Hvað tefur, Ögmundur? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur?
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar