Ritstjóri blæs í orkublöðruna Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í leiðara fyrir skömmu og dró þar ályktanir sem vert er að ræða. Í fyrsta lagi óttaðist ritstjórinn um afdrif rammaáætlunar vegna afstöðu náttúruverndarhreyfingarinnar. Skilja mátti á ritstjóranum að almenn sátt væri um drög að tillögum um rammaáætlun í samfélaginu og að óánægju gætti einungis í röðum náttúruverndarhreyfingarinnar og þingmanna VG. Því fer fjarri. Samtök ferðaþjónustunnar, sveitarfélög og Verndarsjóður villtra laxa eru meðal þeirra fjölmörgu sem gera athugasemdir við tillögurnar og vilja fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Í öðru lagi skrifar ritstjórinn að „aðeins" um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fari í nýtingarflokk samkvæmt tillögunum og að það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar. Tillögurnar gera ráð fyrir virkjunum sem munu framleiða 13.234 gígawattstundir. Það er orka sem jafnast á við rétt tæpar þrjár Kárahnjúkavirkjanir og aflað verður með fjölda virkjana, t.d. inni á miðju hálendi. Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að túlka það sem sigur náttúruverndar. Fullyrðingar ritstjórans um að þetta sé fjórðungur virkjanlegrar orku í landinu standast heldur ekki skoðun. Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að við séum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætlun fara því nærri því að klára alla orkukosti sem eftir eru í landinu, ekki nema að ritstjórinn sjái fyrir sér virkjanir í Trölladyngju, Skjálfandafljóti, Hveravöllum og fleiri svæðum með mikið og óumdeilt verndargildi. Í þriðja lagi skrifar ritstjórinn að uppbygging stóriðju sé eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og að ákvörðun um að virkja ekki meira væri ákvörðun um að afþakka hagvöxt. Nú er það svo að hagvöxtur er hvorki algildur né óumdeildur mælikvarði á árangur. Líklega stuðlaði Orkuveita Reykjavíkur að miklum hagvexti á þeim árum sem fyrirtækinu var stýrt nærri gjaldþroti með óábyrgum fjárfestingum, þ.á.m. í virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Almenningur hefur fengið að greiða fyrir þau hagvaxtaráhrif með miklum hækkunum orkuverðs og meðfylgjandi verðbólguáhrifum á fasteignalán. Um áhrif stóriðju á atvinnuuppbyggingu má einnig deila. Þannig minnti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það á nýafstöðnu Viðskiptaþingi að gæta þyrfti að því að risavaxin verkefni, t.d. í orkufrekum iðnaði, gerðu ekki illt verra með ruðningsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi. Skapa mætti mun fleiri störf við nýsköpun fyrir sama fé. Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í samfélaginu með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki náð að rækja það hlutverk í aðdraganda bankahrunsins, þeir hafi þvert á móti átt stóran hlut í því hve umræða um fjármálafyrirtækin var bæði umfangsmikil og lofsamleg. Fjölmiðlar tóku þannig virkan þátt í að blása upp bankabólu þar til hún sprakk. Ætla þeir líka að blása í orkubóluna af sama ákafa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Tengdar fréttir Ramminn í ruslið? Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. 14. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í leiðara fyrir skömmu og dró þar ályktanir sem vert er að ræða. Í fyrsta lagi óttaðist ritstjórinn um afdrif rammaáætlunar vegna afstöðu náttúruverndarhreyfingarinnar. Skilja mátti á ritstjóranum að almenn sátt væri um drög að tillögum um rammaáætlun í samfélaginu og að óánægju gætti einungis í röðum náttúruverndarhreyfingarinnar og þingmanna VG. Því fer fjarri. Samtök ferðaþjónustunnar, sveitarfélög og Verndarsjóður villtra laxa eru meðal þeirra fjölmörgu sem gera athugasemdir við tillögurnar og vilja fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Í öðru lagi skrifar ritstjórinn að „aðeins" um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fari í nýtingarflokk samkvæmt tillögunum og að það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar. Tillögurnar gera ráð fyrir virkjunum sem munu framleiða 13.234 gígawattstundir. Það er orka sem jafnast á við rétt tæpar þrjár Kárahnjúkavirkjanir og aflað verður með fjölda virkjana, t.d. inni á miðju hálendi. Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að túlka það sem sigur náttúruverndar. Fullyrðingar ritstjórans um að þetta sé fjórðungur virkjanlegrar orku í landinu standast heldur ekki skoðun. Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að við séum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætlun fara því nærri því að klára alla orkukosti sem eftir eru í landinu, ekki nema að ritstjórinn sjái fyrir sér virkjanir í Trölladyngju, Skjálfandafljóti, Hveravöllum og fleiri svæðum með mikið og óumdeilt verndargildi. Í þriðja lagi skrifar ritstjórinn að uppbygging stóriðju sé eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og að ákvörðun um að virkja ekki meira væri ákvörðun um að afþakka hagvöxt. Nú er það svo að hagvöxtur er hvorki algildur né óumdeildur mælikvarði á árangur. Líklega stuðlaði Orkuveita Reykjavíkur að miklum hagvexti á þeim árum sem fyrirtækinu var stýrt nærri gjaldþroti með óábyrgum fjárfestingum, þ.á.m. í virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Almenningur hefur fengið að greiða fyrir þau hagvaxtaráhrif með miklum hækkunum orkuverðs og meðfylgjandi verðbólguáhrifum á fasteignalán. Um áhrif stóriðju á atvinnuuppbyggingu má einnig deila. Þannig minnti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það á nýafstöðnu Viðskiptaþingi að gæta þyrfti að því að risavaxin verkefni, t.d. í orkufrekum iðnaði, gerðu ekki illt verra með ruðningsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi. Skapa mætti mun fleiri störf við nýsköpun fyrir sama fé. Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í samfélaginu með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki náð að rækja það hlutverk í aðdraganda bankahrunsins, þeir hafi þvert á móti átt stóran hlut í því hve umræða um fjármálafyrirtækin var bæði umfangsmikil og lofsamleg. Fjölmiðlar tóku þannig virkan þátt í að blása upp bankabólu þar til hún sprakk. Ætla þeir líka að blása í orkubóluna af sama ákafa?
Ramminn í ruslið? Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. 14. febrúar 2012 06:00
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun