Blekkingarleikur með skattlagningu lífeyrissparnaðar Vilhjálmur Egilsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Enn koma fram tillögur um skattlagningu lífeyrissparnaðar frá stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. Nú síðast er lagt til að ríkið „innleysi" skattinneign sína af viðbótarlífeyrissparnaði landsmanna til að fjármagna niðurfærslu Íbúðalánasjóðs á lánum. Auk þess verði lagður sérstakur skattur á almennan lífeyrissparnað vegna hagnaðar af svokölluðum Avens-viðskiptum á árinu 2010. Núverandi fyrirkomulag á skattlagningu lífeyrissparnaðar er nauðsynlegt vegna þess að með því verða lífeyrisþegar jafnframt skattgreiðendur á lífeyrisaldrinum. Fyrirséð breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar á komandi áratugum, hlutfallsleg fjölgun aldraðra og fækkun á vinnumarkaði, þýðir að lífeyrisþegarnir sjálfir munu verða að standa undir kostnaði við opinbera þjónustu. Af þessari ástæðu verður ekki hægt að efna loforð stjórnmálamanna samtímans um að tilteknar lífeyrisgreiðslur verði skattfrjálsar þegar þar að kemur. Tekjur lífeyrisþega verða örugglega skattlagðar á ný þótt þær hafi verið skattlagðar áður. Loforð um skattfrelsi tekna úr lífeyrissjóðum í framtíðinni er því blekkingarleikur og viðkomandi stjórnmálamönnum til vansa að taka þátt í þeim leik. Ljóst er að vandi skuldugra heimila og fyrirtækja er mikill en of hægt hefur gengið að auka fjárfestingar í atvinnulífinu og fjölga störfum sem er eina raunhæfa leiðin til að komast út úr vandræðunum. Æskilegt væri að stjórnmálamenn sem vilja láta taka mark á sér hugsuðu um hvernig hægt væri að nota skattkerfið til þess að glæða fjárfestingu og tekjuaukningu í samfélaginu. Ef vilji er fyrir hendi má beita skattkerfinu í þágu skuldugra heimila með réttum hvötum þar sem fólk fær svigrúm til að greiða niður skuldir með vinnu og tekjum. Sú leið er miklu líklegri til árangurs heldur en blekkingarleikur með skattlagningu lífeyrissparnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Enn koma fram tillögur um skattlagningu lífeyrissparnaðar frá stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. Nú síðast er lagt til að ríkið „innleysi" skattinneign sína af viðbótarlífeyrissparnaði landsmanna til að fjármagna niðurfærslu Íbúðalánasjóðs á lánum. Auk þess verði lagður sérstakur skattur á almennan lífeyrissparnað vegna hagnaðar af svokölluðum Avens-viðskiptum á árinu 2010. Núverandi fyrirkomulag á skattlagningu lífeyrissparnaðar er nauðsynlegt vegna þess að með því verða lífeyrisþegar jafnframt skattgreiðendur á lífeyrisaldrinum. Fyrirséð breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar á komandi áratugum, hlutfallsleg fjölgun aldraðra og fækkun á vinnumarkaði, þýðir að lífeyrisþegarnir sjálfir munu verða að standa undir kostnaði við opinbera þjónustu. Af þessari ástæðu verður ekki hægt að efna loforð stjórnmálamanna samtímans um að tilteknar lífeyrisgreiðslur verði skattfrjálsar þegar þar að kemur. Tekjur lífeyrisþega verða örugglega skattlagðar á ný þótt þær hafi verið skattlagðar áður. Loforð um skattfrelsi tekna úr lífeyrissjóðum í framtíðinni er því blekkingarleikur og viðkomandi stjórnmálamönnum til vansa að taka þátt í þeim leik. Ljóst er að vandi skuldugra heimila og fyrirtækja er mikill en of hægt hefur gengið að auka fjárfestingar í atvinnulífinu og fjölga störfum sem er eina raunhæfa leiðin til að komast út úr vandræðunum. Æskilegt væri að stjórnmálamenn sem vilja láta taka mark á sér hugsuðu um hvernig hægt væri að nota skattkerfið til þess að glæða fjárfestingu og tekjuaukningu í samfélaginu. Ef vilji er fyrir hendi má beita skattkerfinu í þágu skuldugra heimila með réttum hvötum þar sem fólk fær svigrúm til að greiða niður skuldir með vinnu og tekjum. Sú leið er miklu líklegri til árangurs heldur en blekkingarleikur með skattlagningu lífeyrissparnaðar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar