Hermaðurinn vildi ekki til Afganistan 17. mars 2012 07:00 Hamid Karzai, forseti Afganistan, hlustaði á fjölskyldur hinna myrtu á fundi í Kabúl í gær. Forsetinn gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega fyrir framgöngu sína. fréttablaðið/ap Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana í síðustu viku hafði misst hluta af fæti og hlotið heilaskaða í Írak. Þetta sagði lögfræðingur hans, John Henry Browne, sem greindi frá högum hans í bandarískum fjölmiðlum í gær. Hann hefur rætt við fjölskyldu mannsins og manninn sjálfan. Maðurinn fór út af herstöðinni um klukkan þrjú aðfaranótt síðasta sunnudags. Hann réðst svo inn á heimili í nágrenninu og skaut á þá sem þar voru. Níu þeirra sem létust voru börn. Maðurinn brenndi nokkur líkanna einnig. Rannsakendur málsins greindu frá því í gær að maðurinn hefði neytt áfengis áður en hann fór af herstöðinni. Hermönnum er bannað að neyta áfengis í landinu. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann var yfirheyrður á fimmtudag þótt hann sýni ekki samstarfsvilja við rannsókn málsins. Hann er 38 ára gamall og hafði verið í hernum í ellefu ár. Hann er giftur og á tvö ung börn, þriggja og fjögurra ára gömul. Fjölskylda hans hefur nú verið flutt frá heimili sínu á herstöð í nágrenni borgarinnar Tacoma í Washington vegna ótta hersins um öryggi þeirra. Maðurinn hefur fengið margar orður fyrir störf sín í hernum að sögn lögmannsins. Hann hefur þrisvar sinnum farið til Íraks og slasaðist tvisvar. Hann hlaut heilahristing í bílslysi sem varð í kjölfar bílasprengju. Þá meiddist hann á fæti í átökum og þurfti að fara í aðgerð þar sem hluti af öðrum fæti hans var fjarlægður. Hermaðurinn hafði staðið í þeirri meiningu að hann yrði ekki sendur með herdeild sinni til Afganistan í lok síðasta árs. „Hann var ekki spenntur fyrir því að fara í nýtt verkefni. Honum var sagt að hann færi ekki, og svo sagt að hann færi,“ sagði Browne. Það væri skrítið að þrátt fyrir allt hafi hann verið sendur til herþjónustu á ný. Maðurinn kom til Afganistan í desember síðastliðnum. Fyrsta febrúar var hann sendur til Panjwai í nágrenni Kandahar. Á laugardag, daginn fyrir skotárásina, varð hermaðurinn vitni að því þegar annar hermaður missti fótinn í sprengjuárás. Þessar upplýsingar fékk Browne frá fjölskyldu mannsins, en þær höfðu ekki verið sannreyndar hjá hernum. Hermaðurinn var fluttur frá Afganistan til Kúveit á miðvikudag og flytja á hann í herfangelsi í Bandaríkjunum. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana í síðustu viku hafði misst hluta af fæti og hlotið heilaskaða í Írak. Þetta sagði lögfræðingur hans, John Henry Browne, sem greindi frá högum hans í bandarískum fjölmiðlum í gær. Hann hefur rætt við fjölskyldu mannsins og manninn sjálfan. Maðurinn fór út af herstöðinni um klukkan þrjú aðfaranótt síðasta sunnudags. Hann réðst svo inn á heimili í nágrenninu og skaut á þá sem þar voru. Níu þeirra sem létust voru börn. Maðurinn brenndi nokkur líkanna einnig. Rannsakendur málsins greindu frá því í gær að maðurinn hefði neytt áfengis áður en hann fór af herstöðinni. Hermönnum er bannað að neyta áfengis í landinu. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann var yfirheyrður á fimmtudag þótt hann sýni ekki samstarfsvilja við rannsókn málsins. Hann er 38 ára gamall og hafði verið í hernum í ellefu ár. Hann er giftur og á tvö ung börn, þriggja og fjögurra ára gömul. Fjölskylda hans hefur nú verið flutt frá heimili sínu á herstöð í nágrenni borgarinnar Tacoma í Washington vegna ótta hersins um öryggi þeirra. Maðurinn hefur fengið margar orður fyrir störf sín í hernum að sögn lögmannsins. Hann hefur þrisvar sinnum farið til Íraks og slasaðist tvisvar. Hann hlaut heilahristing í bílslysi sem varð í kjölfar bílasprengju. Þá meiddist hann á fæti í átökum og þurfti að fara í aðgerð þar sem hluti af öðrum fæti hans var fjarlægður. Hermaðurinn hafði staðið í þeirri meiningu að hann yrði ekki sendur með herdeild sinni til Afganistan í lok síðasta árs. „Hann var ekki spenntur fyrir því að fara í nýtt verkefni. Honum var sagt að hann færi ekki, og svo sagt að hann færi,“ sagði Browne. Það væri skrítið að þrátt fyrir allt hafi hann verið sendur til herþjónustu á ný. Maðurinn kom til Afganistan í desember síðastliðnum. Fyrsta febrúar var hann sendur til Panjwai í nágrenni Kandahar. Á laugardag, daginn fyrir skotárásina, varð hermaðurinn vitni að því þegar annar hermaður missti fótinn í sprengjuárás. Þessar upplýsingar fékk Browne frá fjölskyldu mannsins, en þær höfðu ekki verið sannreyndar hjá hernum. Hermaðurinn var fluttur frá Afganistan til Kúveit á miðvikudag og flytja á hann í herfangelsi í Bandaríkjunum. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira