Hvatning til útvarpsstjóra Ástþór Magnússon skrifar 14. mars 2012 06:00 Forsetakosningar eru á margan hátt spegilmynd af virkni lýðræðis. Álitsgjafar og leiðarahöfundar íslenskra fjölmiðla hafa stundum fjallað um forsetakosningar erlendis í niðrandi tón og gjarnan með viðurnefninu „rússnesk“ kosning. Yfirleitt er þá átt við að valdamaður nær yfirburðakosningu með bolabrögðum og misnotkun ríkisfjölmiðla m.a. með því að útiloka aðra frambjóðendur frá fjölmiðlum og keyra þess í stað skoðanamyndandi áróður. En því miður gerist þetta einnig á Íslandi. T.d. í forsetakosningunum árið 2004 fengu frambjóðendur engan aðgang að RÚV. Íslensku ríkisfjölmiðlarnir notuðu tugi klukkustunda í að útvarpa og sjónvarpa fótboltalýsingum en gátu ekki séð af nokkrum mínútum fyrir íslenskar forsetakosningar. Engin umfjöllun fór fram á RÚV annað en margendurteknar skoðanakannanir sem hömruðu á yfirburðastöðu sitjandi forseta. Forsetinn var eini frambjóðendinn í þeim kosningum sem fékk aðgengi að ríkisfjölmiðlinum í gegnum embætti sitt á Bessastöðum. Það var síðan ekki fyrr en kvöldið fyrir kjördag sem haldinn var einn umræðufundur frambjóðenda í sjónvarpssal, en á þeim tímapunkti var auðvitað þjóðin þegar búin að gera upp hug sinn en án þess að hafa kynnst málefnum frambjóðenda með óhlutdrægum hætti. Dr. Dietrich Fischer, prófessor við friðarháskóla Evrópu í Austurríki, lýsti viðtali við sig á RÚV fyrir forsetakosningarnar 2004 með þessum orðum: Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgóslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic. Bréf Dr. Fischer má lesa í heild á vefnum forsetakosningar.is. Í kjölfar þess að tilboði RÚV í sýningarrétt á fótbolta var hafnað, hafa tugir klukkustunda fallið úr dagskráráætlun RÚV fyrir maí og júní. Nú er því kjörið tækifæri fyrir útvarpsstjóra að venda kvæði í kross og tryggja með óhlutdrægri og vandaðri umfjöllun að ársins 2012 verði ekki minnst vegna „rússneskra“ forsetakosninga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru á margan hátt spegilmynd af virkni lýðræðis. Álitsgjafar og leiðarahöfundar íslenskra fjölmiðla hafa stundum fjallað um forsetakosningar erlendis í niðrandi tón og gjarnan með viðurnefninu „rússnesk“ kosning. Yfirleitt er þá átt við að valdamaður nær yfirburðakosningu með bolabrögðum og misnotkun ríkisfjölmiðla m.a. með því að útiloka aðra frambjóðendur frá fjölmiðlum og keyra þess í stað skoðanamyndandi áróður. En því miður gerist þetta einnig á Íslandi. T.d. í forsetakosningunum árið 2004 fengu frambjóðendur engan aðgang að RÚV. Íslensku ríkisfjölmiðlarnir notuðu tugi klukkustunda í að útvarpa og sjónvarpa fótboltalýsingum en gátu ekki séð af nokkrum mínútum fyrir íslenskar forsetakosningar. Engin umfjöllun fór fram á RÚV annað en margendurteknar skoðanakannanir sem hömruðu á yfirburðastöðu sitjandi forseta. Forsetinn var eini frambjóðendinn í þeim kosningum sem fékk aðgengi að ríkisfjölmiðlinum í gegnum embætti sitt á Bessastöðum. Það var síðan ekki fyrr en kvöldið fyrir kjördag sem haldinn var einn umræðufundur frambjóðenda í sjónvarpssal, en á þeim tímapunkti var auðvitað þjóðin þegar búin að gera upp hug sinn en án þess að hafa kynnst málefnum frambjóðenda með óhlutdrægum hætti. Dr. Dietrich Fischer, prófessor við friðarháskóla Evrópu í Austurríki, lýsti viðtali við sig á RÚV fyrir forsetakosningarnar 2004 með þessum orðum: Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgóslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic. Bréf Dr. Fischer má lesa í heild á vefnum forsetakosningar.is. Í kjölfar þess að tilboði RÚV í sýningarrétt á fótbolta var hafnað, hafa tugir klukkustunda fallið úr dagskráráætlun RÚV fyrir maí og júní. Nú er því kjörið tækifæri fyrir útvarpsstjóra að venda kvæði í kross og tryggja með óhlutdrægri og vandaðri umfjöllun að ársins 2012 verði ekki minnst vegna „rússneskra“ forsetakosninga á Íslandi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar