Ávísun á tóman hatt Sveinn Valfells skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar