Náttúruminjasafn Íslands Stjórnarmenn í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi skrifar 21. febrúar 2012 14:15 Fyrir skömmu sendi Ríkisendurskoðun frá sér skýrslu um Náttúruminjasafn Íslands, stöðu þess og framtíðarhorfur. Í skýrslunni eru áfellisdómar um framkvæmd laga um safnið, ástand þess og starfsumhverfi. Allt er það því miður bæði satt og rétt. Framkvæmd laganna er í skötulíki, fjárveitingar eru snautlegar, húsnæðismálin óviðunandi, safnkosturinn nær allur ótiltækur, sýningar engar, stefnumótun í uppnámi og samvinna við Náttúrufræðistofnun Íslands ekki sem skyldi. Svona hefur gengið í áraraðir og við lestur skýrslunnar verður ekki séð að embættismenn innan Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hafi verið Náttúruminjasafninu hjálplegir. Vonandi verður skýrsla Ríkisendurskoðunar til þess að ráðin verði bót á þessari ömurlegu stöðu. Náttúruminjasafninu er skv. þar að lútandi lögum ætlað að vera höfuðsafn á borð við Þjóðminjasafn og Listasafn Íslands, og fjárveitingar til þess, stærð þess og staða ætti að vera sambærileg við þessi söfn. Það ætti sem sé að vera í eigin húsnæði með rúmgóða sýningarsali og helst á svipuðum slóðum og hin höfuðsöfnin, þ.e. miðlægt í höfuðborginni. Safninu er ætlað að varpa ljósi á náttúru landsins, nýtingu auðlinda og náttúruvernd, safna náttúrugripum og vera miðstöð þekkingar. Það á að miðla fræðslu um íslenska náttúru til skóla, námsfólks, fjölmiðla og almennings og annast rannsóknir á starfssviði sínu. Það á einnig að þjóna erlendum ferðamönnum. Því er líka ætlað að að vera miðstöð safnastarfsemi á sínu sviði, vera öðrum náttúruminjasöfnum til ráðuneytis og stuðla að samvinnu þeirra og samhæfingu. Allt er þetta í samræmi við almennan skilning á höfuðsafni og sýnir löngun til þess að standa jafnfætis öðrum þjóðum á þessu sviði. Ekkert af þessu hefur þó komið til framkvæmda. Fyrir vikið standa Íslendingar að baki öðrum þjóðum í Evrópu og kannski á hnettinum öllum. Náttúruminjasafnið er afsprengi Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) líkt og Náttúrufræðistofnun Íslands. Félagið var stofnað 1889 og megintilgangur þess var að koma á laggir náttúrugripasafni til að glæða áhuga fólks á náttúru landsins og efla rannsóknir á henni. Þetta tókst og félagið kom á fót ágætu sýningar- og vísindasafni sem það rak við góðan orðstír allt fram undir miðja 20. öld. Þá var gert samkomulag við ríkið um að það yfirtæki þennan rekstur, það fékk til sín eigur safnsins, náttúrugripi, bókakost, handrit og skjöl og auk þess drjúga peningaupphæð sem félagsmenn höfðu dregið saman og sett í byggingarsjóð. Á móti lofaði ríkið að reka safnið og sýningar þess og reisa yfir það hús sem sómi væri að. Við þetta var ekki staðið. Sýningarsalur safnsins í Safnahúsinu við Hverfisgötu var aflagður 1960 og safnið þá flutt í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm en vorið 2008 voru sýningarnar teknar niður og safngripum pakkað í kassa þar sem þeir eru enn. Eitt aðalstefnumið HÍN hefur lengi verið að berjast fyrir því að Náttúruminjasafn Íslands rísi af grunni, safn sem sómi íslenskri þjóð, gestum hennar og sérstæðri náttúru landsins. Í því skyni hefur stjórn félagsins gengið á fund menntamálaráðherra, umhverfisráðherra og borgarstjóra til að þrýsta á um að eitthvað verði gert í málinu. Það heyrir að vísu einkum undir Menntamálaráðuneyti en tengist Umhverfisráðuneyti gegn um Náttúrufræðistofnun Íslands, sem á að vera helsti samstarfsaðili og bakhjarl safnsins. Náttúruminjasafnið tengist einnig Reykjavíkurborg og m.a. hefur lóð fyrir safnið og sérstakt Náttúruhús lengi verið á skipulagskortum í grennd við Norræna húsið í Vatnsmýri. Allsstaðar var stjórninni vel tekið og af miklum skilningi. Ráðherrarnir eru vinstri grænir náttúruverndarsinnar og þekkja vel sögu Náttúruminjasafnsins og aðstæður þess. Borgarstjóri hafði einnig fullkominn skilning á málinu. Öll hétu þau að beita sér í því og samræma krafta sína. En því miður, enn hefur ekkert gerst. Í haust sem leið birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ágúst H. Bjarnason og þar skorar hann á stjórn HÍN að segja upp samningi sínum við ríkið frá 1947 vegna vanefnda og krefja það í leiðinni um þá náttúrugripi, skjöl og handrit sem það fékk í hendur, eða andvirði þeirra, ásamt með byggingarsjóðnum uppreiknuðum. Þetta er sanngirniskrafa en áður en á hana verður látið reyna vill stjórn HÍN sjá hverju skýrsla og tillögur Ríkisendurskoðunar geta skilað. Áfellisdómurinn sem hún birtir kann að brýna Mennta- og menningarmálaráðuneytið til dáða, það þarf að reka af sér, og allri stjórnsýslunni, slyðruorðið. Umræður undanfarinna daga gætu verið upphaf þess. Íslendingar byggja atvinnu sína og líf í landinu á náttúrugæðum þess. Þau eru undirstaða landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu og ferðamennsku. Það er hneisa að geta ekki boðið landsmönnum og ferðalöngum upp á vandaðar sýningar og fræðslu í veglegu höfuðsafni um hina dýrmætu náttúru landsins. Náttúruminjasafn við hæfi verður að rísa. Það þarf að starfa í sátt og góðu samstarfi við Náttúrufræðistofnun, Hafró, Veðurstofu og aðrar sambærilegar rannsóknarstofnanir og vera í góðum tengslum við háskólastofnanir landsins. Mennta- og menningarmálaráðuneyti ber að styðja það af heilum hug, ryðja hindrunum úr braut þess og tryggja að fjárveitingarvaldið leggi fram það fé sem nauðsynlegt er til að það geti starfað í anda gildandi laga. Á síðustu dögum hefur athyglisverðri hugmynd um húsnæði Náttúruminjasafns Íslands skotið upp kolli, sem er Perlan á Öskjuhlíð. Það húsnæði kann vel að henta safninu og ber að gaumgæfa þennan kost vel. Ekki þarf að fjölyrða um ágæti staðsetningarinnar í Öskjuhlíðinni og þótt húsnæðið sé ekki skraddarasniðið utan um safn náttúrumuna þá vegur glæsileiki þess það upp og sjóndeildarhringurinn sem umlykur það.Árni Hjartarson, Esther Ruth Guðmundsdóttir, Ester Ýr Jónsdóttir, Hilmar J. Malmquist, Jóhann Þórsson og Kristinn J. Albertsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu sendi Ríkisendurskoðun frá sér skýrslu um Náttúruminjasafn Íslands, stöðu þess og framtíðarhorfur. Í skýrslunni eru áfellisdómar um framkvæmd laga um safnið, ástand þess og starfsumhverfi. Allt er það því miður bæði satt og rétt. Framkvæmd laganna er í skötulíki, fjárveitingar eru snautlegar, húsnæðismálin óviðunandi, safnkosturinn nær allur ótiltækur, sýningar engar, stefnumótun í uppnámi og samvinna við Náttúrufræðistofnun Íslands ekki sem skyldi. Svona hefur gengið í áraraðir og við lestur skýrslunnar verður ekki séð að embættismenn innan Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hafi verið Náttúruminjasafninu hjálplegir. Vonandi verður skýrsla Ríkisendurskoðunar til þess að ráðin verði bót á þessari ömurlegu stöðu. Náttúruminjasafninu er skv. þar að lútandi lögum ætlað að vera höfuðsafn á borð við Þjóðminjasafn og Listasafn Íslands, og fjárveitingar til þess, stærð þess og staða ætti að vera sambærileg við þessi söfn. Það ætti sem sé að vera í eigin húsnæði með rúmgóða sýningarsali og helst á svipuðum slóðum og hin höfuðsöfnin, þ.e. miðlægt í höfuðborginni. Safninu er ætlað að varpa ljósi á náttúru landsins, nýtingu auðlinda og náttúruvernd, safna náttúrugripum og vera miðstöð þekkingar. Það á að miðla fræðslu um íslenska náttúru til skóla, námsfólks, fjölmiðla og almennings og annast rannsóknir á starfssviði sínu. Það á einnig að þjóna erlendum ferðamönnum. Því er líka ætlað að að vera miðstöð safnastarfsemi á sínu sviði, vera öðrum náttúruminjasöfnum til ráðuneytis og stuðla að samvinnu þeirra og samhæfingu. Allt er þetta í samræmi við almennan skilning á höfuðsafni og sýnir löngun til þess að standa jafnfætis öðrum þjóðum á þessu sviði. Ekkert af þessu hefur þó komið til framkvæmda. Fyrir vikið standa Íslendingar að baki öðrum þjóðum í Evrópu og kannski á hnettinum öllum. Náttúruminjasafnið er afsprengi Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) líkt og Náttúrufræðistofnun Íslands. Félagið var stofnað 1889 og megintilgangur þess var að koma á laggir náttúrugripasafni til að glæða áhuga fólks á náttúru landsins og efla rannsóknir á henni. Þetta tókst og félagið kom á fót ágætu sýningar- og vísindasafni sem það rak við góðan orðstír allt fram undir miðja 20. öld. Þá var gert samkomulag við ríkið um að það yfirtæki þennan rekstur, það fékk til sín eigur safnsins, náttúrugripi, bókakost, handrit og skjöl og auk þess drjúga peningaupphæð sem félagsmenn höfðu dregið saman og sett í byggingarsjóð. Á móti lofaði ríkið að reka safnið og sýningar þess og reisa yfir það hús sem sómi væri að. Við þetta var ekki staðið. Sýningarsalur safnsins í Safnahúsinu við Hverfisgötu var aflagður 1960 og safnið þá flutt í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm en vorið 2008 voru sýningarnar teknar niður og safngripum pakkað í kassa þar sem þeir eru enn. Eitt aðalstefnumið HÍN hefur lengi verið að berjast fyrir því að Náttúruminjasafn Íslands rísi af grunni, safn sem sómi íslenskri þjóð, gestum hennar og sérstæðri náttúru landsins. Í því skyni hefur stjórn félagsins gengið á fund menntamálaráðherra, umhverfisráðherra og borgarstjóra til að þrýsta á um að eitthvað verði gert í málinu. Það heyrir að vísu einkum undir Menntamálaráðuneyti en tengist Umhverfisráðuneyti gegn um Náttúrufræðistofnun Íslands, sem á að vera helsti samstarfsaðili og bakhjarl safnsins. Náttúruminjasafnið tengist einnig Reykjavíkurborg og m.a. hefur lóð fyrir safnið og sérstakt Náttúruhús lengi verið á skipulagskortum í grennd við Norræna húsið í Vatnsmýri. Allsstaðar var stjórninni vel tekið og af miklum skilningi. Ráðherrarnir eru vinstri grænir náttúruverndarsinnar og þekkja vel sögu Náttúruminjasafnsins og aðstæður þess. Borgarstjóri hafði einnig fullkominn skilning á málinu. Öll hétu þau að beita sér í því og samræma krafta sína. En því miður, enn hefur ekkert gerst. Í haust sem leið birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ágúst H. Bjarnason og þar skorar hann á stjórn HÍN að segja upp samningi sínum við ríkið frá 1947 vegna vanefnda og krefja það í leiðinni um þá náttúrugripi, skjöl og handrit sem það fékk í hendur, eða andvirði þeirra, ásamt með byggingarsjóðnum uppreiknuðum. Þetta er sanngirniskrafa en áður en á hana verður látið reyna vill stjórn HÍN sjá hverju skýrsla og tillögur Ríkisendurskoðunar geta skilað. Áfellisdómurinn sem hún birtir kann að brýna Mennta- og menningarmálaráðuneytið til dáða, það þarf að reka af sér, og allri stjórnsýslunni, slyðruorðið. Umræður undanfarinna daga gætu verið upphaf þess. Íslendingar byggja atvinnu sína og líf í landinu á náttúrugæðum þess. Þau eru undirstaða landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu og ferðamennsku. Það er hneisa að geta ekki boðið landsmönnum og ferðalöngum upp á vandaðar sýningar og fræðslu í veglegu höfuðsafni um hina dýrmætu náttúru landsins. Náttúruminjasafn við hæfi verður að rísa. Það þarf að starfa í sátt og góðu samstarfi við Náttúrufræðistofnun, Hafró, Veðurstofu og aðrar sambærilegar rannsóknarstofnanir og vera í góðum tengslum við háskólastofnanir landsins. Mennta- og menningarmálaráðuneyti ber að styðja það af heilum hug, ryðja hindrunum úr braut þess og tryggja að fjárveitingarvaldið leggi fram það fé sem nauðsynlegt er til að það geti starfað í anda gildandi laga. Á síðustu dögum hefur athyglisverðri hugmynd um húsnæði Náttúruminjasafns Íslands skotið upp kolli, sem er Perlan á Öskjuhlíð. Það húsnæði kann vel að henta safninu og ber að gaumgæfa þennan kost vel. Ekki þarf að fjölyrða um ágæti staðsetningarinnar í Öskjuhlíðinni og þótt húsnæðið sé ekki skraddarasniðið utan um safn náttúrumuna þá vegur glæsileiki þess það upp og sjóndeildarhringurinn sem umlykur það.Árni Hjartarson, Esther Ruth Guðmundsdóttir, Ester Ýr Jónsdóttir, Hilmar J. Malmquist, Jóhann Þórsson og Kristinn J. Albertsson
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun