Gamla Sjóvá skilar litlu til kröfuhafa Þórður Snær Júlíusson skrifar 8. febrúar 2012 11:00 Tryggingarekstur Sjóvár var færður út SJ eignarhaldsfélagi yfir í nýtt félag, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., í lok september 2009. Íslenska ríkið lagði nýja félaginu til 11,6 milljarða króna og Glitnir og Íslandsbanki lögðu því til fimm milljarða. Í fyrra keypti síðan SF1 slhf. meirihluta í nýja Sjóvá. Fréttablaðið/Arnþór Kröfuhafar SJ Eignarhaldsfélag, sem áður hét Sjóvá, hafa samþykkt nauðasamning félagsins. Í honum felst í raun að þeir fá um 7% af um 12 milljarða króna kröfum sínum, eða rúmlega 800 milljónir króna. Kröfuhafarnir, sem eru skilanefnd Glitnis, Landsbankinn, Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) höfðu hins vegar af því áhyggjur að sú háa tekjufærsla sem myndi myndast við gerð nauðasamningsins gæti haft í för með sér skattskuldbindingu sem félagið myndi ekki ráða við að greiða. Því gæti nauðasamningurinn í raun kallað gjaldþrot yfir gamla Sjóvá með tilheyrandi skiptakostnaði. Á því höfðu kröfuhafarnir fjórir ekki áhuga. Því var ákveðið að fara þá leið í nauðasamningsferlinu að afskrifa öll hlutabréf og víkjandi lán en gefa síðan út ný hlutabréf sem nema 0,1% af samningskröfum til kröfuhafanna. Kröfuhafarnir veittu síðan ný lán fyrir þeim 99,9% krafna sem eftir standa. Lánin bera enga vexti og gjalddagi þeirra er 31. mars 2015. Þó má framlengja hann um allt að fjögur ár. Með þessari leið verður tekjufærslan sem skapast, afskrift víkjandi lána og andvirði 0,1% af kröfum, nægilega lág til að hægt sé að nota uppsafnað nýtanlegt skattatap á móti henni. Síðan munu kröfuhafarnir tæma félagið hægt og rólega eftir því sem eignir þess breytast í verðmæti. Samhliða gerð nauðasamningsins var allt hlutafé, sem skilanefnd Glitnis hélt á, afskrifað. Sama gilti um víkjandi lán upp á tæplega þrjá milljarða króna. Eitt hinna víkjandi lána var frá Ingunni Wernersdóttur. Lánið, sem stóð í tæpum milljarði króna, var hluti af greiðslu bræðra hennar, Karls og Steingríms Wernerssona, þegar þeir keyptu hana út úr Milestone. Hin víkjandi lánin voru veitt af fagfjárfestum, að mestu lífeyrissjóðum. Það nam um tveimur milljörðum króna. Stærsti einstaki lánveitandinn í þeim hópi var Almenni lífeyrissjóðurinn. Til viðbótar voru skuldir við dótturfélög gamla Sjóvá ekki hluti af nauðasamningnum. Þær voru tæpir 26 milljarðar króna í lok árs 2010. Einu eignir félagsins eru fasteignaverkefni á vegum sömu dótturfélaga. Þau eru meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu. Gamla Sjóvá tapaði 3,9 milljörðum króna árið 2010, rúmlega 33 milljörðum króna á árinu 2009 vegna niðurfærsla og taps á fjárfestingum og 30,2 milljörðum króna á árinu 2008. Tryggingarekstur félagsins var færður til nýs félags, Sjóvá-Almennra trygginga ehf., í lok september 2009. Mest lesið Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute Sjá meira
Kröfuhafar SJ Eignarhaldsfélag, sem áður hét Sjóvá, hafa samþykkt nauðasamning félagsins. Í honum felst í raun að þeir fá um 7% af um 12 milljarða króna kröfum sínum, eða rúmlega 800 milljónir króna. Kröfuhafarnir, sem eru skilanefnd Glitnis, Landsbankinn, Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) höfðu hins vegar af því áhyggjur að sú háa tekjufærsla sem myndi myndast við gerð nauðasamningsins gæti haft í för með sér skattskuldbindingu sem félagið myndi ekki ráða við að greiða. Því gæti nauðasamningurinn í raun kallað gjaldþrot yfir gamla Sjóvá með tilheyrandi skiptakostnaði. Á því höfðu kröfuhafarnir fjórir ekki áhuga. Því var ákveðið að fara þá leið í nauðasamningsferlinu að afskrifa öll hlutabréf og víkjandi lán en gefa síðan út ný hlutabréf sem nema 0,1% af samningskröfum til kröfuhafanna. Kröfuhafarnir veittu síðan ný lán fyrir þeim 99,9% krafna sem eftir standa. Lánin bera enga vexti og gjalddagi þeirra er 31. mars 2015. Þó má framlengja hann um allt að fjögur ár. Með þessari leið verður tekjufærslan sem skapast, afskrift víkjandi lána og andvirði 0,1% af kröfum, nægilega lág til að hægt sé að nota uppsafnað nýtanlegt skattatap á móti henni. Síðan munu kröfuhafarnir tæma félagið hægt og rólega eftir því sem eignir þess breytast í verðmæti. Samhliða gerð nauðasamningsins var allt hlutafé, sem skilanefnd Glitnis hélt á, afskrifað. Sama gilti um víkjandi lán upp á tæplega þrjá milljarða króna. Eitt hinna víkjandi lána var frá Ingunni Wernersdóttur. Lánið, sem stóð í tæpum milljarði króna, var hluti af greiðslu bræðra hennar, Karls og Steingríms Wernerssona, þegar þeir keyptu hana út úr Milestone. Hin víkjandi lánin voru veitt af fagfjárfestum, að mestu lífeyrissjóðum. Það nam um tveimur milljörðum króna. Stærsti einstaki lánveitandinn í þeim hópi var Almenni lífeyrissjóðurinn. Til viðbótar voru skuldir við dótturfélög gamla Sjóvá ekki hluti af nauðasamningnum. Þær voru tæpir 26 milljarðar króna í lok árs 2010. Einu eignir félagsins eru fasteignaverkefni á vegum sömu dótturfélaga. Þau eru meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu. Gamla Sjóvá tapaði 3,9 milljörðum króna árið 2010, rúmlega 33 milljörðum króna á árinu 2009 vegna niðurfærsla og taps á fjárfestingum og 30,2 milljörðum króna á árinu 2008. Tryggingarekstur félagsins var færður til nýs félags, Sjóvá-Almennra trygginga ehf., í lok september 2009.
Mest lesið Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute Sjá meira