Brunaliðið leitar að bókum 3. mars 2012 06:00 1.Fyrir sextíu árum skrifaði bandaríski rithöfundurinn Ray Bradbury bókina Fahrenheit 451 (brunamark pappírs er 451 gráða á Fahrenheit, um 232,8 gráður á Celsíus). Bókin gerist í framtíðarríki þar sem lestur er bannfærður. Vígaleg sérsveit – Brunaliðið – geysist um vopnuð kröftugum eldvörpum og brennir til ösku bækur hvarvetna sem þær finnast. Engin bók er óhult. 2.Bradbury upplýsir lesendur um að bókaáhugi hafi dvínað smám saman á nokkurra áratuga skeiði samfara því að athygli almennings beindist að ágengum fjölmiðlum og einföldu afþreyingarefni sem þjónaði alfarið hagsmunum markaðsaflanna. Þegar fram liðu stundir geymdu eingöngu bækur hugmyndafræðilega óþekkt og dirfsku, ögrandi kenningar og nýstárlegar skoðanir. Hinir ýmsu hagsmunaðilar og jaðarhópar sem stóð ógn af þessum frjálsa og gagnrýna bókaheimi – til dæmis trúarsamtök, þjóðarbrot og peningaaðall – réðust því á þær á sífellt heiftúðugri hátt. Að lokum gáfust stjórnvöld upp og bönnuðu bækur til að móðga enga, til að allir geti unað sáttir við sitt fyrir framan risaskjáina sem engum storka. Bannið þróast síðan út í þrautskipulagða og harðsvíraða eldeyðingu bóka. Í söguheimi Fahrenheit 451 drepur almenningur tímann og hugann á afþreyingarsíbylju á risavöxnum sjónvarpskjáum, tilfinningalíf þess er mauksoðið, þekking þess yfirborðskennd og bjöguð. En í felum má þó finna Bókafólkið, hóp fólks sem hefur lagt heilu bækurnar á minnið til að varðveita þær þangað til og ef bókabanninu verður hnekkt. Ofsótt fólk með forboðnar bækur á heilanum. 3.Bradbury hefur sagt að bókin fjalli ekki um fasíska ritskoðun heldur lýsi því hvernig sjónvarpið og fjölmiðlar eyðileggi áhugann á lestri bókmennta, sem leiði til þess að fólk taki að skynja þekkingu sem samsafn ómerkilegra staðreynda eða jafnvel gervi-staðreynda, hlutdrægar upplýsingar sem skortir allt samhengi. „Menn þurfa ekki að brenna bækur til að eyðileggja menningarheim. Bara að fá fólk til að hætta að lesa bækur," segir Bradbury. Rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Brodsky tók í svipaðan streng og sagði til vera verri glæpi en að brenna bækur, „svo sem að lesa þær ekki". 4.Þeir glæpir fara í vöxt, já kannski má segja að glæpaalda sé riðin yfir græskulausa íslenska þjóð. Þjóð sem sæmir sig titlinum bókaþjóð þegar hún ölvast af eigin ágæti, þegar hún hreykir sér á fölskum forsendum óskhyggjunnar. Því bókaþjóðin liggur á sóttarsæng, jafnvel banabeði ef hún bandar frá sér lækningu. 5.Undanfarna mánuði hefur hópur rithöfunda þingað að eigin frumkvæði um bágborna stöðu lestrar, læsis og bóka á Íslandi. Við vildum vekja fólk til vitundar um að alvarlegur háski steðjaði að bókaþjóðinni svokölluðu, háski ólæsis og í kjölfarið dauði bókarinnar. Við vildum vekja til vitundar um að lestur er lífsnauðsyn í nútímasamfélagi, að lestur hafi eitthvað fram að færa sem aðrir miðlar hafa ekki. Enginn vill skylda börn eða fullorðna til að lesa, aðeins að minna á að til er hafsjór skemmtilegra bóka og að lestur er gefandi á ótal vegu. Við blésum til ráðstefnu í liðnum mánuði, Alvara málsins – bókaþjóð í ólestri – sem tókst framar öllum vonum en markar þó aðeins upphaf baráttu sem aldrei má linna. 6.Stríðið er auðvitað löngu hafið og lesturinn og bókin sæta stórskotahríð. Vorið 2009 taldi þriðji hver unglingsstrákur í 10. bekkjum landsins að lestur væri tímasóun. Sjötta hver stúlka var á sama máli. Helmingur drengja kvaðst bara lesa tilneyddur og þriðja hver stúlka. Alls 57% nemendanna sögðust allt eins geta hugsað sér að hætta að lesa bækur alfarið. Í augum þessara krakka er lestur kvöð, ánauð, óþekktur heimur sem þau kæra sig ekki um að kynnast eða hrökkluðust frá eftir stuttaraleg kynni. Bókin er þeim lokuð. 7.Könnun sem gerð var sama ár leiddi í ljós að 65% barna á aldrinum 10-15 ára höfðu sjónvarp í sínu herbergi, 91% áttu farsíma og 58% höfðu tölvu eða fartölvu í sínu herbergi. Ég reikna með að þessar tölur hafi hækkað enn frekar síðan þá – herbergi sumra unglinga minna meira á stjórnstöð geimfars en íverustað ungmennis á viðkvæmu skeiði andlegs og líkamlegs þroska. En tölva og bók þurfa ekki að vera svarnir óvinir, enda getur himinn og haf skilið að tölvunotkun og tölvunotkun. Rannsóknir sýna að þeir sem lesa mikið af rafrænu efni lesa einnig mikið af hefðbundnu og öfugt. En það er ekki sama hvað er lesið. Þeir sem nýta sér netið einkum til að leita og afla sér upplýsinga hafi meiri ánægju af lestri og lesa meira en aðrir, en þeir sem nýta sér netið aðallega til að tengjast samskiptavefjum og hafa samskipti við aðra lesa minna og standa sig verr á lestrarprófum. Lestrarfærnin ræðst með öðrum orðum af nýtingu upplýsingatækninnar, eðli og innihaldi. 8.Sumir halda að ólæsisplágunni verði afstýrt með tilkomu tækninýjunga á borð við lesbretti og spjaldtölvur. Fögur er trúin. Við getum lyft rafkyndlum hátt á loft til að lesa við bjarma þeirra en lestölva leysir ekki framlag lesandans af hólmi. Að auki er lunginn af útgefnum bókum heimsins ekki til á rafrænu formi og verður aldrei. Rafbækur eru viðbót við þær hefðbundnu og ef þær laða til sín nýja lesendur og halda í þá sem þegar hafa ánetjast töfrum bókarinnar eru þær góðra gjalda verðar – en fólk má ekki vera svo grunnhyggið að halda að þær fyrirbyggi hættuna á ólæsi. Því ólæsi er ekki tæknilegt vandamál. Það er hugarfarslegt vandamál, það er samfélagslegt vandamál. Það er djöfulleg tímasprengja sem mun gera óskunda í nánustu framtíð þjóðarinnar. 9.Leyfi mér að lokum að vitna í einn samherja minn í lestrarátakinu Bókaþjóð í ólestri, Pétur Gunnarson rithöfund: „Íslenskan er svo fámenn að við megum engan lesenda missa." Við skulum vona að afkomendur okkar standi ekki dag einn frammi fyrir Brunaliði í fullum herklæðum í leit að bókum – til að brenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
1.Fyrir sextíu árum skrifaði bandaríski rithöfundurinn Ray Bradbury bókina Fahrenheit 451 (brunamark pappírs er 451 gráða á Fahrenheit, um 232,8 gráður á Celsíus). Bókin gerist í framtíðarríki þar sem lestur er bannfærður. Vígaleg sérsveit – Brunaliðið – geysist um vopnuð kröftugum eldvörpum og brennir til ösku bækur hvarvetna sem þær finnast. Engin bók er óhult. 2.Bradbury upplýsir lesendur um að bókaáhugi hafi dvínað smám saman á nokkurra áratuga skeiði samfara því að athygli almennings beindist að ágengum fjölmiðlum og einföldu afþreyingarefni sem þjónaði alfarið hagsmunum markaðsaflanna. Þegar fram liðu stundir geymdu eingöngu bækur hugmyndafræðilega óþekkt og dirfsku, ögrandi kenningar og nýstárlegar skoðanir. Hinir ýmsu hagsmunaðilar og jaðarhópar sem stóð ógn af þessum frjálsa og gagnrýna bókaheimi – til dæmis trúarsamtök, þjóðarbrot og peningaaðall – réðust því á þær á sífellt heiftúðugri hátt. Að lokum gáfust stjórnvöld upp og bönnuðu bækur til að móðga enga, til að allir geti unað sáttir við sitt fyrir framan risaskjáina sem engum storka. Bannið þróast síðan út í þrautskipulagða og harðsvíraða eldeyðingu bóka. Í söguheimi Fahrenheit 451 drepur almenningur tímann og hugann á afþreyingarsíbylju á risavöxnum sjónvarpskjáum, tilfinningalíf þess er mauksoðið, þekking þess yfirborðskennd og bjöguð. En í felum má þó finna Bókafólkið, hóp fólks sem hefur lagt heilu bækurnar á minnið til að varðveita þær þangað til og ef bókabanninu verður hnekkt. Ofsótt fólk með forboðnar bækur á heilanum. 3.Bradbury hefur sagt að bókin fjalli ekki um fasíska ritskoðun heldur lýsi því hvernig sjónvarpið og fjölmiðlar eyðileggi áhugann á lestri bókmennta, sem leiði til þess að fólk taki að skynja þekkingu sem samsafn ómerkilegra staðreynda eða jafnvel gervi-staðreynda, hlutdrægar upplýsingar sem skortir allt samhengi. „Menn þurfa ekki að brenna bækur til að eyðileggja menningarheim. Bara að fá fólk til að hætta að lesa bækur," segir Bradbury. Rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Brodsky tók í svipaðan streng og sagði til vera verri glæpi en að brenna bækur, „svo sem að lesa þær ekki". 4.Þeir glæpir fara í vöxt, já kannski má segja að glæpaalda sé riðin yfir græskulausa íslenska þjóð. Þjóð sem sæmir sig titlinum bókaþjóð þegar hún ölvast af eigin ágæti, þegar hún hreykir sér á fölskum forsendum óskhyggjunnar. Því bókaþjóðin liggur á sóttarsæng, jafnvel banabeði ef hún bandar frá sér lækningu. 5.Undanfarna mánuði hefur hópur rithöfunda þingað að eigin frumkvæði um bágborna stöðu lestrar, læsis og bóka á Íslandi. Við vildum vekja fólk til vitundar um að alvarlegur háski steðjaði að bókaþjóðinni svokölluðu, háski ólæsis og í kjölfarið dauði bókarinnar. Við vildum vekja til vitundar um að lestur er lífsnauðsyn í nútímasamfélagi, að lestur hafi eitthvað fram að færa sem aðrir miðlar hafa ekki. Enginn vill skylda börn eða fullorðna til að lesa, aðeins að minna á að til er hafsjór skemmtilegra bóka og að lestur er gefandi á ótal vegu. Við blésum til ráðstefnu í liðnum mánuði, Alvara málsins – bókaþjóð í ólestri – sem tókst framar öllum vonum en markar þó aðeins upphaf baráttu sem aldrei má linna. 6.Stríðið er auðvitað löngu hafið og lesturinn og bókin sæta stórskotahríð. Vorið 2009 taldi þriðji hver unglingsstrákur í 10. bekkjum landsins að lestur væri tímasóun. Sjötta hver stúlka var á sama máli. Helmingur drengja kvaðst bara lesa tilneyddur og þriðja hver stúlka. Alls 57% nemendanna sögðust allt eins geta hugsað sér að hætta að lesa bækur alfarið. Í augum þessara krakka er lestur kvöð, ánauð, óþekktur heimur sem þau kæra sig ekki um að kynnast eða hrökkluðust frá eftir stuttaraleg kynni. Bókin er þeim lokuð. 7.Könnun sem gerð var sama ár leiddi í ljós að 65% barna á aldrinum 10-15 ára höfðu sjónvarp í sínu herbergi, 91% áttu farsíma og 58% höfðu tölvu eða fartölvu í sínu herbergi. Ég reikna með að þessar tölur hafi hækkað enn frekar síðan þá – herbergi sumra unglinga minna meira á stjórnstöð geimfars en íverustað ungmennis á viðkvæmu skeiði andlegs og líkamlegs þroska. En tölva og bók þurfa ekki að vera svarnir óvinir, enda getur himinn og haf skilið að tölvunotkun og tölvunotkun. Rannsóknir sýna að þeir sem lesa mikið af rafrænu efni lesa einnig mikið af hefðbundnu og öfugt. En það er ekki sama hvað er lesið. Þeir sem nýta sér netið einkum til að leita og afla sér upplýsinga hafi meiri ánægju af lestri og lesa meira en aðrir, en þeir sem nýta sér netið aðallega til að tengjast samskiptavefjum og hafa samskipti við aðra lesa minna og standa sig verr á lestrarprófum. Lestrarfærnin ræðst með öðrum orðum af nýtingu upplýsingatækninnar, eðli og innihaldi. 8.Sumir halda að ólæsisplágunni verði afstýrt með tilkomu tækninýjunga á borð við lesbretti og spjaldtölvur. Fögur er trúin. Við getum lyft rafkyndlum hátt á loft til að lesa við bjarma þeirra en lestölva leysir ekki framlag lesandans af hólmi. Að auki er lunginn af útgefnum bókum heimsins ekki til á rafrænu formi og verður aldrei. Rafbækur eru viðbót við þær hefðbundnu og ef þær laða til sín nýja lesendur og halda í þá sem þegar hafa ánetjast töfrum bókarinnar eru þær góðra gjalda verðar – en fólk má ekki vera svo grunnhyggið að halda að þær fyrirbyggi hættuna á ólæsi. Því ólæsi er ekki tæknilegt vandamál. Það er hugarfarslegt vandamál, það er samfélagslegt vandamál. Það er djöfulleg tímasprengja sem mun gera óskunda í nánustu framtíð þjóðarinnar. 9.Leyfi mér að lokum að vitna í einn samherja minn í lestrarátakinu Bókaþjóð í ólestri, Pétur Gunnarson rithöfund: „Íslenskan er svo fámenn að við megum engan lesenda missa." Við skulum vona að afkomendur okkar standi ekki dag einn frammi fyrir Brunaliði í fullum herklæðum í leit að bókum – til að brenna.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar