Já á landsbyggðinni Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Löng hefð er fyrir því að þjónustuver Já og forvera fyrirtækisins séu staðsett bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Þegar Já var stofnað árið 2005 rak félagið fjögur þjónustuver og 50% starfsmanna í þjónustuverum voru búsettir á landsbyggðinni. Undanfarin ár hafa orðið breytingar á bæði markaði og skipulagi félagsins. Nú, árið 2012, rekur félagið tvö þjónustuver í stað fjögurra, eitt í Reykjavík og annað Í Reykjanesbæ og eru 57,4% starfsmanna búsettir á landsbyggðinni, einmitt á því svæði þar sem atvinnuleysi hefur verið hvað mest undanfarin ár. Fram kom í viðtali við bæjarstjórann á Akureyri í fréttum RÚV að hann furðaði sig á því að Já hefði fengið viðurkenningu frá FKA með tilvísun í uppsagnir starfsmanna á Akureyri. Þau eru fá fyrirtækin sem hafa ekki þurft að segja upp starfsmönnum frá bankahruni vegna samdráttar á heimamarkaði. Það hefur Akureyrarbær sjálfur þurft að gera eins og fram kom í viðtali við bæjarstjórann sem birtist í vikublaðinu Akureyri þann 3. nóvember 2011. Erfiðasta verkefni allra stjórnenda eru ákvarðanir um uppsagnir starfsmanna, það vita allir stjórnendur að slíkar ákvarðanir eru ekki teknar nema að vel ígrunduðu máli. Stjórnendur bera ábyrgð, gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og eigendum á því að fyrirtæki sem þeir stýra séu rekin á sem hagkvæmastan hátt og geti þannig dafnað inn í framtíðina. Við hjá Já höfum lagt mikla áherslu á þróun þjónustuframboðs félagsins undanfarin ár. Við erum stolt af góðum árangri og okkar starfsfólki. Við erum sérlega stolt af því frábæra starfi sem unnið hefur verið í Reykjanesbæ, þar er sannarlega gott að reka fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að þjónustuver Já og forvera fyrirtækisins séu staðsett bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Þegar Já var stofnað árið 2005 rak félagið fjögur þjónustuver og 50% starfsmanna í þjónustuverum voru búsettir á landsbyggðinni. Undanfarin ár hafa orðið breytingar á bæði markaði og skipulagi félagsins. Nú, árið 2012, rekur félagið tvö þjónustuver í stað fjögurra, eitt í Reykjavík og annað Í Reykjanesbæ og eru 57,4% starfsmanna búsettir á landsbyggðinni, einmitt á því svæði þar sem atvinnuleysi hefur verið hvað mest undanfarin ár. Fram kom í viðtali við bæjarstjórann á Akureyri í fréttum RÚV að hann furðaði sig á því að Já hefði fengið viðurkenningu frá FKA með tilvísun í uppsagnir starfsmanna á Akureyri. Þau eru fá fyrirtækin sem hafa ekki þurft að segja upp starfsmönnum frá bankahruni vegna samdráttar á heimamarkaði. Það hefur Akureyrarbær sjálfur þurft að gera eins og fram kom í viðtali við bæjarstjórann sem birtist í vikublaðinu Akureyri þann 3. nóvember 2011. Erfiðasta verkefni allra stjórnenda eru ákvarðanir um uppsagnir starfsmanna, það vita allir stjórnendur að slíkar ákvarðanir eru ekki teknar nema að vel ígrunduðu máli. Stjórnendur bera ábyrgð, gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og eigendum á því að fyrirtæki sem þeir stýra séu rekin á sem hagkvæmastan hátt og geti þannig dafnað inn í framtíðina. Við hjá Já höfum lagt mikla áherslu á þróun þjónustuframboðs félagsins undanfarin ár. Við erum stolt af góðum árangri og okkar starfsfólki. Við erum sérlega stolt af því frábæra starfi sem unnið hefur verið í Reykjanesbæ, þar er sannarlega gott að reka fyrirtæki.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar