Það er ljótt að skilja útundan herra borgarstjóri Soffía Ámundadóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ég skora á borgarstjórann í Reykjavík að draga til baka ákvörðun varðandi niðurfellingu neysluhlés leikskólakennara borgarinnar. Ég er leikskólasérkennari og hef starfað hjá Leikskólum Reykjavíkur í 11 ár samtals. Ég hef látið margt yfir mig ganga en nú er komið nóg.Kreppan skellur á og hvergi er eins mikið dregið úr útgjöldum eins og í leikskólum borgarinnar. Leikskólakennarar leggja mikið á sig til að halda úti faglegu starfi og starfsánægju við þessar miklu og erfiðu þrengingar.Reykjavíkurborg hættir að gefa starfsmönnum sínum jólagjafir. Við þurfum greinilega ekki klapp á bakið fyrir vel unnin störf.Undirmönnun í leikskólanum er mjög algeng og mjög sjaldan sem börn eru send heim vegna manneklu líkt og gerist í grunnskólanum. Starfsmenn leikskólans taka á sig verulega mikið aukaálag sem er slítandi til lengri tíma litið.Leikskólakennarar missa/sleppa undirbúningstíma vegna manneklu til að láta starfið ganga. Undirbúningstímar eru bundnir í kjarasamningum og skulu greiddir ef leikskólakennari fær ekki sinn undirbúning, en það er yfirvinnubann hjá Reykjavíkurborg.Starfsmenn leikskóla hafa ekki lengur forgang á inngöngu barna sinna í leikskólann. Sem þýðir að við getum komið aftur til starfa eftir tvö ár. Hver borgar svo langt fæðingarorlof? Ekki Ísland.Leikskólakennarar stóðu í kjarabaráttu og borgin lofaði að standa vörð um neysluhléið. Við náðum fínum samningum en þá kemur hnífsstungan. Taka á neysluhléið af leikskólakennurum í borginni en ekki öðrum starfsmönnum leikskólans. Sem sagt Reykjavíkurborg ætlar að éta upp þann ávinning sem leikskólakennarar fengu við nýja samninga. Hver segir að það sé ekki gott að vinna hjá Reykjavíkurborg? Þar er greinilegt að jafnrétti og virðing eru í hávegum höfð! Það á að vera hagur Reykjavíkurborgar að hafa fagmenntað fólk í leikskólum borgarinnar. Mikil óánægja er meðal starfandi leikskólakennara í borginni. Mér finnst vanta mikið upp á metnað borgarinnar þegar einungis 30% starfsmanna leikskólanna eru leikskólakennarar og ekki borginni til framdráttar. Með aðgerðum sem þessum fer þessi tala lækkandi svo einfalt er það. En hvað getum við leikskólakennarar gert til að mótmæla þessari framkomu?Við getum sagt upp og farið til vinnu í öðru sveitarfélagi.Við getum sent börnin heim þegar mikil mannekla er.Við getum sent börnin heim og tekið okkar undirbúningstíma þegar mikil mannekla er.Við getum sleppt því að eignast börn. Nei, takk!Við getum farið út af leikskólanum í matartíma. En hver á þá að vera með börnunum? Ég skora á leikskólakennara í Reykjavík að láta í sér heyra og láta þetta EKKI yfir sig ganga. Með von um ítarlega endurskoðun, jafnrétti og heiðarlega framkomu herra borgarstjóri, Soffía Ámundadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég skora á borgarstjórann í Reykjavík að draga til baka ákvörðun varðandi niðurfellingu neysluhlés leikskólakennara borgarinnar. Ég er leikskólasérkennari og hef starfað hjá Leikskólum Reykjavíkur í 11 ár samtals. Ég hef látið margt yfir mig ganga en nú er komið nóg.Kreppan skellur á og hvergi er eins mikið dregið úr útgjöldum eins og í leikskólum borgarinnar. Leikskólakennarar leggja mikið á sig til að halda úti faglegu starfi og starfsánægju við þessar miklu og erfiðu þrengingar.Reykjavíkurborg hættir að gefa starfsmönnum sínum jólagjafir. Við þurfum greinilega ekki klapp á bakið fyrir vel unnin störf.Undirmönnun í leikskólanum er mjög algeng og mjög sjaldan sem börn eru send heim vegna manneklu líkt og gerist í grunnskólanum. Starfsmenn leikskólans taka á sig verulega mikið aukaálag sem er slítandi til lengri tíma litið.Leikskólakennarar missa/sleppa undirbúningstíma vegna manneklu til að láta starfið ganga. Undirbúningstímar eru bundnir í kjarasamningum og skulu greiddir ef leikskólakennari fær ekki sinn undirbúning, en það er yfirvinnubann hjá Reykjavíkurborg.Starfsmenn leikskóla hafa ekki lengur forgang á inngöngu barna sinna í leikskólann. Sem þýðir að við getum komið aftur til starfa eftir tvö ár. Hver borgar svo langt fæðingarorlof? Ekki Ísland.Leikskólakennarar stóðu í kjarabaráttu og borgin lofaði að standa vörð um neysluhléið. Við náðum fínum samningum en þá kemur hnífsstungan. Taka á neysluhléið af leikskólakennurum í borginni en ekki öðrum starfsmönnum leikskólans. Sem sagt Reykjavíkurborg ætlar að éta upp þann ávinning sem leikskólakennarar fengu við nýja samninga. Hver segir að það sé ekki gott að vinna hjá Reykjavíkurborg? Þar er greinilegt að jafnrétti og virðing eru í hávegum höfð! Það á að vera hagur Reykjavíkurborgar að hafa fagmenntað fólk í leikskólum borgarinnar. Mikil óánægja er meðal starfandi leikskólakennara í borginni. Mér finnst vanta mikið upp á metnað borgarinnar þegar einungis 30% starfsmanna leikskólanna eru leikskólakennarar og ekki borginni til framdráttar. Með aðgerðum sem þessum fer þessi tala lækkandi svo einfalt er það. En hvað getum við leikskólakennarar gert til að mótmæla þessari framkomu?Við getum sagt upp og farið til vinnu í öðru sveitarfélagi.Við getum sent börnin heim þegar mikil mannekla er.Við getum sent börnin heim og tekið okkar undirbúningstíma þegar mikil mannekla er.Við getum sleppt því að eignast börn. Nei, takk!Við getum farið út af leikskólanum í matartíma. En hver á þá að vera með börnunum? Ég skora á leikskólakennara í Reykjavík að láta í sér heyra og láta þetta EKKI yfir sig ganga. Með von um ítarlega endurskoðun, jafnrétti og heiðarlega framkomu herra borgarstjóri, Soffía Ámundadóttir
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar