Hvað er „Liberal Democrats“ og hvað mundi það þýða fyrir íslenskt samfélag Guðmundur G. Kristinsson skrifar 4. febrúar 2012 06:00 Ég heyrði talað um „Liberal Democrats“ og velti fyrir mér hvað þetta væri á íslensku. „Lýðfrelsi“ er líklega það sem þetta þýðir og þá snýst þetta líklega um frelsi lýðsins eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Undanfarin ár hefur fólk fengið sig fullsatt af íslenskum stjórnmálum og því gegndarlausa hagsmunapoti sem viðgengist hefur í áratugi. Þjóðfélagið er gegnsýrt af klíkuhópum með hagsmunagæslu fyrir sig og sitt umhverfi og þar má nefna stjórnmálaflokka, fjárfesta, fjármagnseigendur, atvinnulífið, verkalýðsumhverfið, lífeyrissjóðina, trúfélög og fleiri. Þeir sem ekki eru innmúraðir í þessa hópa í gegnum fjölskyldu- eða vinatengsl, fá lítið að segja og almenningur hefur þarna nánast engin lýðræðisleg áhrif. Embætti, störf og áhrif erfast á milli kynslóða og síðan vinna þessir klíkuhópar leynt og ljóst að því að tryggja hagsmuni fyrir hver annan. Hversu oft sér maður ekki útbrunna stjórnmálamenn fá embætti í opinberu umhverfi eða forstjórastarf í ríkisfyrirtæki. Er hægt að breyta ástandinu og auka sín áhrif á þróun samfélagsins? Þá þarf að taka virkan þátt í þjóðmálum og gæta vel að sínum hagsmunum gagnvart ofríki stjórnvalda. Í dag er ekkert stjórnmálaafl á Íslandi sem er fulltrúi þeirrar hugmyndafræði sem kallast „Liberial Democrats“ og margir borgaralegir stjórnmálaflokkar í Evrópu aðhyllast. Það er þörf á slíku stjórnmálaafli til að koma í veg fyrir áframhaldandi misnotkun klíkuhópa á félagslegum réttindum almennings. Íslendingar hurfu árið 1262 frá stjórnarformi höfðingjaveldis yfir í einræði erlendra konunga, en þjóðfélagslega réðu bændahöfðingjar áfram ríkjum og var almenningur; búðsetumenn, þurrabúðarbændur og hjáleigubændur, því ofurseldur forræði þeirra allt fram á 20. öld. Í byrjun 20. aldar tók útgerðaraðallinn við forræðishlutverkinu, en missti það tímabundið til auðmanna í byrjun þessarar aldar. Þetta sjálfskipaða höfðingjaveldi sérhagsmunahópa, sem þróast hefur í íslensku samfélagi, verður í raunverulegu lýðræðis- og lýðfrelsislandi að víkja fyrir frelsi og hagsmunum almennings. Íslendingar þurfa lýðveldi að evrópskri fyrirmynd þar sem skilið er á milli framkvæmdarvalds, dómsvalds og löggjafar- og fjárveitingavalds. Fara þarf að fordæmi margra lýðvelda í Evrópu – s.s. Finnlands – um kerfi „eftirlits, aðhalds og jafnvægis“. Kjósa forseta í beinni kosningu sem færi með framkvæmdarvaldið og skipaði forsætisráðherra og aðra ráðherra sem ættu ekki sæti á Alþingi. Alþingi færi með löggjafar- og fjárveitingavaldið, skipaði dómara og færi með eftirlit með framkvæmdarvaldinu í formi öflugra þing- og rannsóknarnefnda. Hlutverk framkvæmdarvaldsins yrði þá að framkvæma vilja þingsins, sem birtist í formi laga og þar á meðal fjárlaga. Alþingi mundi skammta framkvæmdarvaldinu fé og forseti og ríkisstjórn þyrftu að tryggja fjármagn þaðan fyrir sín verkefni. Alþingi hefði þannig raunverulegt eftirlit með fjárútlátum framkvæmdarvaldsins. Það er ástæðulaust að blása til Stjórnlagaþings og setja nýja stjórnarskrá ef löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið geta virt ákvæði stjórnarskrárinnar að vettugi. Ef setja á nýja stjórnarskrá, þá þarf einnig að setja á fót Stjórnlagadómstól t.d. að þýskri fyrirmynd, þannig að einstaklingar, félög og fyrirtæki geti kært löggjafar- og framkvæmdarvaldið til slíks dómstóls telji þeir á sér og stjórnarskránni brotið. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt að með núgildandi fiskveiðilögum sé íslenska ríkið að brjóta mannréttindi á almenningi, sem hefur engin úrræði til að stöðva framkvæmdarvaldið í þessum brotum. Hér þarf úrræði og Stjórnlagadómstóll er slíkt úrræði. Hann getur fellt úr gildi lög sem brjóta gegn stjórnarskránni og þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland hefur undirgengist. Stjórnlagadómstóll er eins og eitur í beinum íslensku stjórnmálaflokkanna og eiginhagsmunaaðilar vilja hafa sjálfdæmi um hvernig túlka beri stjórnarskrána og hvort samningur eins og EES-samningurinn standist stjórnarskrána eða ekki. Þeir vilja ekki dómstól sem getur stöðvað hagsmunagæslu þeirra og þess vegna hafa þingmenn okkar sjaldan eða aldrei minnst á að setja hér á fót Stjórnlagadómstól, því hann gæti stöðvað Alþingi og stjórnsýsluna þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra klíku hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Fólk þarf bara að spyrja sig hvort gömlu stjórnmálaflokkarnir, þreyttir og ráðalausir stjórnmálamenn á flótta í nýja stjórnmálaflokka eða skemmtikraftar á egósiglingu, sé leiðin til betra lýðræðis. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats“ eða lýðfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég heyrði talað um „Liberal Democrats“ og velti fyrir mér hvað þetta væri á íslensku. „Lýðfrelsi“ er líklega það sem þetta þýðir og þá snýst þetta líklega um frelsi lýðsins eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Undanfarin ár hefur fólk fengið sig fullsatt af íslenskum stjórnmálum og því gegndarlausa hagsmunapoti sem viðgengist hefur í áratugi. Þjóðfélagið er gegnsýrt af klíkuhópum með hagsmunagæslu fyrir sig og sitt umhverfi og þar má nefna stjórnmálaflokka, fjárfesta, fjármagnseigendur, atvinnulífið, verkalýðsumhverfið, lífeyrissjóðina, trúfélög og fleiri. Þeir sem ekki eru innmúraðir í þessa hópa í gegnum fjölskyldu- eða vinatengsl, fá lítið að segja og almenningur hefur þarna nánast engin lýðræðisleg áhrif. Embætti, störf og áhrif erfast á milli kynslóða og síðan vinna þessir klíkuhópar leynt og ljóst að því að tryggja hagsmuni fyrir hver annan. Hversu oft sér maður ekki útbrunna stjórnmálamenn fá embætti í opinberu umhverfi eða forstjórastarf í ríkisfyrirtæki. Er hægt að breyta ástandinu og auka sín áhrif á þróun samfélagsins? Þá þarf að taka virkan þátt í þjóðmálum og gæta vel að sínum hagsmunum gagnvart ofríki stjórnvalda. Í dag er ekkert stjórnmálaafl á Íslandi sem er fulltrúi þeirrar hugmyndafræði sem kallast „Liberial Democrats“ og margir borgaralegir stjórnmálaflokkar í Evrópu aðhyllast. Það er þörf á slíku stjórnmálaafli til að koma í veg fyrir áframhaldandi misnotkun klíkuhópa á félagslegum réttindum almennings. Íslendingar hurfu árið 1262 frá stjórnarformi höfðingjaveldis yfir í einræði erlendra konunga, en þjóðfélagslega réðu bændahöfðingjar áfram ríkjum og var almenningur; búðsetumenn, þurrabúðarbændur og hjáleigubændur, því ofurseldur forræði þeirra allt fram á 20. öld. Í byrjun 20. aldar tók útgerðaraðallinn við forræðishlutverkinu, en missti það tímabundið til auðmanna í byrjun þessarar aldar. Þetta sjálfskipaða höfðingjaveldi sérhagsmunahópa, sem þróast hefur í íslensku samfélagi, verður í raunverulegu lýðræðis- og lýðfrelsislandi að víkja fyrir frelsi og hagsmunum almennings. Íslendingar þurfa lýðveldi að evrópskri fyrirmynd þar sem skilið er á milli framkvæmdarvalds, dómsvalds og löggjafar- og fjárveitingavalds. Fara þarf að fordæmi margra lýðvelda í Evrópu – s.s. Finnlands – um kerfi „eftirlits, aðhalds og jafnvægis“. Kjósa forseta í beinni kosningu sem færi með framkvæmdarvaldið og skipaði forsætisráðherra og aðra ráðherra sem ættu ekki sæti á Alþingi. Alþingi færi með löggjafar- og fjárveitingavaldið, skipaði dómara og færi með eftirlit með framkvæmdarvaldinu í formi öflugra þing- og rannsóknarnefnda. Hlutverk framkvæmdarvaldsins yrði þá að framkvæma vilja þingsins, sem birtist í formi laga og þar á meðal fjárlaga. Alþingi mundi skammta framkvæmdarvaldinu fé og forseti og ríkisstjórn þyrftu að tryggja fjármagn þaðan fyrir sín verkefni. Alþingi hefði þannig raunverulegt eftirlit með fjárútlátum framkvæmdarvaldsins. Það er ástæðulaust að blása til Stjórnlagaþings og setja nýja stjórnarskrá ef löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið geta virt ákvæði stjórnarskrárinnar að vettugi. Ef setja á nýja stjórnarskrá, þá þarf einnig að setja á fót Stjórnlagadómstól t.d. að þýskri fyrirmynd, þannig að einstaklingar, félög og fyrirtæki geti kært löggjafar- og framkvæmdarvaldið til slíks dómstóls telji þeir á sér og stjórnarskránni brotið. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt að með núgildandi fiskveiðilögum sé íslenska ríkið að brjóta mannréttindi á almenningi, sem hefur engin úrræði til að stöðva framkvæmdarvaldið í þessum brotum. Hér þarf úrræði og Stjórnlagadómstóll er slíkt úrræði. Hann getur fellt úr gildi lög sem brjóta gegn stjórnarskránni og þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland hefur undirgengist. Stjórnlagadómstóll er eins og eitur í beinum íslensku stjórnmálaflokkanna og eiginhagsmunaaðilar vilja hafa sjálfdæmi um hvernig túlka beri stjórnarskrána og hvort samningur eins og EES-samningurinn standist stjórnarskrána eða ekki. Þeir vilja ekki dómstól sem getur stöðvað hagsmunagæslu þeirra og þess vegna hafa þingmenn okkar sjaldan eða aldrei minnst á að setja hér á fót Stjórnlagadómstól, því hann gæti stöðvað Alþingi og stjórnsýsluna þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra klíku hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Fólk þarf bara að spyrja sig hvort gömlu stjórnmálaflokkarnir, þreyttir og ráðalausir stjórnmálamenn á flótta í nýja stjórnmálaflokka eða skemmtikraftar á egósiglingu, sé leiðin til betra lýðræðis. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats“ eða lýðfrelsis.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar