Erum við undirbúin fyrir hamfarir? Hörður Már Harðarson skrifar 2. febrúar 2012 06:00 Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparsviðs Rauða kross Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þriðjudaginn 17. janúar sem bar yfirskriftina „Hvað ef hið óhugsandi gerist?“ Í grein sinni veltir Þórir upp þeirri spurningu hvort við séum nægjanlega vel undirbúin fyrir stærstu hamfarir og hvort fyrir liggi skipulag eða þekking til að takast á við slíka atburði. Eins og Þórir réttilega bendir á er til staðar afar gott skipulag til að takast á við ýmiss konar vá. Sjálfboðaliðasamtök eins og Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg leggja opinberum viðbragðsaðilum lið þegar takast þarf á við hið óvænta. Á undanförnum árum höfum við Íslendingar tekist á við hamfarir sem hafa verið miklar en, eins og Þórir nefnir, takmarkaðar í tíma og rúmi. En hefur „hið óvænta“ gerst? Hafa komið upp hamfarir sem staðið hafa í langan tíma, lagt stór landsvæði í eyði eða hafa hamfarir dunið yfir það svæði sem meginþorri þjóðarinnar býr á í dag? Það þarf ekki að fletta mörgum sögubókum til að finna svar við þessari spurningu og svarið er já. Að þessu gefnu er ekki annað hægt en að taka undir það sem kemur fram í grein Þóris og hvetja til þess að við nýtum þá þekkingu og reynslu sem til staðar er til að undirbúa okkur. Eins og Rauði kross Íslands þá er Slysavarnafélagið Landsbjörg í erlendu samstarfi. Megintilgangur samstarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar erlendis hefur verið að flytja þekkingu til landsins sem ekki hefur verið til staðar og um leið að kynnast erlendu hjálparliði og vinnubrögðum þess ef til samstarfs kæmi hér á landi. Eitt af því sem við þurfum t.d. að vita er hvernig við tökum á móti hjálparliði frá erlendum ríkjum án þess að brjóta þurfi lög eða fara á svig við reglugerðir. Það er skelfilegt til þess að hugsa að hjálp gæti borist of seint til þeirra sem eru í neyð vegna þess að lagaumhverfið stæði í veginum. Meðal þess sem við þurfum að skoða gaumgæfilega eru ný lög um almannavarnir. Þegar þau voru samþykkt frá Alþingi 2008 (lög 82/2008) varð til óvissa um verkaskiptingu milli almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins og ríkisins. Sú óvissa endurspeglast svo í nýútgefinni starfsáætlun þar sem ekki er ljóst hvort það sé hlutverk nefndarinnar að skipuleggja og samræma hjálparstarf, þjálfun hjálparliðs og búnað. Þessari óvissu þarf að eyða strax og þolir enga bið. Ör stækkun höfuðborgarsvæðisins kallar á skýrar línur í skipulagi sem ætlunin er að vinna eftir þegar/ef til hamfara kemur enda vitum við aldrei hvenær við þurfum að virkja það með litlum sem engum fyrirvara. „Það kemur aldrei neitt fyrir mig“ er hugsunarháttur sem er því miður algengur en má ekki vera inni í myndinni þegar fjallað er um öryggismál og almannavarnir á Íslandi. Við sem þjóð höfum margsinnis sýnt af okkur áræðni og dugnað, við höfum barist við óblíð náttúruöflin í gegnum tíðina, oft með miklum fórnum sem ekki eru ásættanlegar í dag. Með þá þekkingu og reynslu sem við búum yfir eigum við að búa þannig um hnútana að hér sé ávallt til staðar reglulega uppfært skipulag og þekking til að takast á við hamfarir af hverju tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparsviðs Rauða kross Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þriðjudaginn 17. janúar sem bar yfirskriftina „Hvað ef hið óhugsandi gerist?“ Í grein sinni veltir Þórir upp þeirri spurningu hvort við séum nægjanlega vel undirbúin fyrir stærstu hamfarir og hvort fyrir liggi skipulag eða þekking til að takast á við slíka atburði. Eins og Þórir réttilega bendir á er til staðar afar gott skipulag til að takast á við ýmiss konar vá. Sjálfboðaliðasamtök eins og Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg leggja opinberum viðbragðsaðilum lið þegar takast þarf á við hið óvænta. Á undanförnum árum höfum við Íslendingar tekist á við hamfarir sem hafa verið miklar en, eins og Þórir nefnir, takmarkaðar í tíma og rúmi. En hefur „hið óvænta“ gerst? Hafa komið upp hamfarir sem staðið hafa í langan tíma, lagt stór landsvæði í eyði eða hafa hamfarir dunið yfir það svæði sem meginþorri þjóðarinnar býr á í dag? Það þarf ekki að fletta mörgum sögubókum til að finna svar við þessari spurningu og svarið er já. Að þessu gefnu er ekki annað hægt en að taka undir það sem kemur fram í grein Þóris og hvetja til þess að við nýtum þá þekkingu og reynslu sem til staðar er til að undirbúa okkur. Eins og Rauði kross Íslands þá er Slysavarnafélagið Landsbjörg í erlendu samstarfi. Megintilgangur samstarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar erlendis hefur verið að flytja þekkingu til landsins sem ekki hefur verið til staðar og um leið að kynnast erlendu hjálparliði og vinnubrögðum þess ef til samstarfs kæmi hér á landi. Eitt af því sem við þurfum t.d. að vita er hvernig við tökum á móti hjálparliði frá erlendum ríkjum án þess að brjóta þurfi lög eða fara á svig við reglugerðir. Það er skelfilegt til þess að hugsa að hjálp gæti borist of seint til þeirra sem eru í neyð vegna þess að lagaumhverfið stæði í veginum. Meðal þess sem við þurfum að skoða gaumgæfilega eru ný lög um almannavarnir. Þegar þau voru samþykkt frá Alþingi 2008 (lög 82/2008) varð til óvissa um verkaskiptingu milli almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins og ríkisins. Sú óvissa endurspeglast svo í nýútgefinni starfsáætlun þar sem ekki er ljóst hvort það sé hlutverk nefndarinnar að skipuleggja og samræma hjálparstarf, þjálfun hjálparliðs og búnað. Þessari óvissu þarf að eyða strax og þolir enga bið. Ör stækkun höfuðborgarsvæðisins kallar á skýrar línur í skipulagi sem ætlunin er að vinna eftir þegar/ef til hamfara kemur enda vitum við aldrei hvenær við þurfum að virkja það með litlum sem engum fyrirvara. „Það kemur aldrei neitt fyrir mig“ er hugsunarháttur sem er því miður algengur en má ekki vera inni í myndinni þegar fjallað er um öryggismál og almannavarnir á Íslandi. Við sem þjóð höfum margsinnis sýnt af okkur áræðni og dugnað, við höfum barist við óblíð náttúruöflin í gegnum tíðina, oft með miklum fórnum sem ekki eru ásættanlegar í dag. Með þá þekkingu og reynslu sem við búum yfir eigum við að búa þannig um hnútana að hér sé ávallt til staðar reglulega uppfært skipulag og þekking til að takast á við hamfarir af hverju tagi.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar