Madonna sögð tilbiðja djöfulinn í hálfleiksatriði 8. febrúar 2012 07:00 Madonna með „djöflahornin“ í hálfleik Ofurbikarins. nordicphotos/getty Vefsíður eru misjafnar eins og þær eru margar. Ein þeirra heldur því fram að Madonna hafi verið að tilbiðja djöfulinn í hálfsleiksatriði sínu í Ofurbikarnum. Vefsíðan Hollywoodilluminati.com heldur því fram í fullri alvöru að tónlistaratriði Madonnu í hálfleik Ofurbikarsins í bandaríska fótboltanum hafi verið eitt stórt ákall til djöfulsins. Vefsíðan vill meina að samtökin The Illuminati, sem Dan Brown fjallaði um í bókinni Da Vinci Code, hafi staðið á bak við atriðið. Til stuðnings segir hún að til að hægt sé að tilbiðja djöfulinn þurfi athöfnin að vera haldin á milli nýs tungls og fulls tungls og sú var einmitt raunin á sunnudagskvöld þegar aðeins tveir dagar voru í fullt tungl. Sem sagt, fullkomin tímasetning. Þrátt fyrir að þema atriðins hjá Madonnu hafi verið rómverskt voru hornin á hjálmi hennar augljós tilvísun til djöfulsins að mati síðunnar, því engin slík horn voru á hjálmum Rómverja fyrr á öldum. Hásætið sem hún tyllti sér í tengir vefsíðan einnig við hásæti djöfulsins. Vefsíðan bætir við að í fyrsta laginu, Vogue, hafi náungi dansað í kringum Madonnu með englavængi og hörpu. Lúsífer var einmitt engill tónlistarinnar í himnaríki áður en hann féll þaðan. Til að færa enn frekari rök fyrir tengingunni við djöfulinn er minnst á annað lag sem Madonna söng, Like a Prayer, sem fjallar um Lúsífer. Litanotkun Madonnu í hálfleiksatriðinu er einnig týnd til, eða rauði liturinn, sá svarti og sá gulllitaði sem eru einmitt allir tengdir við djöfulinn og tilbeiðslu við hann. Orðið heimsfriður var svo sýnt með stórum stöfum í lok atriðisins og það mun einungis vera skilgreining The Illuminati á heimsfriði, samkvæmt Hollywoodilluminati.com. Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Sjá meira
Vefsíður eru misjafnar eins og þær eru margar. Ein þeirra heldur því fram að Madonna hafi verið að tilbiðja djöfulinn í hálfsleiksatriði sínu í Ofurbikarnum. Vefsíðan Hollywoodilluminati.com heldur því fram í fullri alvöru að tónlistaratriði Madonnu í hálfleik Ofurbikarsins í bandaríska fótboltanum hafi verið eitt stórt ákall til djöfulsins. Vefsíðan vill meina að samtökin The Illuminati, sem Dan Brown fjallaði um í bókinni Da Vinci Code, hafi staðið á bak við atriðið. Til stuðnings segir hún að til að hægt sé að tilbiðja djöfulinn þurfi athöfnin að vera haldin á milli nýs tungls og fulls tungls og sú var einmitt raunin á sunnudagskvöld þegar aðeins tveir dagar voru í fullt tungl. Sem sagt, fullkomin tímasetning. Þrátt fyrir að þema atriðins hjá Madonnu hafi verið rómverskt voru hornin á hjálmi hennar augljós tilvísun til djöfulsins að mati síðunnar, því engin slík horn voru á hjálmum Rómverja fyrr á öldum. Hásætið sem hún tyllti sér í tengir vefsíðan einnig við hásæti djöfulsins. Vefsíðan bætir við að í fyrsta laginu, Vogue, hafi náungi dansað í kringum Madonnu með englavængi og hörpu. Lúsífer var einmitt engill tónlistarinnar í himnaríki áður en hann féll þaðan. Til að færa enn frekari rök fyrir tengingunni við djöfulinn er minnst á annað lag sem Madonna söng, Like a Prayer, sem fjallar um Lúsífer. Litanotkun Madonnu í hálfleiksatriðinu er einnig týnd til, eða rauði liturinn, sá svarti og sá gulllitaði sem eru einmitt allir tengdir við djöfulinn og tilbeiðslu við hann. Orðið heimsfriður var svo sýnt með stórum stöfum í lok atriðisins og það mun einungis vera skilgreining The Illuminati á heimsfriði, samkvæmt Hollywoodilluminati.com.
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Sjá meira