Erum við undirbúin fyrir hamfarir? Hörður Már Harðarson skrifar 2. febrúar 2012 06:00 Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparsviðs Rauða kross Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þriðjudaginn 17. janúar sem bar yfirskriftina „Hvað ef hið óhugsandi gerist?“ Í grein sinni veltir Þórir upp þeirri spurningu hvort við séum nægjanlega vel undirbúin fyrir stærstu hamfarir og hvort fyrir liggi skipulag eða þekking til að takast á við slíka atburði. Eins og Þórir réttilega bendir á er til staðar afar gott skipulag til að takast á við ýmiss konar vá. Sjálfboðaliðasamtök eins og Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg leggja opinberum viðbragðsaðilum lið þegar takast þarf á við hið óvænta. Á undanförnum árum höfum við Íslendingar tekist á við hamfarir sem hafa verið miklar en, eins og Þórir nefnir, takmarkaðar í tíma og rúmi. En hefur „hið óvænta“ gerst? Hafa komið upp hamfarir sem staðið hafa í langan tíma, lagt stór landsvæði í eyði eða hafa hamfarir dunið yfir það svæði sem meginþorri þjóðarinnar býr á í dag? Það þarf ekki að fletta mörgum sögubókum til að finna svar við þessari spurningu og svarið er já. Að þessu gefnu er ekki annað hægt en að taka undir það sem kemur fram í grein Þóris og hvetja til þess að við nýtum þá þekkingu og reynslu sem til staðar er til að undirbúa okkur. Eins og Rauði kross Íslands þá er Slysavarnafélagið Landsbjörg í erlendu samstarfi. Megintilgangur samstarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar erlendis hefur verið að flytja þekkingu til landsins sem ekki hefur verið til staðar og um leið að kynnast erlendu hjálparliði og vinnubrögðum þess ef til samstarfs kæmi hér á landi. Eitt af því sem við þurfum t.d. að vita er hvernig við tökum á móti hjálparliði frá erlendum ríkjum án þess að brjóta þurfi lög eða fara á svig við reglugerðir. Það er skelfilegt til þess að hugsa að hjálp gæti borist of seint til þeirra sem eru í neyð vegna þess að lagaumhverfið stæði í veginum. Meðal þess sem við þurfum að skoða gaumgæfilega eru ný lög um almannavarnir. Þegar þau voru samþykkt frá Alþingi 2008 (lög 82/2008) varð til óvissa um verkaskiptingu milli almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins og ríkisins. Sú óvissa endurspeglast svo í nýútgefinni starfsáætlun þar sem ekki er ljóst hvort það sé hlutverk nefndarinnar að skipuleggja og samræma hjálparstarf, þjálfun hjálparliðs og búnað. Þessari óvissu þarf að eyða strax og þolir enga bið. Ör stækkun höfuðborgarsvæðisins kallar á skýrar línur í skipulagi sem ætlunin er að vinna eftir þegar/ef til hamfara kemur enda vitum við aldrei hvenær við þurfum að virkja það með litlum sem engum fyrirvara. „Það kemur aldrei neitt fyrir mig“ er hugsunarháttur sem er því miður algengur en má ekki vera inni í myndinni þegar fjallað er um öryggismál og almannavarnir á Íslandi. Við sem þjóð höfum margsinnis sýnt af okkur áræðni og dugnað, við höfum barist við óblíð náttúruöflin í gegnum tíðina, oft með miklum fórnum sem ekki eru ásættanlegar í dag. Með þá þekkingu og reynslu sem við búum yfir eigum við að búa þannig um hnútana að hér sé ávallt til staðar reglulega uppfært skipulag og þekking til að takast á við hamfarir af hverju tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparsviðs Rauða kross Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þriðjudaginn 17. janúar sem bar yfirskriftina „Hvað ef hið óhugsandi gerist?“ Í grein sinni veltir Þórir upp þeirri spurningu hvort við séum nægjanlega vel undirbúin fyrir stærstu hamfarir og hvort fyrir liggi skipulag eða þekking til að takast á við slíka atburði. Eins og Þórir réttilega bendir á er til staðar afar gott skipulag til að takast á við ýmiss konar vá. Sjálfboðaliðasamtök eins og Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg leggja opinberum viðbragðsaðilum lið þegar takast þarf á við hið óvænta. Á undanförnum árum höfum við Íslendingar tekist á við hamfarir sem hafa verið miklar en, eins og Þórir nefnir, takmarkaðar í tíma og rúmi. En hefur „hið óvænta“ gerst? Hafa komið upp hamfarir sem staðið hafa í langan tíma, lagt stór landsvæði í eyði eða hafa hamfarir dunið yfir það svæði sem meginþorri þjóðarinnar býr á í dag? Það þarf ekki að fletta mörgum sögubókum til að finna svar við þessari spurningu og svarið er já. Að þessu gefnu er ekki annað hægt en að taka undir það sem kemur fram í grein Þóris og hvetja til þess að við nýtum þá þekkingu og reynslu sem til staðar er til að undirbúa okkur. Eins og Rauði kross Íslands þá er Slysavarnafélagið Landsbjörg í erlendu samstarfi. Megintilgangur samstarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar erlendis hefur verið að flytja þekkingu til landsins sem ekki hefur verið til staðar og um leið að kynnast erlendu hjálparliði og vinnubrögðum þess ef til samstarfs kæmi hér á landi. Eitt af því sem við þurfum t.d. að vita er hvernig við tökum á móti hjálparliði frá erlendum ríkjum án þess að brjóta þurfi lög eða fara á svig við reglugerðir. Það er skelfilegt til þess að hugsa að hjálp gæti borist of seint til þeirra sem eru í neyð vegna þess að lagaumhverfið stæði í veginum. Meðal þess sem við þurfum að skoða gaumgæfilega eru ný lög um almannavarnir. Þegar þau voru samþykkt frá Alþingi 2008 (lög 82/2008) varð til óvissa um verkaskiptingu milli almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins og ríkisins. Sú óvissa endurspeglast svo í nýútgefinni starfsáætlun þar sem ekki er ljóst hvort það sé hlutverk nefndarinnar að skipuleggja og samræma hjálparstarf, þjálfun hjálparliðs og búnað. Þessari óvissu þarf að eyða strax og þolir enga bið. Ör stækkun höfuðborgarsvæðisins kallar á skýrar línur í skipulagi sem ætlunin er að vinna eftir þegar/ef til hamfara kemur enda vitum við aldrei hvenær við þurfum að virkja það með litlum sem engum fyrirvara. „Það kemur aldrei neitt fyrir mig“ er hugsunarháttur sem er því miður algengur en má ekki vera inni í myndinni þegar fjallað er um öryggismál og almannavarnir á Íslandi. Við sem þjóð höfum margsinnis sýnt af okkur áræðni og dugnað, við höfum barist við óblíð náttúruöflin í gegnum tíðina, oft með miklum fórnum sem ekki eru ásættanlegar í dag. Með þá þekkingu og reynslu sem við búum yfir eigum við að búa þannig um hnútana að hér sé ávallt til staðar reglulega uppfært skipulag og þekking til að takast á við hamfarir af hverju tagi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar