Ávísun á tóman hatt Sveinn Valfells skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar