Erum við undirbúin fyrir hamfarir? Hörður Már Harðarson skrifar 2. febrúar 2012 06:00 Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparsviðs Rauða kross Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þriðjudaginn 17. janúar sem bar yfirskriftina „Hvað ef hið óhugsandi gerist?“ Í grein sinni veltir Þórir upp þeirri spurningu hvort við séum nægjanlega vel undirbúin fyrir stærstu hamfarir og hvort fyrir liggi skipulag eða þekking til að takast á við slíka atburði. Eins og Þórir réttilega bendir á er til staðar afar gott skipulag til að takast á við ýmiss konar vá. Sjálfboðaliðasamtök eins og Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg leggja opinberum viðbragðsaðilum lið þegar takast þarf á við hið óvænta. Á undanförnum árum höfum við Íslendingar tekist á við hamfarir sem hafa verið miklar en, eins og Þórir nefnir, takmarkaðar í tíma og rúmi. En hefur „hið óvænta“ gerst? Hafa komið upp hamfarir sem staðið hafa í langan tíma, lagt stór landsvæði í eyði eða hafa hamfarir dunið yfir það svæði sem meginþorri þjóðarinnar býr á í dag? Það þarf ekki að fletta mörgum sögubókum til að finna svar við þessari spurningu og svarið er já. Að þessu gefnu er ekki annað hægt en að taka undir það sem kemur fram í grein Þóris og hvetja til þess að við nýtum þá þekkingu og reynslu sem til staðar er til að undirbúa okkur. Eins og Rauði kross Íslands þá er Slysavarnafélagið Landsbjörg í erlendu samstarfi. Megintilgangur samstarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar erlendis hefur verið að flytja þekkingu til landsins sem ekki hefur verið til staðar og um leið að kynnast erlendu hjálparliði og vinnubrögðum þess ef til samstarfs kæmi hér á landi. Eitt af því sem við þurfum t.d. að vita er hvernig við tökum á móti hjálparliði frá erlendum ríkjum án þess að brjóta þurfi lög eða fara á svig við reglugerðir. Það er skelfilegt til þess að hugsa að hjálp gæti borist of seint til þeirra sem eru í neyð vegna þess að lagaumhverfið stæði í veginum. Meðal þess sem við þurfum að skoða gaumgæfilega eru ný lög um almannavarnir. Þegar þau voru samþykkt frá Alþingi 2008 (lög 82/2008) varð til óvissa um verkaskiptingu milli almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins og ríkisins. Sú óvissa endurspeglast svo í nýútgefinni starfsáætlun þar sem ekki er ljóst hvort það sé hlutverk nefndarinnar að skipuleggja og samræma hjálparstarf, þjálfun hjálparliðs og búnað. Þessari óvissu þarf að eyða strax og þolir enga bið. Ör stækkun höfuðborgarsvæðisins kallar á skýrar línur í skipulagi sem ætlunin er að vinna eftir þegar/ef til hamfara kemur enda vitum við aldrei hvenær við þurfum að virkja það með litlum sem engum fyrirvara. „Það kemur aldrei neitt fyrir mig“ er hugsunarháttur sem er því miður algengur en má ekki vera inni í myndinni þegar fjallað er um öryggismál og almannavarnir á Íslandi. Við sem þjóð höfum margsinnis sýnt af okkur áræðni og dugnað, við höfum barist við óblíð náttúruöflin í gegnum tíðina, oft með miklum fórnum sem ekki eru ásættanlegar í dag. Með þá þekkingu og reynslu sem við búum yfir eigum við að búa þannig um hnútana að hér sé ávallt til staðar reglulega uppfært skipulag og þekking til að takast á við hamfarir af hverju tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparsviðs Rauða kross Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þriðjudaginn 17. janúar sem bar yfirskriftina „Hvað ef hið óhugsandi gerist?“ Í grein sinni veltir Þórir upp þeirri spurningu hvort við séum nægjanlega vel undirbúin fyrir stærstu hamfarir og hvort fyrir liggi skipulag eða þekking til að takast á við slíka atburði. Eins og Þórir réttilega bendir á er til staðar afar gott skipulag til að takast á við ýmiss konar vá. Sjálfboðaliðasamtök eins og Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg leggja opinberum viðbragðsaðilum lið þegar takast þarf á við hið óvænta. Á undanförnum árum höfum við Íslendingar tekist á við hamfarir sem hafa verið miklar en, eins og Þórir nefnir, takmarkaðar í tíma og rúmi. En hefur „hið óvænta“ gerst? Hafa komið upp hamfarir sem staðið hafa í langan tíma, lagt stór landsvæði í eyði eða hafa hamfarir dunið yfir það svæði sem meginþorri þjóðarinnar býr á í dag? Það þarf ekki að fletta mörgum sögubókum til að finna svar við þessari spurningu og svarið er já. Að þessu gefnu er ekki annað hægt en að taka undir það sem kemur fram í grein Þóris og hvetja til þess að við nýtum þá þekkingu og reynslu sem til staðar er til að undirbúa okkur. Eins og Rauði kross Íslands þá er Slysavarnafélagið Landsbjörg í erlendu samstarfi. Megintilgangur samstarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar erlendis hefur verið að flytja þekkingu til landsins sem ekki hefur verið til staðar og um leið að kynnast erlendu hjálparliði og vinnubrögðum þess ef til samstarfs kæmi hér á landi. Eitt af því sem við þurfum t.d. að vita er hvernig við tökum á móti hjálparliði frá erlendum ríkjum án þess að brjóta þurfi lög eða fara á svig við reglugerðir. Það er skelfilegt til þess að hugsa að hjálp gæti borist of seint til þeirra sem eru í neyð vegna þess að lagaumhverfið stæði í veginum. Meðal þess sem við þurfum að skoða gaumgæfilega eru ný lög um almannavarnir. Þegar þau voru samþykkt frá Alþingi 2008 (lög 82/2008) varð til óvissa um verkaskiptingu milli almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins og ríkisins. Sú óvissa endurspeglast svo í nýútgefinni starfsáætlun þar sem ekki er ljóst hvort það sé hlutverk nefndarinnar að skipuleggja og samræma hjálparstarf, þjálfun hjálparliðs og búnað. Þessari óvissu þarf að eyða strax og þolir enga bið. Ör stækkun höfuðborgarsvæðisins kallar á skýrar línur í skipulagi sem ætlunin er að vinna eftir þegar/ef til hamfara kemur enda vitum við aldrei hvenær við þurfum að virkja það með litlum sem engum fyrirvara. „Það kemur aldrei neitt fyrir mig“ er hugsunarháttur sem er því miður algengur en má ekki vera inni í myndinni þegar fjallað er um öryggismál og almannavarnir á Íslandi. Við sem þjóð höfum margsinnis sýnt af okkur áræðni og dugnað, við höfum barist við óblíð náttúruöflin í gegnum tíðina, oft með miklum fórnum sem ekki eru ásættanlegar í dag. Með þá þekkingu og reynslu sem við búum yfir eigum við að búa þannig um hnútana að hér sé ávallt til staðar reglulega uppfært skipulag og þekking til að takast á við hamfarir af hverju tagi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar