Brotin fjölskylda eða betra líf? Guðrún Karlsdóttir skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar