Staða lánþega er skýr Guðmundur Andri Skúlason skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar