Hvatning til útvarpsstjóra Ástþór Magnússon skrifar 14. mars 2012 06:00 Forsetakosningar eru á margan hátt spegilmynd af virkni lýðræðis. Álitsgjafar og leiðarahöfundar íslenskra fjölmiðla hafa stundum fjallað um forsetakosningar erlendis í niðrandi tón og gjarnan með viðurnefninu „rússnesk“ kosning. Yfirleitt er þá átt við að valdamaður nær yfirburðakosningu með bolabrögðum og misnotkun ríkisfjölmiðla m.a. með því að útiloka aðra frambjóðendur frá fjölmiðlum og keyra þess í stað skoðanamyndandi áróður. En því miður gerist þetta einnig á Íslandi. T.d. í forsetakosningunum árið 2004 fengu frambjóðendur engan aðgang að RÚV. Íslensku ríkisfjölmiðlarnir notuðu tugi klukkustunda í að útvarpa og sjónvarpa fótboltalýsingum en gátu ekki séð af nokkrum mínútum fyrir íslenskar forsetakosningar. Engin umfjöllun fór fram á RÚV annað en margendurteknar skoðanakannanir sem hömruðu á yfirburðastöðu sitjandi forseta. Forsetinn var eini frambjóðendinn í þeim kosningum sem fékk aðgengi að ríkisfjölmiðlinum í gegnum embætti sitt á Bessastöðum. Það var síðan ekki fyrr en kvöldið fyrir kjördag sem haldinn var einn umræðufundur frambjóðenda í sjónvarpssal, en á þeim tímapunkti var auðvitað þjóðin þegar búin að gera upp hug sinn en án þess að hafa kynnst málefnum frambjóðenda með óhlutdrægum hætti. Dr. Dietrich Fischer, prófessor við friðarháskóla Evrópu í Austurríki, lýsti viðtali við sig á RÚV fyrir forsetakosningarnar 2004 með þessum orðum: Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgóslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic. Bréf Dr. Fischer má lesa í heild á vefnum forsetakosningar.is. Í kjölfar þess að tilboði RÚV í sýningarrétt á fótbolta var hafnað, hafa tugir klukkustunda fallið úr dagskráráætlun RÚV fyrir maí og júní. Nú er því kjörið tækifæri fyrir útvarpsstjóra að venda kvæði í kross og tryggja með óhlutdrægri og vandaðri umfjöllun að ársins 2012 verði ekki minnst vegna „rússneskra“ forsetakosninga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru á margan hátt spegilmynd af virkni lýðræðis. Álitsgjafar og leiðarahöfundar íslenskra fjölmiðla hafa stundum fjallað um forsetakosningar erlendis í niðrandi tón og gjarnan með viðurnefninu „rússnesk“ kosning. Yfirleitt er þá átt við að valdamaður nær yfirburðakosningu með bolabrögðum og misnotkun ríkisfjölmiðla m.a. með því að útiloka aðra frambjóðendur frá fjölmiðlum og keyra þess í stað skoðanamyndandi áróður. En því miður gerist þetta einnig á Íslandi. T.d. í forsetakosningunum árið 2004 fengu frambjóðendur engan aðgang að RÚV. Íslensku ríkisfjölmiðlarnir notuðu tugi klukkustunda í að útvarpa og sjónvarpa fótboltalýsingum en gátu ekki séð af nokkrum mínútum fyrir íslenskar forsetakosningar. Engin umfjöllun fór fram á RÚV annað en margendurteknar skoðanakannanir sem hömruðu á yfirburðastöðu sitjandi forseta. Forsetinn var eini frambjóðendinn í þeim kosningum sem fékk aðgengi að ríkisfjölmiðlinum í gegnum embætti sitt á Bessastöðum. Það var síðan ekki fyrr en kvöldið fyrir kjördag sem haldinn var einn umræðufundur frambjóðenda í sjónvarpssal, en á þeim tímapunkti var auðvitað þjóðin þegar búin að gera upp hug sinn en án þess að hafa kynnst málefnum frambjóðenda með óhlutdrægum hætti. Dr. Dietrich Fischer, prófessor við friðarháskóla Evrópu í Austurríki, lýsti viðtali við sig á RÚV fyrir forsetakosningarnar 2004 með þessum orðum: Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgóslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic. Bréf Dr. Fischer má lesa í heild á vefnum forsetakosningar.is. Í kjölfar þess að tilboði RÚV í sýningarrétt á fótbolta var hafnað, hafa tugir klukkustunda fallið úr dagskráráætlun RÚV fyrir maí og júní. Nú er því kjörið tækifæri fyrir útvarpsstjóra að venda kvæði í kross og tryggja með óhlutdrægri og vandaðri umfjöllun að ársins 2012 verði ekki minnst vegna „rússneskra“ forsetakosninga á Íslandi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun