Mikil gróska í bjórframleiðslu á Íslandi Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 8. febrúar 2012 11:00 Íslenskum bjórtegundum sem seldar eru í Vínbúðunum hefur fjölgað um helming á síðustu árum. Fréttablaðið/GVA Bjórmenning á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Fjöldi og fjölbreytileiki íslensks bjórs hefur aukist mikið og þá hafa árstíðabundnar bjórtegundir orðið æ vinsælli. Um þessar mundir eru um 50 tegundir af íslenskum bjór í boði í Vínbúðum en voru ekki nema helmingur þess fyrir fáum árum. Þróunina má ekki síst rekja til tilkomu minni brugghúsa sem hafið hafa störf. Ölgerðin og Vífilfell eru þó enn langstærst á markaðnum Fyrsta litla brugghúsið á Íslandi var Bruggsmiðjan á Ársskógssandi. Hugmyndin vaknaði hjá hjónunum Agnesi Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni eftir að hafa séð frétt um lítið brugghús í Danmörku. Fyrirtæki þeirra var stofnað í lok árs 2005 og framleiðsla hófst ári síðar. Gerðu þau upphaflega ráð fyrir framleiðslu upp á 170 þúsund lítra á ári en hafa tvívegis aukið framleiðslugetuna sem er nú 550 þúsund lítrar. „Við vorum algjörlega að renna blint í sjóinn. Okkar einu markmið voru að skapa störf og nýta frábæra vatnið okkar,“ segir Agnes og heldur áfram: „Þetta hefur gengið vonum framar og aldrei átti ég von á því að hjón á Ársskógssandi gætu breytt bjórmenningunni á Íslandi.” Nefnir Agnes sem dæmi að árið 2007, þegar þau hófu að brugga dökkan bjór, var enginn íslenskur dökkur bjór í framleiðslu. Nú séu þeir hins vegar orðnir algengir. Sjö starfa hjá Bruggsmiðjunni, þar af fimm í fullu starfi, sem selur nú fimm bjórtegundir allan ársins hring undir nafninu Kaldi. Þá hefur fyrirtækið bruggað árstíðabundna bjóra auk nokkurra bjóra fyrir aðra aðila. Til að mynda hefur það nýhafið bruggun á gosbjórnum Volcanic Energy sem er fyrsti íslenski gosbjórinn. Misjafnt gengiÁrið 2007 hófu þrír aðilar til viðbótar að selja íslenskan bjór í litlu upplagi. Fyrstan ber að nefna Eyþór Þórisson, veitingamann á Seyðisfirði, sem hóf að selja bjórinn El Grillo. Í dag eru tvær útgáfur af honum í sölu en Ölgerðin bruggar bjórinn fyrir Eyþór. Þá voru tvö brugghús stofnsett árið 2007: Ölvisholt í Flóahreppi og Mjöður í Stykkishólmi. Ölvisholt kom sér upp framleiðslugetu upp á 300 þúsund lítra á ári og hefur framleitt bjórana Freyju, Móra, Lava Stout og Skjálfta auk árstíðabundinna bjóra. Mjöður í Stykkishólmi framleiddi tvo bjóra: Jökul og Skriðjökul en hætti starfsemi á síðasta ári. Nýjasta brugghúsið er svo Gæðingur öl í Útvík í Skagafirði sem hóf starfsemi í fyrra. Gæðingur framleiðir fjóra bjóra undir eigin nafni og hefur einnig framleitt árstíðabundna bjóra. „Við áætlum að framleiða 45 þúsund lítra fyrsta starfsárið en eigum að geta framleitt 100 þúsund lítra,“ segir Jóhann Axel Guðmundsson, bruggari hjá Gæðingi. Þá segir Jóhann viðtökurnar hafa verið framar vonum. Þrátt fyrir góðar viðtökur virðist rekstur litlu brugghúsanna hafa verið erfiður. Eins og áður sagði hætti Mjöður starfsemi í fyrra og þá varð fyrirtækið utan um framleiðsluna í Ölvisholti gjaldþrota árið 2010. Í kjölfarið var reksturinn keyptur af félagi í eigu starfsmanna, innflutningsfyrirtækisins Karls K. Karlssonar og Eignarhaldsfélags Suðurlands. Nýja félagið hefur enn ekki skilað ársreikningi en ætla má að skuldir reynist rekstrinum ekki jafn þungar og þær gerðu eftir bankahrunið. Bruggsmiðjan skilaði einnig tapi fyrstu rekstrarár sín, sýnu mest árið 2008. Árið 2010 skilaði fyrirtækið hins vegar 6,5 milljóna hagnaði og virðist því hafa komið undir sig fótunum rekstrarlega. Vífilfell og Ölgerðin stærstEins og áður sagði eru það þó Vífilfell og Ölgerðin sem ráða lögum og lofum á bjórmarkaðnum. Vífilfell framleiðir rúmlega 9 milljónir lítra á ári og Ölgerðin 7 milljónir lítra. Samanlögð markaðshlutdeild þeirra er því sennilega í kringum 90 prósent. Bæði fyrirtækin hafa aukið vöruúrval sitt á síðustu misserum og opnaði Ölgerðin eigið smábrugghús árið 2010, Borg. „Markmiðið með þessu var að búa til bjór sem er öðruvísi og kannski að mörgu leyti sérstakari en þessir klassísku bjórar okkar. Við viljum þjónusta þennan hóp sem er að leita að fjölbreyttari tegundum af bjór,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Þá segir hann viðbrögðin við Borg hafa verið gríðarlega góð og hafi þeir vart undan að anna eftirspurn. Átta ólíkar bjórtegundir hafa verið framleiddar hjá Borg en fimm þeirra eru í sölu hjá Vínbúðunum núna. Vífilfell er stærsti bjórframleiðandi landsins með um helmingsmarkaðshlutdeild. Þekktustu vörur Vífilfells eru Víking og Carlsberg en síðustu misseri hefur Vífilfell kynnt til sögunnar svokallaða úrvalslínu sem inniheldur meðal annars árstíðabundna bjóra. „Við byrjuðum með sérbjóra stuttu áður en litlu brugghúsin fóru að spretta upp. Við fluttum þá inn bjóra frá Jacobsen, í eigu Carlsberg. Þá hins vegar virtist markaðurinn ekki tilbúinn fyrir þessa bragðmeiri og sérstakari bjóra. Á þeim árum sem eru liðin hefur menningin hins vegar þróast hratt sem hefur kannski ekki síst endurspeglast í vinsældum tíðarbjóranna,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, markaðs- og sölustjóri áfengis hjá Vífilfelli. Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Bjórmenning á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Fjöldi og fjölbreytileiki íslensks bjórs hefur aukist mikið og þá hafa árstíðabundnar bjórtegundir orðið æ vinsælli. Um þessar mundir eru um 50 tegundir af íslenskum bjór í boði í Vínbúðum en voru ekki nema helmingur þess fyrir fáum árum. Þróunina má ekki síst rekja til tilkomu minni brugghúsa sem hafið hafa störf. Ölgerðin og Vífilfell eru þó enn langstærst á markaðnum Fyrsta litla brugghúsið á Íslandi var Bruggsmiðjan á Ársskógssandi. Hugmyndin vaknaði hjá hjónunum Agnesi Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni eftir að hafa séð frétt um lítið brugghús í Danmörku. Fyrirtæki þeirra var stofnað í lok árs 2005 og framleiðsla hófst ári síðar. Gerðu þau upphaflega ráð fyrir framleiðslu upp á 170 þúsund lítra á ári en hafa tvívegis aukið framleiðslugetuna sem er nú 550 þúsund lítrar. „Við vorum algjörlega að renna blint í sjóinn. Okkar einu markmið voru að skapa störf og nýta frábæra vatnið okkar,“ segir Agnes og heldur áfram: „Þetta hefur gengið vonum framar og aldrei átti ég von á því að hjón á Ársskógssandi gætu breytt bjórmenningunni á Íslandi.” Nefnir Agnes sem dæmi að árið 2007, þegar þau hófu að brugga dökkan bjór, var enginn íslenskur dökkur bjór í framleiðslu. Nú séu þeir hins vegar orðnir algengir. Sjö starfa hjá Bruggsmiðjunni, þar af fimm í fullu starfi, sem selur nú fimm bjórtegundir allan ársins hring undir nafninu Kaldi. Þá hefur fyrirtækið bruggað árstíðabundna bjóra auk nokkurra bjóra fyrir aðra aðila. Til að mynda hefur það nýhafið bruggun á gosbjórnum Volcanic Energy sem er fyrsti íslenski gosbjórinn. Misjafnt gengiÁrið 2007 hófu þrír aðilar til viðbótar að selja íslenskan bjór í litlu upplagi. Fyrstan ber að nefna Eyþór Þórisson, veitingamann á Seyðisfirði, sem hóf að selja bjórinn El Grillo. Í dag eru tvær útgáfur af honum í sölu en Ölgerðin bruggar bjórinn fyrir Eyþór. Þá voru tvö brugghús stofnsett árið 2007: Ölvisholt í Flóahreppi og Mjöður í Stykkishólmi. Ölvisholt kom sér upp framleiðslugetu upp á 300 þúsund lítra á ári og hefur framleitt bjórana Freyju, Móra, Lava Stout og Skjálfta auk árstíðabundinna bjóra. Mjöður í Stykkishólmi framleiddi tvo bjóra: Jökul og Skriðjökul en hætti starfsemi á síðasta ári. Nýjasta brugghúsið er svo Gæðingur öl í Útvík í Skagafirði sem hóf starfsemi í fyrra. Gæðingur framleiðir fjóra bjóra undir eigin nafni og hefur einnig framleitt árstíðabundna bjóra. „Við áætlum að framleiða 45 þúsund lítra fyrsta starfsárið en eigum að geta framleitt 100 þúsund lítra,“ segir Jóhann Axel Guðmundsson, bruggari hjá Gæðingi. Þá segir Jóhann viðtökurnar hafa verið framar vonum. Þrátt fyrir góðar viðtökur virðist rekstur litlu brugghúsanna hafa verið erfiður. Eins og áður sagði hætti Mjöður starfsemi í fyrra og þá varð fyrirtækið utan um framleiðsluna í Ölvisholti gjaldþrota árið 2010. Í kjölfarið var reksturinn keyptur af félagi í eigu starfsmanna, innflutningsfyrirtækisins Karls K. Karlssonar og Eignarhaldsfélags Suðurlands. Nýja félagið hefur enn ekki skilað ársreikningi en ætla má að skuldir reynist rekstrinum ekki jafn þungar og þær gerðu eftir bankahrunið. Bruggsmiðjan skilaði einnig tapi fyrstu rekstrarár sín, sýnu mest árið 2008. Árið 2010 skilaði fyrirtækið hins vegar 6,5 milljóna hagnaði og virðist því hafa komið undir sig fótunum rekstrarlega. Vífilfell og Ölgerðin stærstEins og áður sagði eru það þó Vífilfell og Ölgerðin sem ráða lögum og lofum á bjórmarkaðnum. Vífilfell framleiðir rúmlega 9 milljónir lítra á ári og Ölgerðin 7 milljónir lítra. Samanlögð markaðshlutdeild þeirra er því sennilega í kringum 90 prósent. Bæði fyrirtækin hafa aukið vöruúrval sitt á síðustu misserum og opnaði Ölgerðin eigið smábrugghús árið 2010, Borg. „Markmiðið með þessu var að búa til bjór sem er öðruvísi og kannski að mörgu leyti sérstakari en þessir klassísku bjórar okkar. Við viljum þjónusta þennan hóp sem er að leita að fjölbreyttari tegundum af bjór,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Þá segir hann viðbrögðin við Borg hafa verið gríðarlega góð og hafi þeir vart undan að anna eftirspurn. Átta ólíkar bjórtegundir hafa verið framleiddar hjá Borg en fimm þeirra eru í sölu hjá Vínbúðunum núna. Vífilfell er stærsti bjórframleiðandi landsins með um helmingsmarkaðshlutdeild. Þekktustu vörur Vífilfells eru Víking og Carlsberg en síðustu misseri hefur Vífilfell kynnt til sögunnar svokallaða úrvalslínu sem inniheldur meðal annars árstíðabundna bjóra. „Við byrjuðum með sérbjóra stuttu áður en litlu brugghúsin fóru að spretta upp. Við fluttum þá inn bjóra frá Jacobsen, í eigu Carlsberg. Þá hins vegar virtist markaðurinn ekki tilbúinn fyrir þessa bragðmeiri og sérstakari bjóra. Á þeim árum sem eru liðin hefur menningin hins vegar þróast hratt sem hefur kannski ekki síst endurspeglast í vinsældum tíðarbjóranna,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, markaðs- og sölustjóri áfengis hjá Vífilfelli.
Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira