita stöðugt eigin þætti í fiskleysinu. Því er hampað að utanaðkomandi þættir liggi að baki og einnig er hamrað á hagræði óbreytts fyrirkomulags. Hagsmunaaðilar veraldarvítt viðhalda þannig eigin aðgengi og einokun yfir auðlindum til sjávar. Þekktur vísindamaður sagði að botnvörpuveiðar væru eins og veiðar á íkornum með skógareyðingu fyrst. Botnvarpa jafnar út misfellur á sjávarbotni, kórallar muldir, svampagróðri eytt og eftir standa plógförin ein. Það hefur verið sýnt og staðfest með neðansjávarmyndum að kóralrifum, sem tekur hundruð ára að byggjast upp, er eytt í einni svipan. Slík kóralrif eru hluti af viðkvæmu vistkerfi hafsins og afskiptaleysi stjórnvalda illskiljanlegt. Botnvörpusjómenn, sumir hverjir, halda fram skaðleysi þessara veiða og segja útjöfnun bara til bóta og að ekkert líf sé á botni á miklu dýpi. Í þessu sambandi má nefna ráðstefnu um margbreytileika hafdjúpanna í Kúala Lúmpúr 2004. Í framhaldinu var birt bænaskjal undirritað af 1.136 vísindamönnum frá 69 löndum. Þeir lögðu að ríkisstjórnum og SÞ að botnvörpuveiðar á úthöfum verði bannaðar til að bjarga vistkerfum í hafdjúpunum og þar með nytjafiski. Vísindamenn höfðu þá nýlega uppgötvað skóga af kóröllum og kórallarif á djúpu og jafnvel köldu vatni og kalla þá regnskóga hafdjúpanna. Nú er svo komið að um þriðjungur allra nytjafiska í heiminum líður fyrir rányrkju og er í hættu. Vísindamenn spá eyðingu allra fiskistofna um miðja öldina ef ekkert verði að gert og áfram haldið á sömu braut. En hver á að annast varnir fyrir náttúruna? Í ýmsum löndum eru sérstakar stofnanir sem upplýsa um líf hafdjúpanna, en þær mega sín lítils gegn hagsmunaaðilum sem eiga sitt undir veiðum. Hingað til hefur sönnunarbyrðin verið þeirra sem nýta náttúruna og tala fyrir verndunarsjónarmiðum, en varðandi hafdjúpin eru mál nú víða að breytast og yfirvöld farin að viðurkenna, að náttúruvernd eigi ekki að staðnæmast við sjávarmál. Á Íslandsmiðum eru notaðir krókar á handfæra- og línuveiðum, netaveiðar hafa reglugerðarmöskva og botnvörpuveiðar eru með misstórum vörpum og hlerum. Útgerðarmenn hafa þannig í hendi sér hvaða veiðarfæri eru notuð. Og veiðileyfi þeirra gilda um öll Íslandsmið fyrir utan staka bletti eða firði í skamman tíma og sem friðaðir eru vegna smáfisks og hrygninga. Annars ríkir frjálsræði í aðalatriðum til veiða og ábyrgð á veiðarfærum er í höndum útgerðarmanna einna. Hvenær ætla íslenzk stjórnvöld að taka afstöðu til botnvörpunnar? Treysta þau á að LÍÚ dreifi upplýsingum til einstakra útgerða um skaðsemi veiðarfæra? Hvers vegna er staðreyndum um alheimsrýrnun botnfiska ekki haldið til haga? Í þessu sem mörgu öðru njóta útgerðirnar vafans og halda áfram sínum mokstri óáreittar. Rányrkja auðlinda tíðkast um heim allan í skjóli þröng- og skyndihagsmuna. Gróðinn er þvílíkur að auðvelt er að hafa áhrif á ríkisstjórnir og snúa þeim á sveif með hagsmunaaðilum. Á meðan blæðir heildinni og við hættum afkomu komandi kynslóða. Næsta þorskastríð á Íslandi er í nánd og mun snúast um þetta.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar