Gamla Sjóvá skilar litlu til kröfuhafa Þórður Snær Júlíusson skrifar 8. febrúar 2012 11:00 Tryggingarekstur Sjóvár var færður út SJ eignarhaldsfélagi yfir í nýtt félag, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., í lok september 2009. Íslenska ríkið lagði nýja félaginu til 11,6 milljarða króna og Glitnir og Íslandsbanki lögðu því til fimm milljarða. Í fyrra keypti síðan SF1 slhf. meirihluta í nýja Sjóvá. Fréttablaðið/Arnþór Kröfuhafar SJ Eignarhaldsfélag, sem áður hét Sjóvá, hafa samþykkt nauðasamning félagsins. Í honum felst í raun að þeir fá um 7% af um 12 milljarða króna kröfum sínum, eða rúmlega 800 milljónir króna. Kröfuhafarnir, sem eru skilanefnd Glitnis, Landsbankinn, Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) höfðu hins vegar af því áhyggjur að sú háa tekjufærsla sem myndi myndast við gerð nauðasamningsins gæti haft í för með sér skattskuldbindingu sem félagið myndi ekki ráða við að greiða. Því gæti nauðasamningurinn í raun kallað gjaldþrot yfir gamla Sjóvá með tilheyrandi skiptakostnaði. Á því höfðu kröfuhafarnir fjórir ekki áhuga. Því var ákveðið að fara þá leið í nauðasamningsferlinu að afskrifa öll hlutabréf og víkjandi lán en gefa síðan út ný hlutabréf sem nema 0,1% af samningskröfum til kröfuhafanna. Kröfuhafarnir veittu síðan ný lán fyrir þeim 99,9% krafna sem eftir standa. Lánin bera enga vexti og gjalddagi þeirra er 31. mars 2015. Þó má framlengja hann um allt að fjögur ár. Með þessari leið verður tekjufærslan sem skapast, afskrift víkjandi lána og andvirði 0,1% af kröfum, nægilega lág til að hægt sé að nota uppsafnað nýtanlegt skattatap á móti henni. Síðan munu kröfuhafarnir tæma félagið hægt og rólega eftir því sem eignir þess breytast í verðmæti. Samhliða gerð nauðasamningsins var allt hlutafé, sem skilanefnd Glitnis hélt á, afskrifað. Sama gilti um víkjandi lán upp á tæplega þrjá milljarða króna. Eitt hinna víkjandi lána var frá Ingunni Wernersdóttur. Lánið, sem stóð í tæpum milljarði króna, var hluti af greiðslu bræðra hennar, Karls og Steingríms Wernerssona, þegar þeir keyptu hana út úr Milestone. Hin víkjandi lánin voru veitt af fagfjárfestum, að mestu lífeyrissjóðum. Það nam um tveimur milljörðum króna. Stærsti einstaki lánveitandinn í þeim hópi var Almenni lífeyrissjóðurinn. Til viðbótar voru skuldir við dótturfélög gamla Sjóvá ekki hluti af nauðasamningnum. Þær voru tæpir 26 milljarðar króna í lok árs 2010. Einu eignir félagsins eru fasteignaverkefni á vegum sömu dótturfélaga. Þau eru meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu. Gamla Sjóvá tapaði 3,9 milljörðum króna árið 2010, rúmlega 33 milljörðum króna á árinu 2009 vegna niðurfærsla og taps á fjárfestingum og 30,2 milljörðum króna á árinu 2008. Tryggingarekstur félagsins var færður til nýs félags, Sjóvá-Almennra trygginga ehf., í lok september 2009. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kröfuhafar SJ Eignarhaldsfélag, sem áður hét Sjóvá, hafa samþykkt nauðasamning félagsins. Í honum felst í raun að þeir fá um 7% af um 12 milljarða króna kröfum sínum, eða rúmlega 800 milljónir króna. Kröfuhafarnir, sem eru skilanefnd Glitnis, Landsbankinn, Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) höfðu hins vegar af því áhyggjur að sú háa tekjufærsla sem myndi myndast við gerð nauðasamningsins gæti haft í för með sér skattskuldbindingu sem félagið myndi ekki ráða við að greiða. Því gæti nauðasamningurinn í raun kallað gjaldþrot yfir gamla Sjóvá með tilheyrandi skiptakostnaði. Á því höfðu kröfuhafarnir fjórir ekki áhuga. Því var ákveðið að fara þá leið í nauðasamningsferlinu að afskrifa öll hlutabréf og víkjandi lán en gefa síðan út ný hlutabréf sem nema 0,1% af samningskröfum til kröfuhafanna. Kröfuhafarnir veittu síðan ný lán fyrir þeim 99,9% krafna sem eftir standa. Lánin bera enga vexti og gjalddagi þeirra er 31. mars 2015. Þó má framlengja hann um allt að fjögur ár. Með þessari leið verður tekjufærslan sem skapast, afskrift víkjandi lána og andvirði 0,1% af kröfum, nægilega lág til að hægt sé að nota uppsafnað nýtanlegt skattatap á móti henni. Síðan munu kröfuhafarnir tæma félagið hægt og rólega eftir því sem eignir þess breytast í verðmæti. Samhliða gerð nauðasamningsins var allt hlutafé, sem skilanefnd Glitnis hélt á, afskrifað. Sama gilti um víkjandi lán upp á tæplega þrjá milljarða króna. Eitt hinna víkjandi lána var frá Ingunni Wernersdóttur. Lánið, sem stóð í tæpum milljarði króna, var hluti af greiðslu bræðra hennar, Karls og Steingríms Wernerssona, þegar þeir keyptu hana út úr Milestone. Hin víkjandi lánin voru veitt af fagfjárfestum, að mestu lífeyrissjóðum. Það nam um tveimur milljörðum króna. Stærsti einstaki lánveitandinn í þeim hópi var Almenni lífeyrissjóðurinn. Til viðbótar voru skuldir við dótturfélög gamla Sjóvá ekki hluti af nauðasamningnum. Þær voru tæpir 26 milljarðar króna í lok árs 2010. Einu eignir félagsins eru fasteignaverkefni á vegum sömu dótturfélaga. Þau eru meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu. Gamla Sjóvá tapaði 3,9 milljörðum króna árið 2010, rúmlega 33 milljörðum króna á árinu 2009 vegna niðurfærsla og taps á fjárfestingum og 30,2 milljörðum króna á árinu 2008. Tryggingarekstur félagsins var færður til nýs félags, Sjóvá-Almennra trygginga ehf., í lok september 2009.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira