Launamunur kynjanna er mannréttindabrot Védís Guðjónsdóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttislögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjafarvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er. Ríkið í broddi fylkingar?Í því samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig hið opinbera, með íslenska ríkið í broddi fylkingar, hefur staðið sig í því að útrýma launamun kynjanna. Þar sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert launakannanir meðal félagsmanna sinna undanfarin ár er auðvelt að skoða launamuninn milli kynja í mismunandi starfsstéttum hjá ríkinu, nokkur ár aftur í tímann (http://sfr.is/kannanir-sfr/launakonnun-sfr/). Ég hef valið að skoða grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum þeirra. Byrjum á þjónustufulltrúum, en þeir (þær) voru í þeirri nánast einstöku stöðu árið 2007 að meðallaun kvenna í þeirri stétt voru 3,8% hærri en laun karlanna. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina því nú er launamunurinn orðinn 10,1%, konum í óhag. Hjá starfsfólki sem sinnir öryggis- og/eða húsvörslu og ræstingarfólki var launamunur kynjanna 11,2%, árið 2007. Samkvæmt síðustu könnun SFR fyrir árið 2011 var munurinn kominn upp í 24,7%, konum í óhag. Rannsóknarmenn voru í tiltölulega góðum málum 2007. Það ár var launamunur kynjanna aðeins 1,9%, konum reyndar í óhag en strax árið á eftir er staðan orðin allt önnur og árið 2011 var munurinn kominn í 19,9% mun, sem er gríðarlega mikil, óútskýrð aukning. Svokallaðir hærri stjórnendur eru launahæstir af þessu launafólki og þar hefur launamunur kynjanna lengi verið í kringum 20%. Talsvert dró saman með kynjunum í þeim hópi árin eftir hrun og árið 2010 var munurinn kominn í tæp 10 prósent og nokkur bjartsýni ríkjandi. Árið eftir jókst launamunur kynjanna hins vegar aftur og er nú 21,9%, konum í óhag. Einbeittur brotavilji hins opinbera?Það er talsvert merkilegt að skoða þessa þróun og hún sýnir okkur svart á hvítu að hjá framkvæmdavaldinu er engin tilhneiging til að útrýma launamun kynjanna. Eins og má m.a. sjá af dæmunum hér að ofan hafa laun kvenna staðið í stað árum saman á meðan laun karla í sömu stétt hafa hækkað. Eina undantekningin frá því er launaþróun hærri stjórnenda þar sem laun karla drógust saman á milli áranna 2008 og 2009, en það var síðan „leiðrétt“ við fyrstu hentugleika og nú er launamunurinn þar á bæ orðinn meiri en hann var árið 2007. Það er því augljóst að framkvæmdavaldið virðir ekki vilja löggjafarvaldsins í þessu jafnréttismáli. Spurningin er því „hvað þarf til, til að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og jafni launamun kynjanna í eitt skipti fyrir öll?“ Vonandi verða athugasemdir Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir gerir úttekt á mannréttindastöðu Íslands, til þess að kraftur verði settur í þessi mál en fram hefur komið að ein af helstu athugasemdum sem Sameinuðu þjóðirnar gera í sambandi við stöðu mannréttinda hér á landi er launamunur kynjanna. Þann 15. mars næstkomandi mun fulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf kynna lokaafstöðu Íslands og viðbrögð við athugasemdum Sameinuðu þjóðanna. Þá verður fróðlegt að sjá hvort leiðrétting á launamun kynjanna verði eitt af því sem íslensk stjórnvöld ætla að koma í framkvæmd fyrir árið 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttislögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjafarvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er. Ríkið í broddi fylkingar?Í því samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig hið opinbera, með íslenska ríkið í broddi fylkingar, hefur staðið sig í því að útrýma launamun kynjanna. Þar sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert launakannanir meðal félagsmanna sinna undanfarin ár er auðvelt að skoða launamuninn milli kynja í mismunandi starfsstéttum hjá ríkinu, nokkur ár aftur í tímann (http://sfr.is/kannanir-sfr/launakonnun-sfr/). Ég hef valið að skoða grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum þeirra. Byrjum á þjónustufulltrúum, en þeir (þær) voru í þeirri nánast einstöku stöðu árið 2007 að meðallaun kvenna í þeirri stétt voru 3,8% hærri en laun karlanna. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina því nú er launamunurinn orðinn 10,1%, konum í óhag. Hjá starfsfólki sem sinnir öryggis- og/eða húsvörslu og ræstingarfólki var launamunur kynjanna 11,2%, árið 2007. Samkvæmt síðustu könnun SFR fyrir árið 2011 var munurinn kominn upp í 24,7%, konum í óhag. Rannsóknarmenn voru í tiltölulega góðum málum 2007. Það ár var launamunur kynjanna aðeins 1,9%, konum reyndar í óhag en strax árið á eftir er staðan orðin allt önnur og árið 2011 var munurinn kominn í 19,9% mun, sem er gríðarlega mikil, óútskýrð aukning. Svokallaðir hærri stjórnendur eru launahæstir af þessu launafólki og þar hefur launamunur kynjanna lengi verið í kringum 20%. Talsvert dró saman með kynjunum í þeim hópi árin eftir hrun og árið 2010 var munurinn kominn í tæp 10 prósent og nokkur bjartsýni ríkjandi. Árið eftir jókst launamunur kynjanna hins vegar aftur og er nú 21,9%, konum í óhag. Einbeittur brotavilji hins opinbera?Það er talsvert merkilegt að skoða þessa þróun og hún sýnir okkur svart á hvítu að hjá framkvæmdavaldinu er engin tilhneiging til að útrýma launamun kynjanna. Eins og má m.a. sjá af dæmunum hér að ofan hafa laun kvenna staðið í stað árum saman á meðan laun karla í sömu stétt hafa hækkað. Eina undantekningin frá því er launaþróun hærri stjórnenda þar sem laun karla drógust saman á milli áranna 2008 og 2009, en það var síðan „leiðrétt“ við fyrstu hentugleika og nú er launamunurinn þar á bæ orðinn meiri en hann var árið 2007. Það er því augljóst að framkvæmdavaldið virðir ekki vilja löggjafarvaldsins í þessu jafnréttismáli. Spurningin er því „hvað þarf til, til að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og jafni launamun kynjanna í eitt skipti fyrir öll?“ Vonandi verða athugasemdir Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir gerir úttekt á mannréttindastöðu Íslands, til þess að kraftur verði settur í þessi mál en fram hefur komið að ein af helstu athugasemdum sem Sameinuðu þjóðirnar gera í sambandi við stöðu mannréttinda hér á landi er launamunur kynjanna. Þann 15. mars næstkomandi mun fulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf kynna lokaafstöðu Íslands og viðbrögð við athugasemdum Sameinuðu þjóðanna. Þá verður fróðlegt að sjá hvort leiðrétting á launamun kynjanna verði eitt af því sem íslensk stjórnvöld ætla að koma í framkvæmd fyrir árið 2016.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun