Ritstjóri blæs í orkublöðruna Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í leiðara fyrir skömmu og dró þar ályktanir sem vert er að ræða. Í fyrsta lagi óttaðist ritstjórinn um afdrif rammaáætlunar vegna afstöðu náttúruverndarhreyfingarinnar. Skilja mátti á ritstjóranum að almenn sátt væri um drög að tillögum um rammaáætlun í samfélaginu og að óánægju gætti einungis í röðum náttúruverndarhreyfingarinnar og þingmanna VG. Því fer fjarri. Samtök ferðaþjónustunnar, sveitarfélög og Verndarsjóður villtra laxa eru meðal þeirra fjölmörgu sem gera athugasemdir við tillögurnar og vilja fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Í öðru lagi skrifar ritstjórinn að „aðeins" um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fari í nýtingarflokk samkvæmt tillögunum og að það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar. Tillögurnar gera ráð fyrir virkjunum sem munu framleiða 13.234 gígawattstundir. Það er orka sem jafnast á við rétt tæpar þrjár Kárahnjúkavirkjanir og aflað verður með fjölda virkjana, t.d. inni á miðju hálendi. Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að túlka það sem sigur náttúruverndar. Fullyrðingar ritstjórans um að þetta sé fjórðungur virkjanlegrar orku í landinu standast heldur ekki skoðun. Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að við séum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætlun fara því nærri því að klára alla orkukosti sem eftir eru í landinu, ekki nema að ritstjórinn sjái fyrir sér virkjanir í Trölladyngju, Skjálfandafljóti, Hveravöllum og fleiri svæðum með mikið og óumdeilt verndargildi. Í þriðja lagi skrifar ritstjórinn að uppbygging stóriðju sé eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og að ákvörðun um að virkja ekki meira væri ákvörðun um að afþakka hagvöxt. Nú er það svo að hagvöxtur er hvorki algildur né óumdeildur mælikvarði á árangur. Líklega stuðlaði Orkuveita Reykjavíkur að miklum hagvexti á þeim árum sem fyrirtækinu var stýrt nærri gjaldþroti með óábyrgum fjárfestingum, þ.á.m. í virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Almenningur hefur fengið að greiða fyrir þau hagvaxtaráhrif með miklum hækkunum orkuverðs og meðfylgjandi verðbólguáhrifum á fasteignalán. Um áhrif stóriðju á atvinnuuppbyggingu má einnig deila. Þannig minnti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það á nýafstöðnu Viðskiptaþingi að gæta þyrfti að því að risavaxin verkefni, t.d. í orkufrekum iðnaði, gerðu ekki illt verra með ruðningsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi. Skapa mætti mun fleiri störf við nýsköpun fyrir sama fé. Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í samfélaginu með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki náð að rækja það hlutverk í aðdraganda bankahrunsins, þeir hafi þvert á móti átt stóran hlut í því hve umræða um fjármálafyrirtækin var bæði umfangsmikil og lofsamleg. Fjölmiðlar tóku þannig virkan þátt í að blása upp bankabólu þar til hún sprakk. Ætla þeir líka að blása í orkubóluna af sama ákafa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Tengdar fréttir Ramminn í ruslið? Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. 14. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í leiðara fyrir skömmu og dró þar ályktanir sem vert er að ræða. Í fyrsta lagi óttaðist ritstjórinn um afdrif rammaáætlunar vegna afstöðu náttúruverndarhreyfingarinnar. Skilja mátti á ritstjóranum að almenn sátt væri um drög að tillögum um rammaáætlun í samfélaginu og að óánægju gætti einungis í röðum náttúruverndarhreyfingarinnar og þingmanna VG. Því fer fjarri. Samtök ferðaþjónustunnar, sveitarfélög og Verndarsjóður villtra laxa eru meðal þeirra fjölmörgu sem gera athugasemdir við tillögurnar og vilja fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Í öðru lagi skrifar ritstjórinn að „aðeins" um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fari í nýtingarflokk samkvæmt tillögunum og að það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar. Tillögurnar gera ráð fyrir virkjunum sem munu framleiða 13.234 gígawattstundir. Það er orka sem jafnast á við rétt tæpar þrjár Kárahnjúkavirkjanir og aflað verður með fjölda virkjana, t.d. inni á miðju hálendi. Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að túlka það sem sigur náttúruverndar. Fullyrðingar ritstjórans um að þetta sé fjórðungur virkjanlegrar orku í landinu standast heldur ekki skoðun. Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að við séum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætlun fara því nærri því að klára alla orkukosti sem eftir eru í landinu, ekki nema að ritstjórinn sjái fyrir sér virkjanir í Trölladyngju, Skjálfandafljóti, Hveravöllum og fleiri svæðum með mikið og óumdeilt verndargildi. Í þriðja lagi skrifar ritstjórinn að uppbygging stóriðju sé eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og að ákvörðun um að virkja ekki meira væri ákvörðun um að afþakka hagvöxt. Nú er það svo að hagvöxtur er hvorki algildur né óumdeildur mælikvarði á árangur. Líklega stuðlaði Orkuveita Reykjavíkur að miklum hagvexti á þeim árum sem fyrirtækinu var stýrt nærri gjaldþroti með óábyrgum fjárfestingum, þ.á.m. í virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Almenningur hefur fengið að greiða fyrir þau hagvaxtaráhrif með miklum hækkunum orkuverðs og meðfylgjandi verðbólguáhrifum á fasteignalán. Um áhrif stóriðju á atvinnuuppbyggingu má einnig deila. Þannig minnti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það á nýafstöðnu Viðskiptaþingi að gæta þyrfti að því að risavaxin verkefni, t.d. í orkufrekum iðnaði, gerðu ekki illt verra með ruðningsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi. Skapa mætti mun fleiri störf við nýsköpun fyrir sama fé. Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í samfélaginu með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki náð að rækja það hlutverk í aðdraganda bankahrunsins, þeir hafi þvert á móti átt stóran hlut í því hve umræða um fjármálafyrirtækin var bæði umfangsmikil og lofsamleg. Fjölmiðlar tóku þannig virkan þátt í að blása upp bankabólu þar til hún sprakk. Ætla þeir líka að blása í orkubóluna af sama ákafa?
Ramminn í ruslið? Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. 14. febrúar 2012 06:00
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun