Nýr spítali – já takk! 21. febrúar 2012 06:00 Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Landspítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir einhuga um þetta verkefni og steytir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggðar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala. Staðsetningin er löngu ákveðin og henni verður ekki breytt héðan af, til þess er undirbúningsvinnan komin of langt. Við höfum ekki efni á að byggja ekki nýjan spítala, hann er okkar brýnasta forgangsmál. Núverandi húsakostur er genginn sér til húðar, hann hefur þjónað vel en nú er mál að linni. Sem innlagnastjóri Landspítala í tæp fimm ár fæst ég á hverjum degi við flókin úrlausnarefni sem mörg hver verða mun auðveldari á nýjum spítala. Þar vegur þyngst að þörfin fyrir einbýli með aðgengi að sér salerni hefur snaraukist á örfáum árum. Nú eru aðeins örfá einbýli á hverri legudeild og enn eru í notkun sjúkrastofur fyrir sex einstaklinga. Ástæðurnar fyrir vaxandi þörf fyrir einbýli eru nokkrar og eru þær tíundaðar hér til fróðleiks – listinn er þó ekki tæmandi: 1. Sjúklingar sem koma erlendis frá og hafa verið á sjúkrahúsi þar á síðustu sex mánuðum þurfa einangrun vegna svonefndrar MÓSA varúðar. Í stuttu máli erum við að verjast bakteríum sem eru ónæmar fyrir öllum helstu sýklalyfjum og landlægar á mörgum sjúkrahúsum erlendis. Einangrun er aðeins aflétt ef sýni eru neikvæð, en ræktun getur tekið 2-4 daga. 2. Fjöldi fólks með langvinn heilsufarsvandamál ber í sér bakteríu sem myndar hvata (ESBL) sem brjóta niður lyf í mikilvægasta sýklalyfjaflokknum, en þetta fólk þarf einbýli og sér salerni í hvert sinn sem það leggst inn á sjúkrahús. 3. Nokkur hópur sjúklinga með langvinna sjúkdóma ber í sér ónæma bakteríu sem nefnist VRE, en þeir þurfa einbýli og sér salerni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús. 4. Á hverju ári gengur yfir faraldur svonefndrar Nórósýkingar sem er bráðsmitandi iðrasýking. Hún fer eins og eldur í sinu um sjúkradeildir þar sem fjölbýli eru og fólk deilir salerni. Þeir sem veikjast af Nóró þurfa einbýli og sér salerni á meðan veikindin vara og í a.m.k. 48 tíma eftir að einkenni eru gengin yfir. 5. Inflúensa gengur á hverjum vetri – af mismiklum þunga. Þeir sem leggjast inn og eru grunaðir um inflúensu þurfa einbýli og sér salerni í 48 tíma eftir að gjöf inflúensulyfja hefst. 6. Upp geta komið faraldrar smitsjúkdóma sem krefjast einangrunar sjúklinga á einbýli með sér salerni s.s. svínainflúensa og mislingar. 7. Sjúklingum sem fá sýklalyf er hætt við að fá iðrasýkingu sem nefnist CDTA. Þeir þurfa einbýli og sér salerni á meðan hún gengur yfir. 8. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. líffæraþegar og fólk í þungum lyfjameðferðum vegna blóðsjúkdóma, þurfa að vera í svonefndri varnareinangrun á einbýli með sér salerni, stundum í margar vikur. 9. Sjúklingar sem eru mjög mikið veikir og/eða deyjandi þurfa einbýli. 10. Veik börn þurfa í flestum tilfellum einbýli. 11. Sjúklingar með bráðarugl og atferlistruflanir þurfa einbýli. 12. Sjúklingar með alvarlega geðsjúkdóma þurfa oftast einbýli. Listinn er lengri og í rauninni er það þannig að langflestir þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi nú á tímum þurfa á einbýli að halda. Af þessu má glögglega sjá að skipulag þeirra sjúkradeilda sem Landspítalinn hefur yfir að ráða er ófullnægjandi nú á árinu 2012. Á nútíma sjúkrahúsi þurfa allar sjúkrastofur að vera einbýli með salerni. Þar ráða sýkingavarnasjónarmið og sú staðreynd að nú á dögum liggur fólk ekki á spítala nema það þurfi sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og geti sjúkdómsins/aðgerðarinnar eða færni sinnar vegna ekki verið heima. Á nýja spítalanum mun aðstaðan uppfylla þessar kröfur og þar verður hægt að veita mun betri og öruggari þjónustu en nú er mögulegt. Starfsfólk Landspítala leggur sig alltaf í líma við að veita eins góða þjónustu og mögulegt er en húsnæðið, tækjabúnaðurinn og önnur aðstaða er takmarkandi þáttur. Þegar sjúklingur sem nauðsynlega þarf einbýli leggst inn á spítalann getur þurft að grípa til flókinna ráðstafana sem fela í sér flutning annarra sjúklinga fram á gang, á aðrar deildir eða jafnvel milli húsa. Undanfarin ár höfum við hvað eftir annað lent í því að þurfa að loka heilu legudeildunum um lengri eða skemmri tíma vegna sýkinga. Slíkar uppákomur riðla flóknu og viðkvæmu skipulagi spítalans þar sem hvert púsl þarf að vera á sínum stað til að kerfið virki fyrir sjúklingana og þjónustan sé góð og örugg. Þessar uppákomur kosta ómælda fjármuni, bæði vegna dýrra sýklaræktana, sótthreinsunar, þrifa, frestunar skurðaðgerða og þess að nota þarf mun dýrari sýklalyf en ella. Það verður ekki degi of snemmt að við flytjum í nýjan spítala. Nú þurfum við að snúa bökum saman sem aldrei fyrr og sýna hvað við getum – Landspítali er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og öryggisnet þjóðarinnar. Nýr Landspítali er nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Landspítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir einhuga um þetta verkefni og steytir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggðar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala. Staðsetningin er löngu ákveðin og henni verður ekki breytt héðan af, til þess er undirbúningsvinnan komin of langt. Við höfum ekki efni á að byggja ekki nýjan spítala, hann er okkar brýnasta forgangsmál. Núverandi húsakostur er genginn sér til húðar, hann hefur þjónað vel en nú er mál að linni. Sem innlagnastjóri Landspítala í tæp fimm ár fæst ég á hverjum degi við flókin úrlausnarefni sem mörg hver verða mun auðveldari á nýjum spítala. Þar vegur þyngst að þörfin fyrir einbýli með aðgengi að sér salerni hefur snaraukist á örfáum árum. Nú eru aðeins örfá einbýli á hverri legudeild og enn eru í notkun sjúkrastofur fyrir sex einstaklinga. Ástæðurnar fyrir vaxandi þörf fyrir einbýli eru nokkrar og eru þær tíundaðar hér til fróðleiks – listinn er þó ekki tæmandi: 1. Sjúklingar sem koma erlendis frá og hafa verið á sjúkrahúsi þar á síðustu sex mánuðum þurfa einangrun vegna svonefndrar MÓSA varúðar. Í stuttu máli erum við að verjast bakteríum sem eru ónæmar fyrir öllum helstu sýklalyfjum og landlægar á mörgum sjúkrahúsum erlendis. Einangrun er aðeins aflétt ef sýni eru neikvæð, en ræktun getur tekið 2-4 daga. 2. Fjöldi fólks með langvinn heilsufarsvandamál ber í sér bakteríu sem myndar hvata (ESBL) sem brjóta niður lyf í mikilvægasta sýklalyfjaflokknum, en þetta fólk þarf einbýli og sér salerni í hvert sinn sem það leggst inn á sjúkrahús. 3. Nokkur hópur sjúklinga með langvinna sjúkdóma ber í sér ónæma bakteríu sem nefnist VRE, en þeir þurfa einbýli og sér salerni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús. 4. Á hverju ári gengur yfir faraldur svonefndrar Nórósýkingar sem er bráðsmitandi iðrasýking. Hún fer eins og eldur í sinu um sjúkradeildir þar sem fjölbýli eru og fólk deilir salerni. Þeir sem veikjast af Nóró þurfa einbýli og sér salerni á meðan veikindin vara og í a.m.k. 48 tíma eftir að einkenni eru gengin yfir. 5. Inflúensa gengur á hverjum vetri – af mismiklum þunga. Þeir sem leggjast inn og eru grunaðir um inflúensu þurfa einbýli og sér salerni í 48 tíma eftir að gjöf inflúensulyfja hefst. 6. Upp geta komið faraldrar smitsjúkdóma sem krefjast einangrunar sjúklinga á einbýli með sér salerni s.s. svínainflúensa og mislingar. 7. Sjúklingum sem fá sýklalyf er hætt við að fá iðrasýkingu sem nefnist CDTA. Þeir þurfa einbýli og sér salerni á meðan hún gengur yfir. 8. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. líffæraþegar og fólk í þungum lyfjameðferðum vegna blóðsjúkdóma, þurfa að vera í svonefndri varnareinangrun á einbýli með sér salerni, stundum í margar vikur. 9. Sjúklingar sem eru mjög mikið veikir og/eða deyjandi þurfa einbýli. 10. Veik börn þurfa í flestum tilfellum einbýli. 11. Sjúklingar með bráðarugl og atferlistruflanir þurfa einbýli. 12. Sjúklingar með alvarlega geðsjúkdóma þurfa oftast einbýli. Listinn er lengri og í rauninni er það þannig að langflestir þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi nú á tímum þurfa á einbýli að halda. Af þessu má glögglega sjá að skipulag þeirra sjúkradeilda sem Landspítalinn hefur yfir að ráða er ófullnægjandi nú á árinu 2012. Á nútíma sjúkrahúsi þurfa allar sjúkrastofur að vera einbýli með salerni. Þar ráða sýkingavarnasjónarmið og sú staðreynd að nú á dögum liggur fólk ekki á spítala nema það þurfi sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og geti sjúkdómsins/aðgerðarinnar eða færni sinnar vegna ekki verið heima. Á nýja spítalanum mun aðstaðan uppfylla þessar kröfur og þar verður hægt að veita mun betri og öruggari þjónustu en nú er mögulegt. Starfsfólk Landspítala leggur sig alltaf í líma við að veita eins góða þjónustu og mögulegt er en húsnæðið, tækjabúnaðurinn og önnur aðstaða er takmarkandi þáttur. Þegar sjúklingur sem nauðsynlega þarf einbýli leggst inn á spítalann getur þurft að grípa til flókinna ráðstafana sem fela í sér flutning annarra sjúklinga fram á gang, á aðrar deildir eða jafnvel milli húsa. Undanfarin ár höfum við hvað eftir annað lent í því að þurfa að loka heilu legudeildunum um lengri eða skemmri tíma vegna sýkinga. Slíkar uppákomur riðla flóknu og viðkvæmu skipulagi spítalans þar sem hvert púsl þarf að vera á sínum stað til að kerfið virki fyrir sjúklingana og þjónustan sé góð og örugg. Þessar uppákomur kosta ómælda fjármuni, bæði vegna dýrra sýklaræktana, sótthreinsunar, þrifa, frestunar skurðaðgerða og þess að nota þarf mun dýrari sýklalyf en ella. Það verður ekki degi of snemmt að við flytjum í nýjan spítala. Nú þurfum við að snúa bökum saman sem aldrei fyrr og sýna hvað við getum – Landspítali er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og öryggisnet þjóðarinnar. Nýr Landspítali er nauðsyn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar