Af fæðuöryggi Íslendinga og byggðarsjónarmiðum 21. febrúar 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 27. janúar sl. heldur efnahags- og viðskiptaráðherra því fram að ekki sé ráðlegt að kollvarpa landbúnaðarstefnunni á Íslandi. Ástæðan sem hann nefnir er sú að þótt það sé jákvætt í samkeppnislegu tilliti að afnema innflutningshöft þá ætti íslensk landbúnaðarframleiðsla sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur og þ.a.l. sé óráðlegt að afnema höftin. Einnig nefnir ráðherrann að landbúnaðarframleiðsla sé nauðsynlegur þáttur af fæðuöryggi Íslendinga. Ráðherrann gleymir þó að minnast á ábatann fyrir neytendur ef innflutningur á landbúnaðarvörum væri frjáls. Hann minnist heldur ekki á það að samkeppnislegt aðhald við innlenda framleiðendur mundi aukast né færir hann rök fyrir tengslum núverandi fyrirkomulags innlendrar framleiðslu og fæðuöryggis. Illskiljanlegt er hvers vegna ráðherrann telur það ekki geta þjónað hagsmunum Íslendinga að íslenskir neytendur njóti sömu kjara á landbúnaðarvörum og þekkist í nágrannalöndunum. Órökstudd er sú fullyrðing hans að íslensk landbúnaðarframleiðsla eigi sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur. Reynsla Íslendinga virðist einmitt benda til hins gagnstæða. Sem dæmi hefur garðyrkjan dafnað þrátt fyrir að tollar hafi verið felldir niður af tómötum, gúrku og papriku, auk þess sem tollvernd annarra afurða var breytt árið 2002. Mögulegt virðist því að tryggja að íslenskur landbúnaður starfi áfram á sama tíma og tollar á landbúnaðarvörum verði afnumdir. Verða færð frekari rök fyrir því síðar í greininni. Háir innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður eru ekki til þess fallnir að tryggja fæðuöryggi Íslendinga. Meirihluti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu byggir á innflutningi aðfanga og er í raun alfarið háður innflutningi á t.d. á tilbúnum áburði til þess að bera á túnin, innfluttra tækja til að yrkja landið, innflutts eldsneytis til að knýja þau áfram, innflutts plasts sem notað er til að plasta heyrúllur og svo mætti lengi áfram telja. Ef stjórnvöld ætluðu í raun að tryggja fæðuöryggi yrðu þau augljóslega að koma sér upp birgðum af þeim aðföngum sem landbúnaðurinn þarf. Ríkið þyrfti að eiga birgðir af tilbúnum áburði, olíu og fóðri sem grípa mætti til svo tryggja mætti getu landbúnaðarins til að tryggja fæðuöryggi. Þá mætti hins vegar spyrja: af hverju ríkið gæti ekki eins átt birgðir matvæla? Eða enn frekar, af hverju ætti fiskútflytjandinn Ísland að hafa áhyggjur af því að svelta? Er ekki fiskur matur? Sjá má á nýlegum dæmum frá Noregi að innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður tryggir ekki fæðuöryggi. Um jólin glímdi norska þjóðin við mikinn smjörskort vegna takmarkana á innlendri framleiðslu og innflutningi. Smjörskorturinn hefur síðan leitt til þess að bændur í Noregi hafa dregið úr slátrun nautgripa til þess að framleiða meiri mjólkurvörur sem leiðir síðan aftur til skorts á nautakjöti. Óhætt er því að fullyrða að áhersla á innlenda framleiðslu leiðir ekki af sér meira fæðuöryggi. Þvert á móti. Það að hefta innflutning til þess að vernda innlenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni getur ekki á neinn hátt verið hagkvæm byggðarstefna. Með þessari aðferðarfræði er almenningur að greiða fyrir þessa millifærslu á fjármunum á tvenna vegu. Í fyrsta lagi borga neytendur skatta sem eru að hluta til nýttir til þess að fjármagna greiðslur til bænda. Í öðru lagi þurfa neytendur að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu en sambærilega framleiðslu erlendis frá vegna innflutningshafta. Þessi síðari greiðsla er ógegnsæ og hætt við að neytendum sé ekki ljóst hver raunverulegur kostnaður haftanna er. Mun nær væri að skilgreina betur hvers konar landbúnaði Íslendingar vilja borga með og á hvaða svæðum, og greiða bændum þá beint fyrir að halda þeirri framleiðslu úti – og leyfa innflutning á landbúnaðarvörum að vera frjálsum. Það þarf að skilgreina þau markmið sem Íslendingar vilja setja sér með innlendum landbúnaði, t.d. hvar á landinu við viljum hafa landbúnað, hvaða form landbúnaðar og svo framvegis. Síðan ætti að greiða beint fyrir það. Auðveldlega er hægt að halda til haga byggðasjónarmiðum og fæðuöryggi á sama tíma og neytendum er gefið meira frelsi til þess að geta valið hvort þeir vilji kaupa innlenda eða erlenda landbúnaðarvöru. Ef stjórnmálamönnum er alvara með því að tryggja fæðuöryggi þyrfti að takast á við það af heiðarleika hvernig best er að búa sig undir það ef verslun við umheiminn mundi skyndilega lokast. Það verður tæplega gert með landbúnaði sem er alfarið háður innfluttum aðföngum. Nauðsynlegt er að takast á við þá spurningu hvaða landbúnað Íslendingar vilja, hvaða hlutverki hann á að gegna og hvað þeir eru tilbúnir að greiða fyrir. Umfang og fyrirkomulag styrkja á að endurspegla þessar óskir þjóðarinnar en ekki fela þær inni í tollvernd. Þá mundi verða mögulegt að aflétta tollum og öðrum innflutningshindrunum sem mundi skila sér í meiri fjölbreytni og lægra vöruverði fyrir neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valur Þráinsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 27. janúar sl. heldur efnahags- og viðskiptaráðherra því fram að ekki sé ráðlegt að kollvarpa landbúnaðarstefnunni á Íslandi. Ástæðan sem hann nefnir er sú að þótt það sé jákvætt í samkeppnislegu tilliti að afnema innflutningshöft þá ætti íslensk landbúnaðarframleiðsla sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur og þ.a.l. sé óráðlegt að afnema höftin. Einnig nefnir ráðherrann að landbúnaðarframleiðsla sé nauðsynlegur þáttur af fæðuöryggi Íslendinga. Ráðherrann gleymir þó að minnast á ábatann fyrir neytendur ef innflutningur á landbúnaðarvörum væri frjáls. Hann minnist heldur ekki á það að samkeppnislegt aðhald við innlenda framleiðendur mundi aukast né færir hann rök fyrir tengslum núverandi fyrirkomulags innlendrar framleiðslu og fæðuöryggis. Illskiljanlegt er hvers vegna ráðherrann telur það ekki geta þjónað hagsmunum Íslendinga að íslenskir neytendur njóti sömu kjara á landbúnaðarvörum og þekkist í nágrannalöndunum. Órökstudd er sú fullyrðing hans að íslensk landbúnaðarframleiðsla eigi sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur. Reynsla Íslendinga virðist einmitt benda til hins gagnstæða. Sem dæmi hefur garðyrkjan dafnað þrátt fyrir að tollar hafi verið felldir niður af tómötum, gúrku og papriku, auk þess sem tollvernd annarra afurða var breytt árið 2002. Mögulegt virðist því að tryggja að íslenskur landbúnaður starfi áfram á sama tíma og tollar á landbúnaðarvörum verði afnumdir. Verða færð frekari rök fyrir því síðar í greininni. Háir innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður eru ekki til þess fallnir að tryggja fæðuöryggi Íslendinga. Meirihluti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu byggir á innflutningi aðfanga og er í raun alfarið háður innflutningi á t.d. á tilbúnum áburði til þess að bera á túnin, innfluttra tækja til að yrkja landið, innflutts eldsneytis til að knýja þau áfram, innflutts plasts sem notað er til að plasta heyrúllur og svo mætti lengi áfram telja. Ef stjórnvöld ætluðu í raun að tryggja fæðuöryggi yrðu þau augljóslega að koma sér upp birgðum af þeim aðföngum sem landbúnaðurinn þarf. Ríkið þyrfti að eiga birgðir af tilbúnum áburði, olíu og fóðri sem grípa mætti til svo tryggja mætti getu landbúnaðarins til að tryggja fæðuöryggi. Þá mætti hins vegar spyrja: af hverju ríkið gæti ekki eins átt birgðir matvæla? Eða enn frekar, af hverju ætti fiskútflytjandinn Ísland að hafa áhyggjur af því að svelta? Er ekki fiskur matur? Sjá má á nýlegum dæmum frá Noregi að innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður tryggir ekki fæðuöryggi. Um jólin glímdi norska þjóðin við mikinn smjörskort vegna takmarkana á innlendri framleiðslu og innflutningi. Smjörskorturinn hefur síðan leitt til þess að bændur í Noregi hafa dregið úr slátrun nautgripa til þess að framleiða meiri mjólkurvörur sem leiðir síðan aftur til skorts á nautakjöti. Óhætt er því að fullyrða að áhersla á innlenda framleiðslu leiðir ekki af sér meira fæðuöryggi. Þvert á móti. Það að hefta innflutning til þess að vernda innlenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni getur ekki á neinn hátt verið hagkvæm byggðarstefna. Með þessari aðferðarfræði er almenningur að greiða fyrir þessa millifærslu á fjármunum á tvenna vegu. Í fyrsta lagi borga neytendur skatta sem eru að hluta til nýttir til þess að fjármagna greiðslur til bænda. Í öðru lagi þurfa neytendur að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu en sambærilega framleiðslu erlendis frá vegna innflutningshafta. Þessi síðari greiðsla er ógegnsæ og hætt við að neytendum sé ekki ljóst hver raunverulegur kostnaður haftanna er. Mun nær væri að skilgreina betur hvers konar landbúnaði Íslendingar vilja borga með og á hvaða svæðum, og greiða bændum þá beint fyrir að halda þeirri framleiðslu úti – og leyfa innflutning á landbúnaðarvörum að vera frjálsum. Það þarf að skilgreina þau markmið sem Íslendingar vilja setja sér með innlendum landbúnaði, t.d. hvar á landinu við viljum hafa landbúnað, hvaða form landbúnaðar og svo framvegis. Síðan ætti að greiða beint fyrir það. Auðveldlega er hægt að halda til haga byggðasjónarmiðum og fæðuöryggi á sama tíma og neytendum er gefið meira frelsi til þess að geta valið hvort þeir vilji kaupa innlenda eða erlenda landbúnaðarvöru. Ef stjórnmálamönnum er alvara með því að tryggja fæðuöryggi þyrfti að takast á við það af heiðarleika hvernig best er að búa sig undir það ef verslun við umheiminn mundi skyndilega lokast. Það verður tæplega gert með landbúnaði sem er alfarið háður innfluttum aðföngum. Nauðsynlegt er að takast á við þá spurningu hvaða landbúnað Íslendingar vilja, hvaða hlutverki hann á að gegna og hvað þeir eru tilbúnir að greiða fyrir. Umfang og fyrirkomulag styrkja á að endurspegla þessar óskir þjóðarinnar en ekki fela þær inni í tollvernd. Þá mundi verða mögulegt að aflétta tollum og öðrum innflutningshindrunum sem mundi skila sér í meiri fjölbreytni og lægra vöruverði fyrir neytendur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun