Hermaðurinn vildi ekki til Afganistan 17. mars 2012 07:00 Hamid Karzai, forseti Afganistan, hlustaði á fjölskyldur hinna myrtu á fundi í Kabúl í gær. Forsetinn gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega fyrir framgöngu sína. fréttablaðið/ap Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana í síðustu viku hafði misst hluta af fæti og hlotið heilaskaða í Írak. Þetta sagði lögfræðingur hans, John Henry Browne, sem greindi frá högum hans í bandarískum fjölmiðlum í gær. Hann hefur rætt við fjölskyldu mannsins og manninn sjálfan. Maðurinn fór út af herstöðinni um klukkan þrjú aðfaranótt síðasta sunnudags. Hann réðst svo inn á heimili í nágrenninu og skaut á þá sem þar voru. Níu þeirra sem létust voru börn. Maðurinn brenndi nokkur líkanna einnig. Rannsakendur málsins greindu frá því í gær að maðurinn hefði neytt áfengis áður en hann fór af herstöðinni. Hermönnum er bannað að neyta áfengis í landinu. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann var yfirheyrður á fimmtudag þótt hann sýni ekki samstarfsvilja við rannsókn málsins. Hann er 38 ára gamall og hafði verið í hernum í ellefu ár. Hann er giftur og á tvö ung börn, þriggja og fjögurra ára gömul. Fjölskylda hans hefur nú verið flutt frá heimili sínu á herstöð í nágrenni borgarinnar Tacoma í Washington vegna ótta hersins um öryggi þeirra. Maðurinn hefur fengið margar orður fyrir störf sín í hernum að sögn lögmannsins. Hann hefur þrisvar sinnum farið til Íraks og slasaðist tvisvar. Hann hlaut heilahristing í bílslysi sem varð í kjölfar bílasprengju. Þá meiddist hann á fæti í átökum og þurfti að fara í aðgerð þar sem hluti af öðrum fæti hans var fjarlægður. Hermaðurinn hafði staðið í þeirri meiningu að hann yrði ekki sendur með herdeild sinni til Afganistan í lok síðasta árs. „Hann var ekki spenntur fyrir því að fara í nýtt verkefni. Honum var sagt að hann færi ekki, og svo sagt að hann færi,“ sagði Browne. Það væri skrítið að þrátt fyrir allt hafi hann verið sendur til herþjónustu á ný. Maðurinn kom til Afganistan í desember síðastliðnum. Fyrsta febrúar var hann sendur til Panjwai í nágrenni Kandahar. Á laugardag, daginn fyrir skotárásina, varð hermaðurinn vitni að því þegar annar hermaður missti fótinn í sprengjuárás. Þessar upplýsingar fékk Browne frá fjölskyldu mannsins, en þær höfðu ekki verið sannreyndar hjá hernum. Hermaðurinn var fluttur frá Afganistan til Kúveit á miðvikudag og flytja á hann í herfangelsi í Bandaríkjunum. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana í síðustu viku hafði misst hluta af fæti og hlotið heilaskaða í Írak. Þetta sagði lögfræðingur hans, John Henry Browne, sem greindi frá högum hans í bandarískum fjölmiðlum í gær. Hann hefur rætt við fjölskyldu mannsins og manninn sjálfan. Maðurinn fór út af herstöðinni um klukkan þrjú aðfaranótt síðasta sunnudags. Hann réðst svo inn á heimili í nágrenninu og skaut á þá sem þar voru. Níu þeirra sem létust voru börn. Maðurinn brenndi nokkur líkanna einnig. Rannsakendur málsins greindu frá því í gær að maðurinn hefði neytt áfengis áður en hann fór af herstöðinni. Hermönnum er bannað að neyta áfengis í landinu. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann var yfirheyrður á fimmtudag þótt hann sýni ekki samstarfsvilja við rannsókn málsins. Hann er 38 ára gamall og hafði verið í hernum í ellefu ár. Hann er giftur og á tvö ung börn, þriggja og fjögurra ára gömul. Fjölskylda hans hefur nú verið flutt frá heimili sínu á herstöð í nágrenni borgarinnar Tacoma í Washington vegna ótta hersins um öryggi þeirra. Maðurinn hefur fengið margar orður fyrir störf sín í hernum að sögn lögmannsins. Hann hefur þrisvar sinnum farið til Íraks og slasaðist tvisvar. Hann hlaut heilahristing í bílslysi sem varð í kjölfar bílasprengju. Þá meiddist hann á fæti í átökum og þurfti að fara í aðgerð þar sem hluti af öðrum fæti hans var fjarlægður. Hermaðurinn hafði staðið í þeirri meiningu að hann yrði ekki sendur með herdeild sinni til Afganistan í lok síðasta árs. „Hann var ekki spenntur fyrir því að fara í nýtt verkefni. Honum var sagt að hann færi ekki, og svo sagt að hann færi,“ sagði Browne. Það væri skrítið að þrátt fyrir allt hafi hann verið sendur til herþjónustu á ný. Maðurinn kom til Afganistan í desember síðastliðnum. Fyrsta febrúar var hann sendur til Panjwai í nágrenni Kandahar. Á laugardag, daginn fyrir skotárásina, varð hermaðurinn vitni að því þegar annar hermaður missti fótinn í sprengjuárás. Þessar upplýsingar fékk Browne frá fjölskyldu mannsins, en þær höfðu ekki verið sannreyndar hjá hernum. Hermaðurinn var fluttur frá Afganistan til Kúveit á miðvikudag og flytja á hann í herfangelsi í Bandaríkjunum. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira